Hafa ekki efni á tannlækningum

Um helmingur fólks eldra en 67 ára fór til tannlæknis ...
Um helmingur fólks eldra en 67 ára fór til tannlæknis á síðasta ári. Að mati viðmælenda Morgunblaðsins er ástæðan mikill kostnaður. Getty Images

Stór hluti fólks, sem orðið er 67 ára eða eldra, veigrar sér við því að leita til tannlæknis vegna kostnaðar og einungis um helmingur fólks á þessum aldri fór til tannlæknis í fyrra. Sjúkratryggingum Íslands ber að endurgreiða þrjá fjórðu hluta tannlæknakostnaðar ellilífeyrisþega, en endurgreiðslan sem fólk fær er í raun talsvert minni þar sem hún miðast við úrelta gjaldskrá. Formaður Landssambands eldri borgara segir leiðréttingu á þessu vera eitt af forgangsmálum samtakanna og formaður Tannlæknafélags Íslands segir verulega brotið á rétti eldri borgara með þessu fyrirkomulagi.

Samkvæmt reglugerð um endurgreiðslu tannlæknakostnaðar ber Sjúkratryggingum Íslands að endurgreiða þeim sem orðnir eru 67 ára 75% tannlæknakostnaðar. Þar er miðað við svokallaða ráðherragjaldskrá, sem að sögn Ástu Óskarsdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, hefur ekki fylgt verðlagi og hefur lítið hækkað frá 2004 eða í 13 ár. „Því má gera ráð fyrir að endurgreiðslan sé raunverulega 30-40%, eins og verðlag er í dag,“ segir Ásta. „Það er í raun verulega brotið á rétti þessa hóps.“

Ásta Óskarsdóttir.
Ásta Óskarsdóttir.

Hún segir að tannlæknar hafi þurft að fylgja verðlagi, eins og allir aðrir sem selji vörur og þjónustu. „Öryrkjar og aldraðir fá lífeyri, sem er verulega skorinn við nögl. Lítið sem ekkert er afgangs til að standa straum af tannlæknakostnaði. Svo nær fólk mun hærri aldri og að auki eru fleiri með eigin tennur nú en áður, Það útheimtir meira viðhald á tönnum og þar með aukinn kostnað.“ Að sögn Ástu var hlutfall fólks, 67 ára og eldri, sem fer til tannlækna skoðað sérstaklega á árabilinu 2010-2014. Hlutfallið var á milli 52 og 58,5% sem Ásta hefur verulegar áhyggjur af.

Fyrir síðustu alþingiskosningar funduðu forsvarsmenn Tannlæknafélagsins með fulltrúum helstu stjórnmálaflokka þar sem staða tannheilsu allra lífeyrisþega var rædd. „Allir flokkar sýndu áhuga á því að huga að bættri tannheilsu hjá lífeyrisþegum,“ segir Ásta. „Á síðasta ári lögðu Sjúkratryggingar (SÍ) og Tannlæknafélagið drög að samningi sem gilda átti um endurgreiðslur fyrir alla lífeyrisþega og SÍ reiknaði út að þetta myndi kosta rúmlega einn milljarð. Ein af þeim hugmyndum, sem komið hafa upp, er að tekið verði upp svokallað tappagjald á drykki sem eru skaðlegir tönnunum, eins og t.d. gosdrykki með sykri og glerungseyðandi sýrum til að fjármagna pakkann.“

Ásta segir að Tannlæknafélagið hafi áhuga á að koma að innleiðingu slíks samnings og segir að stjórn félagsins hafi fundað með Óttari Proppé heilbrigðisráðherra.

Hjá tannlækni.
Hjá tannlækni. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Áhyggjur af stöðu öryrkja

Einn er sá hópur eldra fólks sem sérstök ástæða er til að hafa áhyggjur af hvað varðar tannheilsu, að mati Ástu. Það eru þeir sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum, en þessi hópur ætti að fá 100% endurgreiðslu tannlæknakostnaðar samkvæmt gjaldskrá SÍ. „Tennur eru ekki skimaðar þegar fólk flytur á þessi heimili, þannig að oft kemur það fyrir að fólk er með talsvert af vandamálum í munni sem starfsfólk gerir sér því miður ekki grein fyrir. Þeim fjölgar alltaf sem leggjast inn fulltenntir eða að hluta tenntir. Það er mikil breyting frá því sem var áður þegar flestir voru með falskar tennur sem auðveldara var að hreinsa.“ Ásta segir að tannvandamál geti valdið vandamálum við að matast, haft áhrif á almenna líðan og valdið fólki svefnleysi. „Sumir í þessum hópi eiga erfitt með að tjá sig og geta lítið sem ekkert sagt frá eigin vanlíðan,“ segir Ásta.

Hún segir að það sama gildi fyrir þann hóp eldra fólks sem enn býr heima en er að byrja að þiggja heimahjúkrun. „Þar þyrfti líka að koma inn skimun fyrir tannheilsu til að bæta lífsgæði fólks og fyrirbyggja vanlíðan vegna tannverkja.“ Aðgengi að tannlæknaþjónustu er einnig mikilvægt að skoða að mati Ástu. Hún segir forsvarsmenn öldrunarheimila segja að erfitt geti reynst að koma fólki á tannlæknastofurnar og mikið sé spurt um færanlega tannlæknaþjónustu, a.m.k. til þeirra sem veikastir séu.

Ásta segir að fyllsta ástæða sé til að huga að stöðu annarra hópa en eldra fólks. „Við höfum ekki síst áhyggjur af stöðu öryrkja, það liggja ekki fyrir nákvæmar komutölur fyrir þann hóp en það er tilfinning okkar tannlækna að þessi hópur sé hættur að láta sjá sig,“ segir hún.

Reynir Jónsson.
Reynir Jónsson.

Fengu 40% endurgreitt

Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands, segir að í fyrra hafi 20.920 ellilífeyrisþegar greitt rúmlega 1,5 milljarða fyrir tannlækningar sínar. Það eru um 53% þeirra sem náð höfðu 67 ára aldri. Af þessum eina og hálfa milljarði fengust 40% eða 600 milljónir endurgreiddar frá SÍ, þrátt fyrir að reglur um endurgreiðslu kveði á um að SÍ eigi að greiða 75% af tannlæknakostnaði þessa hóps. Spurður hvort mikið af fyrirspurnum berist SÍ vegna þessa segir Reynir svo vera. „Jú, eðlilega fáum við mjög mikið af fyrirspurnum og kvörtunum frá lífeyrisþegum vegna þessa. En það er hins vegar á valdi ríkisstjórnarinnar að leysa vandann, ekki SÍ.“

Haukur Ingibergsson.
Haukur Ingibergsson.

Komið að eldri borgurum

Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir félagsmenn talsvert hafa samband við samtökin vegna mikils tannlæknakostnaðar sem fólk hafi ekki tök á að greiða. „Kostnaðarþátttaka eldri borgara er einfaldlega of mikil og Alþingi hefur ekki tryggt Sjúkratryggingum Íslands fjármagn til að fylgja eftir ákvæðum um greiðslu kostnaðar. Þessu þarf að breyta. Góð tannheilsa er mikilvæg til að fólk haldi heilsu og nærist eðlilega. Þetta er ekki bara spurning um útlit og fallegt bros. Á undanförnum árum hefur verið byggð upp góð tannlæknaþjónusta fyrir börn og unglinga og nú er komið að eldri borgurum að fá samsvarandi þjónustu,“ segir Haukur.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra gaf ekki kost á viðtali um málið, en í skriflegu svari hans segir að á fjárlögum þessa árs sé ekki gert ráð fyrir breytingum á hlutfalli endurgreiðslu. „Verið er að kanna hvort hægt sé að stíga skref til breytinga á næsta ári. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu,“ segir í svarinu.

Óttarr Proppé.
Óttarr Proppé. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

Í gær, 11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

Í gær, 11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

Í gær, 10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Volkswagen, VW Transporter 2016
Bíllinn kom á götuna 25.11.2016 og er ekinn 18.750 km Mikið af aukahlutum. Ve...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...