Stökk á tækifærið og er nú atvinnumaður

Ingvar hefur keppt í fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Íslensku ...
Ingvar hefur keppt í fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Íslensku fánalitirnir vekja reglulega athygli. Mynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Fyrir tveimur árum flutti fjallahjólamaðurinn Ingvar Ómarsson til meginlands Evrópu til að eiga betri möguleika á að bæta sig og þróa sig áfram í þessari íþrótt, sem enn er meðal jaðaríþrótta hér á landi þótt áhuginn hafi aukist mikið undanfarin ár. Með fjárhagslegum stuðningi hefur hann náð að gera þetta að starfi sínu og tekur þátt í tugum keppna í Evrópu á hverju ári þar sem margir af bestu fjallahjólamönnum heims keppa á móti honum. mbl.is ræddi við Ingvar um atvinnumennskuævintýrið og keppnishjólreiðar hér á landi.

Ingvar segir að hann hafi fyrst byrjað að hjóla eitthvað af viti árið 2005. „Þá var ég bara að leika mér á BMX-hjóli, fíflast og leika mér,“ segir hann og bætir við að þá hafi keppnir eða æfingar ekki verið ofarlega í huga hans. Þetta breyttist þó og árið 2011 hóf hann að æfa fjalla- og götuhjólreiðar með það að markmiði að verða sterkari sem keppnismaður. „Það var árið sem þetta byrjaði allt.“

Fékk tækifærið árið 2015

Á árunum 2012-2014 var Ingvar í því að vinna sig upp hér heima í hinum ýmsu keppnum. Segir hann að það hafi gengið nokkuð vel og á þremur árum komst hann á toppinn og var í framhaldinu meðal annars valinn hjólreiðamaður Íslands þrjú ár í röð, frá 2014-2016. Árið 2014 segir Ingvar að hafi orðið nokkur kaflaskil. Það ár hafi hann unnið svipað margar keppnir og aðrir keppendur til samans og þá hafi hann gert sér grein fyrir því að ef hann ætlaði að ná lengra þyrfti hann að sækja í umhverfi þar sem hann væri að keppa upp fyrir sig alla daga, eitthvað sem flestir íþróttamenn kannast við vilji þeir ná betri árangri.

Á ferð í fjallahjólabraut.
Á ferð í fjallahjólabraut. Mynd/Ómar Örn Ólafsson

Það var svo árið 2015 sem Ingvar fékk tækifæri sem var eiginlega of gott til að hann gæti sleppt því. Þá bauðst honum að fá fjárhagslegan styrk til að taka hjólreiðaþjálfunina lengra áfram. Ingvar segir að aðalmaðurinn á bak við það hafi verið félagi hans í hjólreiðum, Birgir Ragnarsson sem er yfirlögfræðingur Novators. Það ár fékk hann fjárhagslegt svigrúm til að geta æft sig meira og farið utan að keppa. Upphaflega styrkti Birgir hann persónulega, en eftir að keppnistímabilinu lauk hóf Novator að styrkja hann.

„Við erum ekkert rosalega góð miðað við aðra“

En það er ekki bara tekjumissir vegna æfinga og kostnaður við keppnisferðir sem leggst til hjá hjólreiðamönnum, því íþróttin og tækjabúnaðurinn sem fylgir henni er ansi dýr. Hjól geta til að mynda kostað nokkur hundruð þúsund krónur og upp í milljónir. Ingvar segir að hann hafi í gegnum árin fengið góðan stuðning frá hjólreiðaversluninni Kríu og hafi alla tíð síðan hjólað á Specialized-hjólum. Þá hafi meðal annars flugfélagið WOW styrkt hann til að ferðast á milli keppna með flugi.

Ingvar í fánalitunum.
Ingvar í fánalitunum. Mynd/Robert Straus

Ingvar lýsir því þannig að þegar hann hjólaði meðfram því að vinna aðra vinnu hafi hann fljótlega fundið að hann var kominn upp að vegg þar sem hann hætti að bæta sig. Sumarið 2015 keppti hann sem fyrr segir í fjölda keppna erlendis og segir Ingvar að það hafi verið mjög lærdómsríkt, „að læra hvernig hjólreiðar virka utan Íslands. Þetta er nokkuð einangrað hér og maður fékk að sjá hvernig við stöndum gagnvart öðrum löndum,“ segir hann. „Ég var snöggur að komast að því að við erum ekkert rosalega góð miðað við aðra,“ segir Ingvar hlæjandi og bætir við að hér á landi vanti reynslu á við lönd þar sem fjallahjólreiðar hafi verið stundaðar í áratugi.

Æfir fjallahjólreiðar í fjallalausu landi

Eftir sumarið 2015 flutti hann til Hollands og var þá orðinn að fullu atvinnumaður í greininni. Hann bjó í Hollandi í eitt ár en flutti sig svo um set og fór til Danmerkur nú í vetur. Spurður hvort það sé ekki skrítið að æfa fjallahjólreiðar í Danmörku þar sem landið sé ekkert rosalega þekkt fyrir miklar brekkur, hvað þá fjöll. Ingvar segir að Danmörk sé aftur á móti með stórlega vanmetið fjallahjólasamfélag og þá sé aðstaðan þar til fyrirmyndar. „Þó að nafnið segi það þarf ekki beint fjall til að hjóla,“ segir Ingvar og bendir á að fjöldi stórra og góðra brauta sé að finna í Danmörku til dæmis í skógum landsins.

Fjallahjólreiðar getur verið nokkuð tæknilegar.
Fjallahjólreiðar getur verið nokkuð tæknilegar. Mynd/Snorri Þór Tryggvason


„Þetta er ekki Sviss eða Frakkland, en með þessu er ég nálægt Íslandi, þetta er ekki mjög dýrt land, það er gott veðurfar og allar hér eru allar aðstæður til að æfa. Þá er stutt í lönd til að keppa í,“ segir Ingvar, en langflest alþjóðleg mót í greininni eru í Evrópu sem er einskonar Mekka íþróttarinnar.

Þarf að búa til allt ferlið sjálfur

Spurður um framtíðina og hvert hann telji sig geta náð í greininni segir Ingvar að erfitt sé að sjá langt fram veginn, sérstaklega þar sem hann sé fyrsti Íslendingurinn sem fari þessa leið í þessari íþrótt. Það sé ekki eins og með fótbolta eða handbolta þar sem tugir eða hundruð leikmanna hafa áður farið út til að spreyta sig og geti í dag veitt ráðleggingar eða að umboðsmenn sjái um framtíðarmálin.

Ingvar segir að fjallahjólreiðar séu ekki eins og hópíþróttir að því leyti að menn séu ekkert endilega alltaf í liðum, enda gagnast það mönnum lítið í keppninni sjálfri, fyrir utan utanumhald og slíkt. Götuhjólreiðar séu til dæmis allt annars eðlis þar sem keppendur í sama liði vinni oft saman til að gera einum liðsmanni kleift að vinna.

Ingvar Ómarsson kemur í mark í alþjóðlegu móti á síðasta ...
Ingvar Ómarsson kemur í mark í alþjóðlegu móti á síðasta ári. Mynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Í ár eru samt smáþjóðaleikarnir og Evrópumótið framundan og segir Ingvar að í grunninn vilji hann halda áfram að verða betri og betri. Langtíma planið sé þó að hanga inni í atvinnumennsku eins lengi og hann geti, en það muni auðvitað kosta að hann þurfi að búa til ferlið sjálfur enda hafi hann litla umgjörð í kringum sig.

Getur verið kostur að vera Íslendingur í hjólreiðum

Hann segir það að vera Íslending þó hjálpa honum áfram í þssari grein. Flestir mótherjar hans hafi til dæmis aldrei áður keppt á móti Íslendingum og hann hafi nokkrum sinnum lent í því að á mótum hafi aðrir keppendur sagst muna eftir honum út af fánalitunum á búningnum hans.

Ingvar hefur bæði keppt í minni mótum og stórum alþjóðlegum keppnum í Evrópu síðan hann flutti út. Hann segir að þó að það sé alltaf skemmtilegt að keppa í stærstu keppnunum, þá þurfi að vera smá jafnvægi í þeim keppnum sem hann taki þátt í. Stóru mótin skili sér í meiri reynslu á stóra sviðinu, en í minni mótunum hafi hann betri möguleika á að enda ofarlega og þá jafnvel næla sér í peningaverðlaun. Slík mót séu jafnframt oft stökkpallur inn á stærri mót.

Bjartsýnn á næstu kynslóðir

Í ár gerir hann ráð fyrir því að keppa samtals í 20-30 mótum víða um Evrópu, en það er allt frá því að vera heimsbikarmót og yfir í smærri keppnir í Danmörku. Stefnan hjá Ingvari er að taka þátt í 3-4 heimsbikarmótum af um 9 samtals í ár. Flestar keppnirnar sem Ingvar tekur þátt í eru styttri keppnir, eða 90 mínútna keppnir. Aftur á móti tekur hann líka þátt í maraþonfjallahjólamótum og þá er keppt í 4-5 klukkustundir. Ingvar segir að hann stefni á Evrópumótið í báðum greinum á þessu ári. „Það er sem sagt nóg að gera,“ segir hann.

Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í hjólaíþróttum hér á landi og segir Ingvar að þegar hann hafi byrjað í íþróttinni hafi engum dottið í hug að Íslendingar gætu náð eitthvað langt erlendis. „Ég er nokkuð viss um að það er meira að gerast núna. En af því að við erum að horfa á krakka og unglinga tekur þetta nokkur ár,“ segir hann, en nokkrir af þeim sem eru yngri í íþróttinni hafa flutt út eða eru að vinna í að komast út og ná lengra í hjólreiðum að sögn Ingvars. „Næsta kynslóð lítur vel út og ég held að þetta sé allt þar,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Innlent »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Ráðherra gaf Íslendingasögurnar

16:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. Meira »

Árið hlýtt og hagstætt

16:20 Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari ársins 2017, sem gefin var út í morgun. Febrúar og maí voru óvenjuhlýir og sömu sögu er að segja um haustið, sem var milt. Meira »

Nálgunarbann fyrir svívirðingar

16:12 Konu hefur verið gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sínum, en úrskurður héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti í gær. Er henni bannað að koma nær heimili mannsins en 100 metra. Stendur fólkið nú í forræðisdeilu. Meira »

Ekki samið um fráfall sakargifta

16:01 Grímur Grímsson bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í dag. Hann sagðist ekki telja það rétt að lögregla hefði hlustað á símtöl verjanda og sakbornings í málinu. Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, sagðist alltaf hafa talið Glitni vera með viðskiptavakt með eigin bréfum. Meira »

Gunnar Atli nýr aðstoðarmaður Kristjáns

15:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Meira »

Frítt inn fyrir Ásmunda

15:52 Í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, ætlar Listasafn Reykjavíkur að bjóða öllum sem heita Ásmundur að heimsækja Ásmundarsafn endurgjaldslaust á þessu ári ásamt einum gesti. Ekki skiptir máli hvað gesturinn heitir, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira »

Vilja yfirmat á verðmæti Geysissvæðis

14:35 Ríkissjóður hefur farið fram á að unnið verði yfirmat á verðmæti lands á Geysissvæðinu sem ríkið keypti af sameigendum sínum árið 2016. Matið verður bindandi fyrir báða aðila kaupsamningsins. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að greiða 1.113 milljónir fyrir spilduna. Meira »

Innbrotum í einbýlishús fjölgar

14:26 Innbrotum í heimahús á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Kópavogi og Garðabæ, hefur fjölgað töluvert frá miðjum desember og fram í janúar. Grunur leikur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Flest innbrot eru framin á daginn og skartgripum og peningum stolið en önnur verðmæti látin ósnert. Meira »

Fær þrjár vikur til að endurskoða kjararáð

13:52 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa starfshóp um kjararáð. Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi. Hann skal vinna hratt að tillögum um úrbætur. Meira »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er önnur flugferðin af þremur hjá flugfélaginu á viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

13:18 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...