„Bless Ísland“

„Bless Ísland,“ segja þau Guðný Halla Harðardóttir og Stefán Ingi Stefánsson, sem ætla að flytja á morgun til Danmerkur, þar sem þau segja stöðu ungs fólks vera margfalt betri en hér á landi. Þau gerðu myndband þar sem þau fara yfir allt það sem þau eiga ekki eftir að sakna við heimahagana.

Stærstu ástæðuna segja þau vera húsnæðismálin, en þau stefna bæði á að fara í læknisfræðinám eftir eitt ár í Danmörku. Þau Stefán og Guðný eru fædd á árunum 1992 og 1995 og þau segja að ef þau færu út í að kaupa húsnæði hér á landi yrðu framtíðarhorfurnar óálitlegar. „Þá yrðum við náttúrulega bara stórskuldug og við myndum taka óhagstæðustu lán í heimi og borga hæstu vexti í heimi,“ sagði Stefán í samtali við mbl.is í morgun.

Hér fyrir neðan er myndskeiðið sem þau gerðu og á meðal þess sem þau eiga ekki eftir að sakna er: veðrið, að borga fyrir RÚV, lánakerfið og að reyna að sofna á bjartri sumarnótt. Stefán segir að hugmyndin að myndskeiðinu hafi komið þegar þau voru að útskýra flutningana fyrir vantrúa ferðamönnum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka