Tugmilljarða meðgjöf með bönkunum

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissjóður tók á sig 296 milljarða króna áhættu við endurreisn bankanna eftir hrunið 2008. Með því að fara samningaleið við kröfuhafa og taka fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu í viðræðum við kröfuhafa árin 2009 og 2010 glopraði ríkið miklum ávinningi og afhenti hluti í Arion banka og Íslandsbanka kröfuhöfum á silfurfati ásamt því að afsala sér ávinningi ríkisins af ábyrgð sinni frá því að bankarnir voru teknir yfir í hruninu. Þetta kemur fram í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis sem kynnt var í dag.

Segir þar að samningagerðin hafi alfarið gengið út á að friðþægja kröfuhafa bankanna en ábyrgðinni verið varpað yfir á íslenska skattgreiðendur. Er niðurstaða skýrslunnar að þegar samið hafi verið um að kröfuhafar eignuðust stóra hluti í bönkunum hafi ríkissjóður tekið á sig alla fjárhagslega áhættu en aðeins eignast einn bankann, Landsbankann. Kröfuhafarnir hafi á árunum 2009 til 2012 hagnast um 132,4 milljarða á áhættulausri fjárfestingu sinni í Íslandsbanka og Arion banka.

Milljarða meðgjöf 

Bent er á í skýrslunni að Arion og Íslandsbanki hafi verið afhentir kröfuhöfum án þess að reikna upp eigið fé bankanna og með því hafi kröfuhafar fengið að gjöf 44 milljarða króna. Einnig hafi verið látið hjá líða að reikna upp áfallna vexti á ríkisskuldabréfum sem bankarnir höfðu fengið til fjármögnunar og ríkið þar með orðið fyrir milljarðatapi.

Skýrslan var kynnt í dag.
Skýrslan var kynnt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arion banki

Í skýrslunni segir að ríkissjóður hafi verið settur í áhættu fyrir 117 milljarða króna þegar Arion banki hafi tekið til starfa. Þar af voru 9,9 milljarðar í formi hlutafjár, 32,4 milljarðar í formi víkjandi láns sem hægt var að breyta í hlutafé og 75 milljarðar í formi lausafjárfyrirgreiðslu. Þá hafi ríkið einnig lofað skaðleysi á yfirtöku á Drómaskuldabréfi sem jafngilti því að tap vegna yfirfærslu eigna SPRON myndi lenda á ríkissjóði, en hagnaðurinn færi til Arion banka.

Ríkissjóður fékk 13% hlutdeild í Arion banka á móti 87% hlut kröfuhafa. Segir í skýrslunni að hlutafjárframlag Kaupþings hafi numið 66 milljörðum, en að það hafi verið í formi mats á yfirfærðum eignum sem FME og Deloitte hafi áður metið á núllvirði. Þannig hafi Arion afhent Kaupþingi þær á núll krónur en þær svo verið notaðar sem stofnfjárframlag upp á 28,8 milljarða. Þá hafi 22,8 milljarðar komið í formi eigna sem Seðlabankinn hafði leyst undan veðum og afhent Kaupþingi sem hafi lagt þær inn í Arion. Innborgun í reiðufé hafi numið 14,4 milljörðum, en slíkt komi ekki fram í fjárhreyfingum í sjóðstreymi bankans og hafi því líklega tengst samningum við Seðlabankann.

Íslandsbanki

Í tilfelli Íslandsbanka segir í skýrslunni að ríkissjóður hafi tekið á sig 57,3 milljarða áhættustöðu. 7,3 milljarðar hafi verið í formi hlutafjár, 25 milljarðar í formi víkjandi láns sem hægt var að breyta í hlutafé og 25 milljarðar í formi lausafjárfyrirgreiðslu. Þá hafi verið lofað skaðleysi vegna yfirtöku bankans á Straumi.

Ríkið fékk 5% hlut í Íslandsbanka en kröfuhafar 95%. Fyrir þennan 95% hlut fékk ríkið endurgreidda 58,7 milljarða, en það hafði áður lagt 65 milljarða stofnframlag í Íslandsbanka.

Segir í skýrslunni að áhætta ríkisins hafi allt í allt verið 57,3 milljarðar í þessu tilfelli og mögulegur ávinningur 5% af hagnaði. Framlag kröfuhafa hafi verið 52 milljarðar og hafi þeir átt möguleika á 95% af hagnaði bankans. Segir í skýrslunni að þetta sé eitt skýrasta dæmið um það hvernig hagsmunir kröfuhafa hafi verið teknir fram yfir hagsmuni skattgreiðenda.

Í skýrslunni segir að íslenska ríkið hafi tekið á sig ...
Í skýrslunni segir að íslenska ríkið hafi tekið á sig 296 milljarða áhættu vegna endurreisnar bankanna með samningum við kröfuhafa. Sagt er að fjárfesting kröfuhafanna á sama tíma hafi verið áhættulaus. Samsett mynd/Eggert

Landsbankinn

Ríkið lagði í tilfelli Landsbankans 122 milljarða í bankann á móti 28 milljörðum kröfuhafa, en greiddi 2 milljarða fyrir kauprétt að hlut kröfuhafanna. Með þessu var tapsáhætta ríkisins 122 milljarðar. Átti ríkið að eignast 17% hlut kröfuhafanna í bankanum eftir að 92 milljarða skilyrt skuldabréf væri greitt upp.

Segir í skýrslunni að miðað við þá verðlagningu, þ.e. að 17% hlutur væri verðmetinn á 92 milljarða, væri verðmat Landsbankans 541 milljarður sem væri langt umfram raunvirði. „Ekki fæst betur séð en að þessi flétta hafi verið gerð til þess eins að færa Icesave-skuldbindingar yfir á skuldara nýja Landsbankans,“ segir í skýrslunni.

mbl.is

Innlent »

Loftslagsmálin vinsælt fréttaefni

09:20 Fréttum um umhverfismál hefur fjölgað um tæp 80% á fimm árum og 56% aukning hefur orðið á fréttum um plast á síðustu þremur árum. Þetta kom fram í ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, á umhverfisráðstefnu Gallup í morgun. Meira »

Lögreglan varar við hálku

07:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við hálku sem er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Hún getur verið sérstaklega varasöm víða á göngustígum og bifreiðastæðum. Meira »

Flestar tegundir úrkomu í boði

06:52 Veður næstu tveggja sólarhringja verður ansi breytilegt og búast má við að flestar úrkomutegundir sem í boði eru komi við sögu. Í dag er gert ráð fyrir éljum ansi víða en við suður- og suðvesturströndina verður úrkoman frekar skúrakennd, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fimm lögreglumál á einni skemmtun

06:32 Fimm mál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við skemmtanahald í Árbænum. Um var að ræða líkamsárásir og ölvun. Öll atvikin áttu sér stað á sömu skemmtuninni. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Löngugróf

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...