Hver aðgerð kostaði ríkið 900 þúsund

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Sigurður Bogi

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að rétt sé að upplýsa að ríkissjóður hafi á síðasta ári greitt tæpar 900 þúsund krónur fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd var á Landspítala.

Þetta er meðal þess sem Páll kemur inn á í föstudagspistli sínum.

„Þá er rétt að hafa í huga þegar gerður er verðsamanburður á aðgerðum sem þessum að örugglega sé um sömu þjónustu að ræða. Á Landspítala er sá sjúklingahópur sem ríkið greiðir fyrir fjölbreyttur og gera má ráð fyrir að flestir þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í 3 daga eftir aðgerð. Sé gert ráð fyrir styttri legutíma að jafnaði má ætla að kostnaður sé umtalsvert minni,“ skrifar Páll.

Spítalinn sé þátttakandi í átaki stjórnvalda um að minnka biðlista og árangurinn sé góður. Markmiðið er að ná biðtíma eftir, til að mynda mjaðmaskiptaaðgerðum, undir þrjá mánuði en meðalbiðtími er nú um sex mánuðir.

Hann bendir á að átakið til að minnka biðlista sé til þriggja ára og nú séu liðnir um 15 mánuðir af því. Þegar átakið hófst var meðaltími eftir mjaðmaskiptaaðgerð um 15 mánuðir.

Áður hefur Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagt að vinna við að stytta biðlista í heil­brigðis­kerf­inu gangi ágæt­lega. Hann sagði vinnuna við að stytta biðlista hafa hafist fyr­ir rúmu ári fyr­ir at­beina Alþing­is, þar sem þingið stóð fyr­ir því að setja viðbótar­fjármagn, 840 millj­ón­ir á ári þrjú ár í röð, sér­stak­lega til að vinna á biðlist­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert