Stuttur tími til stefnu

Næsti fundur í kjaradeilu kennara hjá ríkissáttasemjara er á morgun.
Næsti fundur í kjaradeilu kennara hjá ríkissáttasemjara er á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næsti fundur í kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara er á morgun kl. 13. Í dag var vinnufundur hjá samninganefndunum í tvennu lagi. 

„Við erum alltaf að vinna á fullu að ná þessu saman, reikna og velta upp málunum. Tíminn er naumur og við reynum að vinna að þessu á fullu,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. 

Margir grunnskólakennarar líta til mánaðamóta og segja að samningur verði að vera kominn fyrir þann tíma.  

Kennarar munu ganga út kl. 12.30 á miðvikudaginn ef ekki verður búið að semja. 

Frétt mbl.is: Ætla að ganga út á há­degi á miðviku­dag

Síðasti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara var í gær. 

Ólafur segir andrúmsloft hjá kennurum vera sérstakt. „Það er hugur í fólki en það er líka þungt yfir því yfir stöðunni.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert