Hefur tekist að stýra umræðunni

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Rutte er sigurvegari kosninganna í þeim skilningi að flokkur hans heldur velli sem stærsti flokkurinn. Hins vegar er ríkisstjórnin náttúrulega fallin. En það er ekki auðvelt að útnefna sigurvegara. Hafa verður í huga hversu virkt hlutfallskosningakerfi er í Hollandi og hversu mikið fylgið dreifist. Þarna voru 28 flokkar í framboði og sá sem fær mest fylgi fær engu að síður aðeins lítinn hluta þess. Síðan eru alltaf töluvert miklar sveiflur.“

Þetta segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við mbl.is um niðurstöður hollensku þingkosninganna sem fram fóru í gær. Skoðanakannanir bentu lengi vel til þess að Frelsisflokkur Geerts Wilders, sem hefur einkum talað fyrir harðri innflytjendastefnu og kallaði ennfremur eftir úrsögn úr Evrópusambandinu í kosningabaráttunni, yrði stærsti flokkur Hollands og stærri en hægriflokkur Marks Rutte forsætisráðherra, VVD. Flokkur Wilders endaði hins vegar í öðru sæti. VVD hlaut 33 þingsæti og tapaði átta en Frelsisflokkurinn bætti við sig fimm og hlaut 20.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. AFP

Vídd sem lengi hefur verið fyrir hendi

„Þessi framrás þjóðernispopúlistans Wilders og Frelsisflokks hans var kannski ekki eins mikil og einhverjir óttuðust á tímabili en eigi að síður er hann að bæta við nokkrum fjölda þingsæta. Það er samt ekki mikið meiri árangur en slíkir flokkar hafa áður náð í Hollandi. Þannig fékk flokkur Wilders til að mynda meira fylgi í þingkosningunum 2010. Þessi vídd hefur lengi verið til staðar í hollenskum stjórnmálum en árangur slíkra flokka hefur kannski fyrst og fremst verið sá að þeim hefur tekist að stýra umræðunni í innflytjendamálum.“

Þannig hafi Frelsisflokknum, og ýmsum öðrum hliðstæðum flokkum í Evrópuríkjum, tekist að fá hefðbundnari flokka til þess að taka upp og samþykkja hluta af málflutningi þeirra í garð útlendinga. „Það er þar sem árangurinn er mestur. Pólitík þessara flokka hefur snúist um að ala á ótta í garð útlendinga og þeim hefur tekist að dreifa þeim ótta. Hins vegar er það engu að síður svo að yfirgnæfandi meirihluti hollenskra kjósenda hafnar þessum málflutningi,“ segir Eiríkur ennfremur. Sósíaldemókratar hafi farið flatt í þessum efnum.

Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins.
Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins. AFP

Meiri áhrif en fylgið gefur til kynna

„Þegar hollenskir sósíaldemókratar fóru að elta þessi sjónarmið þá féll það ekki í kramið hjá kjósendum þeirra. Það er eitthvað sem við höfum séð víðar. Þegar sósíaldemókratar hafa farið að elta popúlíska flokka hefur það oft komið niður á fylgi þeirra,“ segir hann áfram. Talið berst að útspili flokks Ruttes fyrr á þessu ári þar sem auglýst var í blöðum að útlendingar sem kæmu til Hollands en vildu síðan ekki hegða sér og virða frjálslynd gildi landsins gætu farið heim til sín. Eiríkur segir að þetta sé eitt dæmi um áhrif popúlískra flokka.

„Ég hugsa að hvað sem líður fylgi Frelsisflokksins þá sé þetta besti árangur þjóðernispopúlista í Hollandi í því að láta umræðuna hverfast um sig. Hún hefur aldrei hverfst svona mikið um þeirra sjónarmið,“ segir Eiríkur. Spurður hvort málstaður Frelsisflokksins sé í sókn eða sé að dvína í ljósi niðurstaðna kosninganna segir hann að það sé ekki hægt að draga miklar ályktanir um það í ljósi þeirra. „Hann er bara til staðar. Þetta sýnir að slíkir flokkar eru sterkt afl í Evrópu en umræðan um áherslur þeirra er samt ekki samræmi við stærð þeirra, það er gert allt of mikið úr stuðningnum við þá.“

Sjónarmið slíkra flokka njóti hvergi meirihlutastuðnings. Þau séu til staðar en séu hins vegar minnihlutasjónarmið. „Það sem mér finnst athyglisverðast er að þeim er að takast að hafa áhrif á stjórnmálin umfram það sem fylgi þeirra gefur til kynna að þeir ættu að hafa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

16 ára reyndi að villa um fyrir lögreglu

11:53 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist ekki vera nema sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Stráksi reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig, en bílinn sem hann ók hafði hann jafnframt tekið ófrjálsri hendi. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

11:41 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Endaði bílferðina inni í garði

11:36 Bíll valt í Keflavík í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og lenti á steinsteypustöpli girðingar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bílinn úr garðinum. Meira »

Boðið að búa með öldruðum

10:52 Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Lokað um Súðavíkurhlíð

07:34 Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en á Vestfjörðum er snjóþekja eða þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...