Plastið getur smitað

Það er ekki sama úr hverju er drukkið. Sumir brúsar …
Það er ekki sama úr hverju er drukkið. Sumir brúsar úr plasti smita efnum yfir í drykkinn sem í þeim er.

Efni úr plastumbúðum utan um matvöru og drykki geta smitast yfir í matvælin og þannig geta fjölmörg efni, sum skaðleg, komist í snertingu við matvæli.

Þetta sýnir ný rannsókn Erlu Ránar Jóhannsdóttur, sem hún vann til MS-gráðu í matvælafræði við HÍ, og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Erla Rán rannsakaði smit úr ólíkum tegundum drykkjarbrúsa úr plasti með því að setja í þá blöndu kranavatns og metanóls, sem hefur svipaða virkni á plastið í brúsanum og súrir íþróttadrykkir. Eftir sólarhring í stofuhita höfðu efni úr plasti brúsanna smitast í vökvann í tíu af þeim 16 brúsum sem voru notaðir í rannsókninni. Sum efnin var ekki hægt að greina, en þau helstu sem fundust voru fenól, asetamíð og bensamíð sem eru mýkingarefni, litarefni, blek, sveppa- og bakteríudrepandi efni og leysiefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert