„Myndi aldrei leggja svoleiðis á fólk“

Tinna er blend­ing­ur af dvergschnauzer og míní­púðlu. Mik­ill fjöldi fólks …
Tinna er blend­ing­ur af dvergschnauzer og míní­púðlu. Mik­ill fjöldi fólks hef­ur tekið þátt í leit­inni að Tinnu, sem týnd­ist í Reykja­nes­bæ dag­inn fyr­ir gaml­árs­dag. Ljósmynd/Andrea

Leitin að hundinum Tinnu gengur ekki nógu vel, segir Andrea Björnsdóttir, eigandi hennar. Hún hefur verið týnd síðan daginn fyrir gamlársdag en fjöldi fólks hefur tekið þátt í leitinni.

„Þetta gengur ekki nógu vel. Ég var að koma heim, er búin að vera síðan tvö í gærdag að leita,“ segir Andrea í samtali við mbl.is, en eigendur Tinnu, Andrea og Ágúst Ævar Guðbjörns­son, hafa leitað að Tinnu dag og nótt undanfarna daga og auglýst fundarlaun upp á 300.000 krónur.

„Við settum upp búr með mat þar sem hún átti að hafa sést, síðan var ég í alla nótt að fylgjast með búrinu. Seinna kom í ljós að þetta var gabb, það var strákur að plata okkur.“

Á heimasíðu Víkurfrétta kemur fram að þau Andrea og Ágúst séu að vinna að snjallsímaforriti sem hjálpar hundaeigendum að leita að týndum hundum. Andrea segir fráleitt að leitin að Tinnu sé notuð sem auglýsingabrella fyrir hið væntanlega forrit.

Nei, Guð minn góður. Ég myndi aldrei leggja svoleiðis á fólk. Auk þess er þetta frítt app og við erum ekki að fá neitt út úr því. Þetta er bara til að hjálpa fólki og við myndum aldrei auglýsa það svona,“ segir Andrea en hún bendir á að þau hafi unnið með hundasamfélaginu lengi.

Ráðþrota og úrvinda

„Ég á einn hund og hún var mitt aðaláhugamál. Ég fór snemma inn í hundasamfélagið og tók eftir því að það vantaði upplýsingasíðu fyrir hundaeigendur. Ég hafði samband við stjórnendur síðunnar og við settum upp síðuna hundasamfelagid.is.

Eftir að hún var klár langaði Guðfinnu [Kristinsdóttur, meðstofnanda hundasamfélagsins] að gera app fyrir týnda hunda. Hún tók saman að það voru yfir þúsund hundar sem týndust á síðasta ári. Yfirleitt finnast þeir eftir nokkra klukkutíma vegna þess að fólk fer strax að leita og leitarsvæðið er svo lítið,“ segir Andrea.

Í hennar tilfelli hafi þó langur tími liðið frá því Tinna týndist, þar til leit hófst. 

Við erum eiginlega orðin ráðþrota og ég er úrvinda.

Fréttir mbl.is:

Reykja­nes­bú­ar virk­ir í leit­inni að Tinnu

„Snort­in yfir því hvað fólk er gott“

Bjóða 200 þúsund í fund­ar­laun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert