Jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum

Grímsvötn.
Grímsvötn. Árni Sæberg

Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum og rennur það í Gígjukvísl. Í Grímsvötnum var ekki mikið vatn svo allar líkur eru á að hlaupið verði lítið. Brennisteinslykt gæti fundist á svæðinu en ekki er talið að hætta stafi af hlaupinu.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Kemur þar einnig fram að mikið jökulvatn sé í Bláfjallakvísl sem renni frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ána gætu verið varahugaverð.

Uppfært kl. 14:30

Að sögn Hildar Maríu Friðriksdóttur hjá Veðurstofu Íslands þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af hlaupinu enda sé það mjög lítið. Samkvæmt mælingum á íshellu hefur íshellan fallið um fimm metra síðan fyrir helgi, eða 18. ágúst, en „í stærri hlaupum hefur hún sigið um 100 metra plús,“ segir Hildur. „Þannig að þetta er einstaklega lítið.“

Hún segir að Veðurstofa Íslands muni fylgjast áfram með þróun mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina