Ríkisstjórnin stýrir öllum nefndunum

Formennirnir átta eru allir stjórnarliðar.
Formennirnir átta eru allir stjórnarliðar. Ljósmyndir/Alþingi

Enginn stjórnarandstöðuflokkur fer með formennsku í átta fastanefndum Alþingis. Þetta er ljóst eftir formannskjör innan nefndanna í morgun og gærmorgun. Þvert á móti eru sex formenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, einn úr röðum Viðreisnar og einn frá Bjartri framtíð.

Þegar litið er nánar yfir formennina má sjá að þeir skiptast jafnt eftir kyni. Elstur þeirra er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir Suðurkjördæmi, fæddur árið 1954.

Yngsti formaðurinn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, flokkssystir Páls úr Reykjavíkurkjördæmi norður, fædd árið 1990.

Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi eiga tvo formenn hvort um sig. Hin fjögur kjördæmin eiga svo einn formann hvert.

Byggt sé á hlutfallslegum þingstyrk

Í lögum um þingsköp segir að tillaga um skipun nefndanna skuli byggjast á hlutfallslegum þingstyrk flokkanna.

Nánar tiltekið er í 14. grein laganna kveðið á um kosningu fastanefnda, þar sem segir að formenn þingflokka skuli á þingsetningarfundi leggja fram tillögu um skipun nefndanna.

Tillagan skal byggjast á hlutfallslegum þingstyrk flokkanna og miðast við heildarfjölda nefndarsæta, annars vegar í fastanefndum og hins vegar í alþjóðanefndum,“ segir í ákvæðinu, en stjórnarflokkarnir hafa á að skipa 32 þingmönnum, aðeins einum fleiri en stjórnarandstaðan.

Birgir Ármannsson sagði samkomulag ekki hafa náðst við stjórnarandstöðuna.
Birgir Ármannsson sagði samkomulag ekki hafa náðst við stjórnarandstöðuna. mbl.is/Golli

„Teygðu sig mjög langt“

Eins og áður hefur verið greint frá, náðist þó ekki samkomulag á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um formennsku í nefndunum átta. Var því kosið um embætti formanna og tveggja varaformanna, á fundi hverrar nefndar.

„Stjórn­ar­flokk­arn­ir teygðu sig mjög langt til stjórn­ar­and­stöðunn­ar um helg­ina, en þeim líkaði ekki hvernig við sáum þetta fyr­ir okk­ur, svo það varð ekki úr þetta heild­ar­sam­komu­lag,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is í gær.

Bætti hann við að rétt væri að halda því til haga, að sam­komu­lag hefði náðst um skip­an formanna í átta alþjóðanefnd­um þings­ins, þar sem hlut­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar yrði meiri en tíðkast hefði til þessa.

Frétt mbl.is: Gætu haft formennsku í öllum fastanefndum

Stjórnarflokkarnir höfðu lýst því sjónarmiði, að rétt væri að stjórnarandstaðan ...
Stjórnarflokkarnir höfðu lýst því sjónarmiði, að rétt væri að stjórnarandstaðan hefði tvo formenn af átta. mbl.is/Styrmir Kári

„Rýrt í roðinu og klént“

Stjórnarandstaðan hafði tvo formenn af átta í nefndunum á síðasta kjörtímabili. Þótti það í samræmi við þáverandi þingstyrk, en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði 38 þingmenn í sínum röðum, gegn 25 þingmönnum stjórnarandstöðu.

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, fór þá fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiddi velferðarnefnd.

Núverandi stjórn­ar­flokk­ar höfðu fyrr á þessu ári lýst því sjón­ar­miði, að þeir teldu eðli­legt að þeir fengju for­mennsku í sex þing­nefnd­um, Sjálf­stæðis­flokk­ur í fimm þeirra, Viðreisn í einni og loks stjórn­ar­andstaðan í tveim­ur.

Það fannst stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um vera rýrt í roðinu og klént, eins og Birgitta Jóns­dótt­ir, formaður þing­flokks Pírata, orðaði það þá.

Frétt mbl.is: Engin sátt um formennsku í þingnefndum

Birgitta gagnrýnir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins.
Birgitta gagnrýnir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Hægt að skipta um formenn nefnda

Birgitta hefur sömuleiðis gagnrýnt sitjandi ríkisstjórn fyrir að ljá ekki stjórnarandstöðunni formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Í pontu Alþingis í morgun sagði hún það ekki að ástæðulausu að nefnd­in hefði verið sett á lagg­irn­ar. Það hefði verið ákveðið í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2008 og skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

„Þá var það lagt til að for­mennska þess­ar­ar nefnd­ar yrði hjá stjórn­ar­and­stöðu, þar sem í því fæl­ist meðal ann­ars mögu­leiki fyr­ir Alþingi til að tryggja sjálf­stæði sitt gagn­vart fram­kvæmda­vald­inu,“ sagði Birgitta og bætti við að stórfurðulegum vinnu­brögðum Sjálf­stæðis­flokks­ins væri um að kenna, að svo háttaði ekki nú.

Frétt mbl.is: „Stórfurðuleg vinnubrögð“

Ekki er þó loku fyrir það skotið að formennska í fastanefndunum skipti um hendur að svo komnu. Segir í þingskapalögum að nefnd geti hvenær sem er kosið að nýju formann eða varaformenn, ef fyrir liggur beiðni meirihluta nefndarmanna. Fellur þá fyrri kosning úr gildi.

mbl.is

Innlent »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Segir sínar sögur síðar

20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Lögunum lekið á netið

18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Árið hlýtt og hagstætt

16:20 Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari ársins 2017, sem gefin var út í morgun. Febrúar og maí voru óvenjuhlýir og sömu sögu er að segja um haustið, sem var milt. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Ráðherra gaf Íslendingasögurnar

16:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. Meira »

Nálgunarbann fyrir svívirðingar

16:12 Konu hefur verið gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sínum, en úrskurður héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti í gær. Er henni bannað að koma nær heimili mannsins en 100 metra. Stendur fólkið nú í forræðisdeilu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
Flugskýli til leigu
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...