Mega heita Korri, Lalíla og Vídó

Stúlkunni mega nú heita Elizabet, Gabriela eða Lalíla, en ekki …
Stúlkunni mega nú heita Elizabet, Gabriela eða Lalíla, en ekki Thalía samkvæmd nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar. Kristinn Ingvarsson

Drengir mega nú, samkvæmt nýjum úrskurðum mannanafnanefndar sem birtir hafa verið á heimasíðu innanríkisráðuneytisins, heita Þrymir, Reynarð, Korri, Hector.

Stúlk­ur mega þá bera nöfnin Lalíla, Gabriela og Elizabet og fæst síðastnefnda nafnið samþykkt þrátt fyrir að zeta sé ekki lengur í íslensku stafrófi á þeim grundvelli að nafnið komi fyrir í níu manntölum frá árabilinu 1703-1920.

Stúlkur mega hins vegar ekki bera nafnið Thalía

Mannanafnanefnd heimilaði sömuleiðis millinafnið Vídó á þeim grundvelli að þó nafnið uppfylli ekki almenn skilyrði mannanafnalaga um millinöfn, þá séu slík nöfn heimil þegar einhver ættingi hafi áður borið nafnið sem eignnafn eða millinafn. Í þessu tilfelli sé óumdeilt að nafnið hafi verið notað í fjölskyldunni.

Þá fellst mannanafnanefnd á kenninafnið Pálsdóttir, vegna beiðni um að eiginnafnið Pawel sé lagað að íslensku máli og verði þar með Pálsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert