Nýtt leyfi fyrir Þeistareykjalínu 1

Landsnet hefur fengið leyfi til framkvæmda á Bakka.
Landsnet hefur fengið leyfi til framkvæmda á Bakka.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur falið skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1.

Stjórnin samþykkti tillögu og bókun skipulags- og umhverfisnefndar Þingeyjarsveitar á sveitarstjórnarfundi um málið í gærkvöldi og samþykkti umsókn Landsnets vegna Þeistareykjalínu 1.

Á fundi sveitarstjórnarinnar voru lögð fram ítarlegri gögn en áður í tengslum við málsmeðferð umsóknar um framkvæmdaleyfið.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins fyrir Þeistareykjalínu fyrir tveimur vikum.

Í úrskurði nefndarinnar kom fram að hún teldi sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ekki hafa í öllu gætt að ákvæðum skipulagslaga, náttúruverndarlaga og eftir atvikum stjórnsýslulaga. Því hefði verið óhjákvæmilegt að ógilda framkvæmdaleyfið.

Frétt mbl.is: Reikna með að málið verði tekið fyrir að nýju 

Úrsk­urður­inn fól í sér að Landsnet gat ekki haldið áfram fram­kvæmd­um á línu­leið Þeistareykjalínu, sem ligg­ur frá Þeistareykja­virkj­un að Bakka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert