Tugmilljarða meðgjöf með bönkunum

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissjóður tók á sig 296 milljarða króna áhættu við endurreisn bankanna eftir hrunið 2008. Með því að fara samningaleið við kröfuhafa og taka fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu í viðræðum við kröfuhafa árin 2009 og 2010 glopraði ríkið miklum ávinningi og afhenti hluti í Arion banka og Íslandsbanka kröfuhöfum á silfurfati ásamt því að afsala sér ávinningi ríkisins af ábyrgð sinni frá því að bankarnir voru teknir yfir í hruninu. Þetta kemur fram í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis sem kynnt var í dag.

Segir þar að samningagerðin hafi alfarið gengið út á að friðþægja kröfuhafa bankanna en ábyrgðinni verið varpað yfir á íslenska skattgreiðendur. Er niðurstaða skýrslunnar að þegar samið hafi verið um að kröfuhafar eignuðust stóra hluti í bönkunum hafi ríkissjóður tekið á sig alla fjárhagslega áhættu en aðeins eignast einn bankann, Landsbankann. Kröfuhafarnir hafi á árunum 2009 til 2012 hagnast um 132,4 milljarða á áhættulausri fjárfestingu sinni í Íslandsbanka og Arion banka.

Milljarða meðgjöf 

Bent er á í skýrslunni að Arion og Íslandsbanki hafi verið afhentir kröfuhöfum án þess að reikna upp eigið fé bankanna og með því hafi kröfuhafar fengið að gjöf 44 milljarða króna. Einnig hafi verið látið hjá líða að reikna upp áfallna vexti á ríkisskuldabréfum sem bankarnir höfðu fengið til fjármögnunar og ríkið þar með orðið fyrir milljarðatapi.

Skýrslan var kynnt í dag.
Skýrslan var kynnt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arion banki

Í skýrslunni segir að ríkissjóður hafi verið settur í áhættu fyrir 117 milljarða króna þegar Arion banki hafi tekið til starfa. Þar af voru 9,9 milljarðar í formi hlutafjár, 32,4 milljarðar í formi víkjandi láns sem hægt var að breyta í hlutafé og 75 milljarðar í formi lausafjárfyrirgreiðslu. Þá hafi ríkið einnig lofað skaðleysi á yfirtöku á Drómaskuldabréfi sem jafngilti því að tap vegna yfirfærslu eigna SPRON myndi lenda á ríkissjóði, en hagnaðurinn færi til Arion banka.

Ríkissjóður fékk 13% hlutdeild í Arion banka á móti 87% hlut kröfuhafa. Segir í skýrslunni að hlutafjárframlag Kaupþings hafi numið 66 milljörðum, en að það hafi verið í formi mats á yfirfærðum eignum sem FME og Deloitte hafi áður metið á núllvirði. Þannig hafi Arion afhent Kaupþingi þær á núll krónur en þær svo verið notaðar sem stofnfjárframlag upp á 28,8 milljarða. Þá hafi 22,8 milljarðar komið í formi eigna sem Seðlabankinn hafði leyst undan veðum og afhent Kaupþingi sem hafi lagt þær inn í Arion. Innborgun í reiðufé hafi numið 14,4 milljörðum, en slíkt komi ekki fram í fjárhreyfingum í sjóðstreymi bankans og hafi því líklega tengst samningum við Seðlabankann.

Íslandsbanki

Í tilfelli Íslandsbanka segir í skýrslunni að ríkissjóður hafi tekið á sig 57,3 milljarða áhættustöðu. 7,3 milljarðar hafi verið í formi hlutafjár, 25 milljarðar í formi víkjandi láns sem hægt var að breyta í hlutafé og 25 milljarðar í formi lausafjárfyrirgreiðslu. Þá hafi verið lofað skaðleysi vegna yfirtöku bankans á Straumi.

Ríkið fékk 5% hlut í Íslandsbanka en kröfuhafar 95%. Fyrir þennan 95% hlut fékk ríkið endurgreidda 58,7 milljarða, en það hafði áður lagt 65 milljarða stofnframlag í Íslandsbanka.

Segir í skýrslunni að áhætta ríkisins hafi allt í allt verið 57,3 milljarðar í þessu tilfelli og mögulegur ávinningur 5% af hagnaði. Framlag kröfuhafa hafi verið 52 milljarðar og hafi þeir átt möguleika á 95% af hagnaði bankans. Segir í skýrslunni að þetta sé eitt skýrasta dæmið um það hvernig hagsmunir kröfuhafa hafi verið teknir fram yfir hagsmuni skattgreiðenda.

Í skýrslunni segir að íslenska ríkið hafi tekið á sig ...
Í skýrslunni segir að íslenska ríkið hafi tekið á sig 296 milljarða áhættu vegna endurreisnar bankanna með samningum við kröfuhafa. Sagt er að fjárfesting kröfuhafanna á sama tíma hafi verið áhættulaus. Samsett mynd/Eggert

Landsbankinn

Ríkið lagði í tilfelli Landsbankans 122 milljarða í bankann á móti 28 milljörðum kröfuhafa, en greiddi 2 milljarða fyrir kauprétt að hlut kröfuhafanna. Með þessu var tapsáhætta ríkisins 122 milljarðar. Átti ríkið að eignast 17% hlut kröfuhafanna í bankanum eftir að 92 milljarða skilyrt skuldabréf væri greitt upp.

Segir í skýrslunni að miðað við þá verðlagningu, þ.e. að 17% hlutur væri verðmetinn á 92 milljarða, væri verðmat Landsbankans 541 milljarður sem væri langt umfram raunvirði. „Ekki fæst betur séð en að þessi flétta hafi verið gerð til þess eins að færa Icesave-skuldbindingar yfir á skuldara nýja Landsbankans,“ segir í skýrslunni.

mbl.is

Innlent »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur sneri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Húsnæði 365 sett á leigu

12:01 Fasteignafélagið Reitir hefur sett á leigu húsnæði að Skaftahlíð 24. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Húsin tvö, sem samtals eru um 5.000 fermetrar, hafa um nokkurt skeið hýst skrifstofur 365 miðla, sem rekið hafa Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og fleiri miðla. Meira »

Slökktu í alelda bíl í Reykjavík

11:21 Á ellefta tímanum í morgun fékk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eld í bíl að Blesugróf í Elliðaárdal í Reykjavík. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bíllinn alelda og var slökkt í honum. Er bíllinn gjörónýtur eftir brunann. Meira »

„Þá vil ég heldur borga!“

10:43 Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Vilja geta takmarkað umferð

10:02 Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Meira »

Gul viðvörun á morgun

09:03 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri með austan 23-28 m/s meðalvindi undir Eyjafjöllum, sunnan Mýrdalsjökuls og að Öræfum. Veðurfræðingur segir ekkert ferðaveður á þessu svæði á morgun. Meira »

Kynjahlutföll ólögleg í ellefu tilvikum

09:30 Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu tilvikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlutfall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Meira »

Óvissa hjá starfsmönnum Spalar

08:55 Starfsmenn Spalar hafa staðið í bréfaskriftum við samgönguráðuneytið og óskað eftir svörum um hvað taki við þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar síðsumars 2018. Meira »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minni háttar höfuðáverkum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

06:59 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...