Furðan alltaf til staðar í sagnahefðinni

Furðusagnahöfundurinn Alexander Dan er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.
Furðusagnahöfundurinn Alexander Dan er einn skipuleggjenda hátíðarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Sameiginlegt einkenni [furðusagna] er að á einhverjum tímapunkti fær raunveruleikinn að víkja; náttúrulögmál eru brotin með göldrum eða vísindum eða eitthvað ónotalegt læðist inn- eitthvað sem ekki er eðlilegt,“ segir Alexander Dan Vilhjálmsson, einn skipuleggjenda Icecon furðusagnahátíðarinnar á Íslandi 2016.

Nördumst aðeins saman,“ sagði m.a. í fréttatilkynningu sem skipulagshópur Icecon, furðusagnahátíðar á Íslandi 2016, sendi fjölmiðlum síðsumars og gaf upp stað og stund fyrir nördaháttinn. Markmiðið var að smala saman hópi áhugafólks um furðumenningu; fantasíur, vísindaskáldsögur, hrollvekjur og allt þar á milli auk þess að kynna hátíðina, sem nú styttist óðum í.

„Þetta er allt að smella saman,“ segir Alexander Dan Vilhjálmsson, furðusagnahöfundur og einn skipuleggjenda hátíðarinnar, þeirrar fyrstu sinnar tegundar á Íslandi að hans sögn. „Hátíðahöldin standa yfir frá föstudegi til sunnudagskvölds og þegar hafa 115 manns skráð sig til leiks. Íslendingar nokkurn veginn til jafns við þátttakendur frá öðrum löndum á Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum, og konur til jafns við karla.“

Pallborðsumræður og grímuball

Hátíðin verður haldin í Iðnó og miðast dagskráin að miklu leyti við furðusagnabókmenntir auk þess sem boðið verður upp á umræður um önnur efni eða listgreinar sem tengjast furðumenningu. Meðal dagskrárliða eru pallborðsumræður, viðtöl og grímuball auk þess sem settir verða upp sölu- og kynningarbásar. Heiðursgestir hátíðarinnar eru rithöfundarnir Elizabeth Bear frá Bandaríkjunum og Karin Tidbeck frá Svíþjóð.

Þótt furðumenning sé nýyrði segir Alexander furðuna alla tíð hafa verið til staðar í sagnahefð Íslendinga og þjóðsögunum og ennþá eiga erindi. „Furðumenning er víðtækt hugtak sem á ensku er kallað fandom og er viðhaft um samfélag aðdáenda furðusagna, svokallaðra „sci-fi“ og „fantasy“ bókmennta, sem eru býsna yfirgripsmiklar. Við vildum þýða konseptið yfir á íslensku og gera furðumenningu að nokkurs konar samheiti yfir fyrirbærið, allt frá draugum og forynjum til geimvera og stjörnustríða. Og ekki bara í bókum heldur líka í teiknimyndum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum, myndlist og tónlist.“

Í rauninni er Alexander á því að furðumenningin sé alltumlykjandi í öllum listgreinum og kimum samfélagsins úti um allan heim. „Sameiginlegt einkenni er að á einhverjum tímapunkti fær raunveruleikinn að víkja; náttúrulögmál eru brotin með göldrum eða vísindum eða eitthvað ónotalegt læðist inn, eitthvað sem ekki er eðlilegt,“ útskýrir hann.

Spurður hvort slíkt samfélag aðdáenda furðusagna samanstandi mestmegnis af ungu fólki segir hann flesta vera á þrítugsaldri, en líka miklu eldri, t.d. séu einhverjir á sjötugsaldri búnir að boða komu sína á hátíðina.

Jaðarbókmenntir?

Sjálfur hefur Alexander lifað og hrærst í furðumenningunni um alllangt skeið. Fyrir tveimur árum sendi hann frá sér skáldsöguna Hrímland, sögu þar sem nútíminn rennur saman við furðusagnaheiminn. „Með furðusagnahátíðinni viljum við, aðstandendur hennar, hefja bókmenntagreinina til vegs og virðingar.“

Hann og félagar hans í nefndinni vilja meiri umræður á opinberum vettvangi og að bækurnar séu gagnrýndar og greindar á við bókmenntir af öðru tagi, bæði bækur ætlaðar fullorðnum sem og barnabækur. „Við viljum ýta undir að hér myndist samfélag kringum þessa tegund bókmennta, gefa henni aukið vægi svo hún vaxi og dafni. Furðusagnir teljast varla jaðarmenning lengur, enda hefur dægurmenningin fyrir löngu tekið við sér og að hluta til eignað sér þær. Núna þykir til dæmis enginn nörd þótt hann geti þulið upp úr sér alls konar ítarefni úr Star Trek.“

Hugmyndina að hátíðinni um helgina fengu hann og nokkrir félagar þegar þeir sátu furðusagnaráðstefnu á Álandseyjum í fyrra. „Þátttakendur voru mjög forvitnir um furðumenningu á Íslandi og gerðu sér far um að kynnast okkur. Margir létu í ljós vilja til að mynda tengsl inn í íslenska furðumenningu og hvöttu okkur til að efna til ráðstefnu á Íslandi með svipuðu sniði og þessa á Álandseyjum.“

Vettvangur til að sameina hópa

Alexander segir tíu manna skipulagsnefndina ekki endilega harðasta kjarnann í íslenska furðusagnaheiminum, heldur einfaldlega fólk sem varð við áskorunum erlendis frá og lét til skarar skríða. Innan furðumenningarinnar séu margir og ólíkir hópar með mismunandi áherslur, einn á teiknimyndasögum, annar á larp, eins og hann kallar hlutverkaleiki, og svo mætti lengi telja.

„Milli þessara hópa eru ekki nógu mikil tengsl. Okkur langar til að búa til öflugan vettvang til að sameina hópana, byggja brú á milli landa, og er hátíðin liður í þeirri viðleitni,“ segir hann og upplýsir að á sambærilegum hátíðum erlendis sé hefð fyrir grímuballi.

„Þótt ég þekki ekki mikið til hópa fólks sem kemur saman og klæðir sig upp í búninga furðusagnahetja, finnst mér slíkt spennandi og því upplagt að efna til grímuballs í tengslum við hátíðina. Einnig vel við hæfi því hrekkjavakan er á næsta leiti,“ segir Alexander og upplýsir að forsprakkar hátíðarinnar stefni á að halda Icecon 2018 og að fá þá breiðan hóp fólks til að koma að undirbúningnum.

Heiðursgestir hátíðarinnar

Elizabeth Bear frá Bandaríkjunum hefur skrifað fjölda fantasía og vísindaskáldsagna, þ.á m. þríleikina The Edda of Burdens og Eternal Sky. Hún hefur hlotið John W. Campbell bókmenntaverðlaunin, Locus verðlaunin og Hugo verðlaun fyrir bækur sínar.

Karin Tidbeck frá Svíþjóð gaf út sína fyrstu bók 2010, en hún er þekktust fyrir frumlegar smásögur sem lýst hefur verið sem „weird“ eða „new weird“ og íslenskt áhugafólk um furðusagnir hefur þýtt sem nýfurðu. Tidbeck hlaut Crawford bókmenntaverðlaunin 2013 fyrir smásagnasafnið Jagannath.

Nánari upplýsingar:www.icecon2016.wordpress.com. Fyrirspurnir sendist til icecon2016@gmail.com

Furðan tekur á sig margar myndir.
Furðan tekur á sig margar myndir. Ljósmynd/Wikipedia
Furðusagnir speglast í hlutverkaleikjum, teiknimyndasögum, tónlist, myndlist og alls konar ...
Furðusagnir speglast í hlutverkaleikjum, teiknimyndasögum, tónlist, myndlist og alls konar dægurmenningu.
Ísland hefur verið umsetið furðunni um ár og aldir. Guðbrandskort ...
Ísland hefur verið umsetið furðunni um ár og aldir. Guðbrandskort er dagsett árið 1585.
Karin Tidbeck frá Svíþjóð gaf út sína fyrstu bók 2010.
Karin Tidbeck frá Svíþjóð gaf út sína fyrstu bók 2010.
Elizabeth Bear frá Bandaríkjunum hefur skrifað fjölda fantasía og vísindaskáldsagna.
Elizabeth Bear frá Bandaríkjunum hefur skrifað fjölda fantasía og vísindaskáldsagna.
Tröll koma við sögu í Síðasta bænum í dalnum frá ...
Tröll koma við sögu í Síðasta bænum í dalnum frá 1950.
Furðusagnir speglast í hlutverkaleikjum, teiknimyndasögum, tónlist, myndlist og alls konar ...
Furðusagnir speglast í hlutverkaleikjum, teiknimyndasögum, tónlist, myndlist og alls konar dægurmenningu
Tröll koma við sögu í Síðasta bænum í dalnum frá ...
Tröll koma við sögu í Síðasta bænum í dalnum frá 1950.

Innlent »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...