Kannast ekki við gagnrýni á Katrínu

Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru ...
Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru gestir hjá Helga Seljan í þættinum Vikulokin á Rás 1.

Það kom Theódóru S. Þorsteinssdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar og Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, á óvart að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og  Samfylkingar sl. miðvikudag. Þetta kom fram í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan á Rás 1 í morgun.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir það hins vegar ekki hafa komið sér á óvart að slitnað hafi upp úr stjórnarmyndunarviðræðum í undanfarin tvö skipti og það hafi heldur ekki komið þeim sem hún hefur rætt við á óvart. „Þetta var fyrirsjáanlegt og forsetinn var búinn að benda á að það gæti orðið flókið að mynda stjórn,“ sagði hún.

„Við erum í þessu af heilum hug og það kom mér á óvart í bæði skiptin að það skyldi slitna svona fljótt upp úr, því mér fannst þetta ganga vel,“ segir Theódóra og kveðst telja að í fyrra skiptið hafi viðræðum verið slitið vegna veiks meirihluta og að í síðara skipti hafi mögulega ekki verið nægur vilji allra flokka til að halda vinnunni áfram.

Læstust í tæknilegum útfærslum á síðustu metrunum

„Mér fannst skorta vilja manna til að vinna nokkra klukkutíma í viðbót, það var ekkert farið að reyna á að ná málamiðlunum,“ sagði Logi og bætir við: „Ég held það sé gott að þetta sé svona flókið því samfélagið er flókið.“ Stjórnmál eigi að vera list þess sem áður var talið ómögulegt en hægt er að koma í framkvæmt.

„Mér finnst við læsa okkur of mikið í tæknilegum útfærslum á fyrstu metrunum,“ útskýrði hann. Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, hefði hins vegar verið meiri sæmd af því að gefa upp raunverulega ástæðu þess að Viðreisn sleit viðræðunum. Er Helgi spurði hver ástæðan hefði verið, kvaðst hann ekki vita það. „En ástæðan sem var gefin upp var ekki raunveruleg. Það var ekki farið að ræða skattamál þegar viðræðunum var slitið og við vissum öll að VG væri hlynnt hækkun skatta þegar við hófum viðræðurnar.“

Þykir alltaf vænt um Framsókn

Hvorki Logi né Theódóra könnuðust við gagnrýni á Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í morgun. „Þessi fréttaskýring er óralangt frá minni upplifun. Þetta er tilraun að ég held til að hafa áhrif á leikinn,“ sagði Logi og Theódóra samsinnti því að hún hefði ekki heyrt af þessari hörðu gagnrýni á Katrínu.

Logi kvaðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af að ekki takist að mynda stjórn. „En það gæti tekið tíma. Málefni flokkanna gera þetta erfiðara og nú er það þriðja breytan að það blasir við stjórnarkreppa og þá þurfa allir flokkar að slaka á sínum kröfum. Það er bara spennandi.“

Spurð hvernig stjórn þeim hugnist, kvaðst Logi gjarnan vilja fá einn dag í viðbót fyrir flokkana fimm sem slitu viðræðum sínum á miðvikudag til að ræða málin. „Annars þykir mér alltaf vænt um Framsókn og tengsl flokksins við velferðarmálin þótt við séum ekki sammála um stóru málin.“

Eygló sagði að sjálf ætti hún auðvelt með að ná saman með Bjartri framtíð og Samfylkingu í velferðarmálum. „En við byrjum ekki á að útiloka neinn,“ sagði hún. „Ég hef starfa með stjórnmálaflokki sem hefur ekkert alltaf verið á minni línu og tel með hafa náð ágætum árangri þrátt fyrir það.“ Hún hafi sömuleiðis átt í góðu samstarfi við fólk í Viðreisn þó hún sé ekki endilega alltaf sammála þeim.  „Tilfinning mín er sú að í öllum flokkum er fólk sem ég gæti unnið með og við erum of fljót að útiloka.“

Aðrir flokkar verða að svara fyrir Sigmund

Theódóra tók í sama streng. „Hugmyndafræðilega þá stend ég kannski lengst frá VG, en vil ekki útiloka það. Mig langar að ná breiðri sátt og þá þurfa allri að gefa eftir,“ sagði hún og bætti við að sér þætti t.d. ekkert ólíklegt að ná Sjálfstæðisflokki, VG og miðjuflokkunum saman.

Helgi ýtti fast á Eygló að svara varðandi stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, innan flokksins og hvort það þrengi ekki stöðuna að aðrir flokkar séu ófúsir að vinna með honum eða að sjá hann setjast í ríkisstjórn. „Það verða aðrir flokkar að svara þessu,“ sagði Eygló.

Og Theódóra bætti við að ekki væri hægt að horfa fram hjá umræðunni út á við – að kosið hefði verið í nú í haust vegna aðkomu Sigmundar að Panamaskjölunum. „En það eru allir flokkar með sitt og við verðum að ýta því frá okkur og máta okkur við málefnin.“

mbl.is

Innlent »

Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag

14:09 Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag vegna veðurs. Þetta segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við mbl.is. „Það er mjög slæmt í sjóinn á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar,“ segir Ólafur en ákvörðunin um að ekki yrði siglt í dag var tekin fyrir skemmstu. Meira »

Strætó útaf við Hvalfjarðargöngin

13:52 Strætó fór útaf veginum við Hvalfjarðargöngin laust fyrir klukkan 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var vagninn á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur og nýkominn úr Hvalfjarðargöngunum með tíu farþega innanborðs þegar hann fór út af skammt frá Blikdalsá. Meira »

Gætu gripið til vegalokana

13:39 Hugsanlega verður gripið til vegalokana á meðan versta veðrið gengur yfir undir Eyjafjöllum og í Öræfum í dag. Þetta segir Skúli Þórðarson, yfirmaður vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Von er á slyddu eða snjókomu hjá Reynisfjalli og hviður verða allt að 35 til 40 m/s frá klukkan þrjú til miðnættis. Meira »

Sérfræðingar vöruðu Sigríði við

13:28 Sérfræðingar í dóms- og fjármálaráðuneytinu vöruðu Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra við því að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt þyrfti hún að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Meira »

Rafmagnslaust í Laugardalnum

13:23 Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Laugardal og er unnið að viðgerð. Bilunin er í póstnúmeri 104 og eru umferðarljós m.a. óvirk á svæðinu af þessum sökum. Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar. Meira »

„Það var engu lofað“

13:05 Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta hjá Glitni, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun. Hann sagðist ekki hafa haft bein afskipti af störfum undirmanna sinna sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun. Þá hefði hann engin loforð fengið frá lögreglu um að sleppa við ákæru í málinu. Meira »

Söfnuðu 1,3 milljónum fyrir Hjartavernd

11:46 Krónan og Hamborgarafabrikkan stóðu fyrir söfnun þar sem 1,3 milljónir króna söfnuðust til handa Hjartavernd.   Meira »

Grunaður um að hafa brotið gegn börnum

12:38 Karlmaður á sextugsaldri var síðastliðinn föstudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Jafnvel er talið að maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum. Meira »

Horfið frá samráði með breytingunni

11:28 Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp sem endurskoða átti búvörusamninga og skipa þess í stað nýjan samráðshóp sem er tæplega helmingi fámennari. Meira »

Sérstakur í keppni í sakfellingum

11:25 Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformaður Glitnis, sagði fyrir Héraðdómi Reykjavíkur í morgun að embætti sérstaks saksóknara væri í einskonar keppni í sakfellingum og byggi til nýjar túlkanir á því sem hefðu verið almennir starfshættir í íslensku viðskiptalífi. Meira »

„Ætlum að hætta að vera dicks“

11:17 „Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnálaflokkanna í morgun þar sem metoo byltingin var til umræðu. Meira »

„Þú ættir að tala við pabba þinn“

10:51 „Byltingin hefur valdið ótrúlegri hugarfarsbreytingu á skömmum tíma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmálaflokkanna í morgun. Yfirskrift fundarins var #metoo: Hvað svo? Meira »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...