Gæslan við Polar Nanoq: Myndskeið

Landhelgisgæslan tók myndir af því þegar farið var um borð í togarann Polar Nanoq í vikunni. Veður var slæmt, vindhraðinn 40-50 hnútar og ölduhæð 6-8 metrar. Þá gekk á með dimmum éljum. Mikil hreyfing var á skipinu og aðstæður til hífinga því mjög erfiðar, að sögn áhafnar þyrlunnar.

Í myndskeiðum sem Landhelgisgæslan hefur sent frá sér og mbl.is hefur sett saman í eitt myndskeið sem er meðfylgjandi má sjá aðstæður sem voru á vettvangi. Eru þau tekin úr þyrlunni og sýna togarann. 

Gæslan fór á miðvikudaginn með lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjórans um borð í Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Sér­sveit­ar­menn­irn­ir fóru um borð í skipið úr þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-LÍF.  Tóku þeir yfir stjórn skipsins og var því í kjölfarið siglt til hafnar í Hafnarfirði. Þá voru tveir menn handteknir í aðgerðum lögreglunnar, en þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 

Þriðji maðurinn var einnig handtekinn, en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Fjórði skipverjinn var svo handtekinn eftir að skipið kom í land og í ljós kom að 20 kíló af hassi voru falin um borð.

Þyrlan á flugi yfir Polar Nanoq.
Þyrlan á flugi yfir Polar Nanoq. Skjáskot/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert