220 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Útskriftarhópurinn í Hörpu í dag.
Útskriftarhópurinn í Hörpu í dag. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

220 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 163 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi og 56 úr meistaranámi.

Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild háskólans, eins og fyrri ár, eða 84 nemendur, þar af 18 með meistaragráðu, að því er segir í tilkynningu frá skólanum.

72 nemendur útskrifuðust úr tölvunarfræðideild, þar af fjórir með meistaragráðu. Viðskiptadeild útskrifaði 44 nemendur, þar af 21 með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu. Lagadeild útskrifaði 20 nemendur, þar af 13 með meistaragráðu.

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, veitti verðlaun VÍ fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi.

Þau hlutu að þessu sinni: Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir, BSc í viðskiptafræði; Marta Bryndís Matthíasdóttir, BA í lögfræði; Fanney Sigurðardóttir, BSc í tölvunarfræði og Hákon Valur Dansson, BSc í hátækniverkfræði.

Útskrifarhópurinn í tölum:

Lagadeild

Grunnnám 7, meistaranám 13

Tækni- og verkfræðideild

Grunnnám 66, meistaranám 18

Tölvunarfræði

Grunnnám 68, meistaranám 4

Viðskiptadeild

Grunnnám 22, meistaranám 21, doktorsnám 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert