Niðurfærsla upp á 11,6 milljarða

PCC á Bakka.
PCC á Bakka. mbl.is/​Hari

Hluthafar Bakkastakks, sem heldur utan um eignarhlut Íslandsbanka og lífeyrissjóða í kísilveri PCC á Bakka, hafa fært niður hlutafé og skuldbreytt lánum sínum til félagsins. Niðurfærsla skuldabréfa og hlutafjár nemur 11,6 milljörðum. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag.

Fjárhagslega endurskipulagningin kom til vegna uppsafnaðs taps. Þá hefur mat eigna lækkað í kjölfar faraldurs, rekstrarerfiðleika og tímabundinnar lokunar. Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu, sem heldur um rekstur Bakkastakks, segir í samtali við Markaðinn skuldbreytinguna hafa verið til að endurspegla betur þær breytingar sem hafa orðið á eignahliðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK