Ríkisstjórnin stýrir öllum nefndunum

Formennirnir átta eru allir stjórnarliðar.
Formennirnir átta eru allir stjórnarliðar. Ljósmyndir/Alþingi

Enginn stjórnarandstöðuflokkur fer með formennsku í átta fastanefndum Alþingis. Þetta er ljóst eftir formannskjör innan nefndanna í morgun og gærmorgun. Þvert á móti eru sex formenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, einn úr röðum Viðreisnar og einn frá Bjartri framtíð.

Þegar litið er nánar yfir formennina má sjá að þeir skiptast jafnt eftir kyni. Elstur þeirra er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir Suðurkjördæmi, fæddur árið 1954.

Yngsti formaðurinn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, flokkssystir Páls úr Reykjavíkurkjördæmi norður, fædd árið 1990.

Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi eiga tvo formenn hvort um sig. Hin fjögur kjördæmin eiga svo einn formann hvert.

Byggt sé á hlutfallslegum þingstyrk

Í lögum um þingsköp segir að tillaga um skipun nefndanna skuli byggjast á hlutfallslegum þingstyrk flokkanna.

Nánar tiltekið er í 14. grein laganna kveðið á um kosningu fastanefnda, þar sem segir að formenn þingflokka skuli á þingsetningarfundi leggja fram tillögu um skipun nefndanna.

Tillagan skal byggjast á hlutfallslegum þingstyrk flokkanna og miðast við heildarfjölda nefndarsæta, annars vegar í fastanefndum og hins vegar í alþjóðanefndum,“ segir í ákvæðinu, en stjórnarflokkarnir hafa á að skipa 32 þingmönnum, aðeins einum fleiri en stjórnarandstaðan.

Birgir Ármannsson sagði samkomulag ekki hafa náðst við stjórnarandstöðuna.
Birgir Ármannsson sagði samkomulag ekki hafa náðst við stjórnarandstöðuna. mbl.is/Golli

„Teygðu sig mjög langt“

Eins og áður hefur verið greint frá, náðist þó ekki samkomulag á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um formennsku í nefndunum átta. Var því kosið um embætti formanna og tveggja varaformanna, á fundi hverrar nefndar.

„Stjórn­ar­flokk­arn­ir teygðu sig mjög langt til stjórn­ar­and­stöðunn­ar um helg­ina, en þeim líkaði ekki hvernig við sáum þetta fyr­ir okk­ur, svo það varð ekki úr þetta heild­ar­sam­komu­lag,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is í gær.

Bætti hann við að rétt væri að halda því til haga, að sam­komu­lag hefði náðst um skip­an formanna í átta alþjóðanefnd­um þings­ins, þar sem hlut­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar yrði meiri en tíðkast hefði til þessa.

Frétt mbl.is: Gætu haft formennsku í öllum fastanefndum

Stjórnarflokkarnir höfðu lýst því sjónarmiði, að rétt væri að stjórnarandstaðan …
Stjórnarflokkarnir höfðu lýst því sjónarmiði, að rétt væri að stjórnarandstaðan hefði tvo formenn af átta. mbl.is/Styrmir Kári

„Rýrt í roðinu og klént“

Stjórnarandstaðan hafði tvo formenn af átta í nefndunum á síðasta kjörtímabili. Þótti það í samræmi við þáverandi þingstyrk, en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði 38 þingmenn í sínum röðum, gegn 25 þingmönnum stjórnarandstöðu.

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, fór þá fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiddi velferðarnefnd.

Núverandi stjórn­ar­flokk­ar höfðu fyrr á þessu ári lýst því sjón­ar­miði, að þeir teldu eðli­legt að þeir fengju for­mennsku í sex þing­nefnd­um, Sjálf­stæðis­flokk­ur í fimm þeirra, Viðreisn í einni og loks stjórn­ar­andstaðan í tveim­ur.

Það fannst stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um vera rýrt í roðinu og klént, eins og Birgitta Jóns­dótt­ir, formaður þing­flokks Pírata, orðaði það þá.

Frétt mbl.is: Engin sátt um formennsku í þingnefndum

Birgitta gagnrýnir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins.
Birgitta gagnrýnir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Hægt að skipta um formenn nefnda

Birgitta hefur sömuleiðis gagnrýnt sitjandi ríkisstjórn fyrir að ljá ekki stjórnarandstöðunni formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Í pontu Alþingis í morgun sagði hún það ekki að ástæðulausu að nefnd­in hefði verið sett á lagg­irn­ar. Það hefði verið ákveðið í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2008 og skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

„Þá var það lagt til að for­mennska þess­ar­ar nefnd­ar yrði hjá stjórn­ar­and­stöðu, þar sem í því fæl­ist meðal ann­ars mögu­leiki fyr­ir Alþingi til að tryggja sjálf­stæði sitt gagn­vart fram­kvæmda­vald­inu,“ sagði Birgitta og bætti við að stórfurðulegum vinnu­brögðum Sjálf­stæðis­flokks­ins væri um að kenna, að svo háttaði ekki nú.

Frétt mbl.is: „Stórfurðuleg vinnubrögð“

Ekki er þó loku fyrir það skotið að formennska í fastanefndunum skipti um hendur að svo komnu. Segir í þingskapalögum að nefnd geti hvenær sem er kosið að nýju formann eða varaformenn, ef fyrir liggur beiðni meirihluta nefndarmanna. Fellur þá fyrri kosning úr gildi.

mbl.is