Sigmundur Davíð boðar stofnun nýs félags

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðustól Alþingis.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðustól Alþingis. Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra, boðar stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem stuðla á að framförum á öllum sviðum samfélagsins. Að félaginu kemur fólk víða að úr samfélaginu; framsóknarmenn, fólk úr öðrum stjórnmálaflokkum og fólk sem hefur ekki haft formleg afskipti af stjórnmálum. 

„Það má líklega segja að þetta sé nokkurs konar sambland þjóðmálafélags og hugveitu og tilgangur þess er að skapa vettvang fyrir frjálsa umræðu fyrir hin ýmsu samfélagsmál, þar sem hægt verður að koma á framfæri hugmyndum og lausnum við þeim vandamálum sem samfélagið stendur frammi fyrir og hvernig við getum nýtt sem best þau tækifæri sem okkur bjóðast,“ segir Sigmundur Davíð sem verður formaður félagsins. 

Ertu með þessu að stofna nýjan stjórnmálaflokk? „Nei, alls ekki. Félagið mun sjálfsagt þróast með tímanum og láta til sín taka á ýmsan hátt, en þetta er ekki stofnað sem stjórnmálaflokkur. Vonandi geta hins vegar stjórnmálaflokkar nýtt sér það sem þarna verður til og ég vona sérstaklega að flokkurinn minn geri það.“

Segir Framsóknarflokkinn laskaðan

Sigmundur Davíð segir að með Framfarafélaginu haldi áfram þróun sem hann hefur viljað innleiða í Framsóknarflokknum. „Strax, þegar ég bauð mig fram þar til forystu árið 2009, lagði ég áherslu á að við ættum að vera opin fyrir því að leita hugmynda út fyrir flokkinn, hjá hverjum þeim sem þekkti best til á hverju sviði fyrir sig. Mörgum þótti þetta gefast vel og við viljum halda þessu áfram, halda þessari grósku lifandi. Ég taldi stofnun nýs félags vænlega leið til þess.“

Hann segir Framsóknarflokkinn vera laskaðan eftir þau átök sem verið hafa innan hans síðustu mánuðina. „Fá tækifæri eru fyrir hinn almenna flokksmann í grasrótinni til að láta til sín taka. Ósætti og skortur á samstöðu stendur í vegi fyrir því að flokkurinn geti þróast áfram og orðið að sterku hreyfiafli í íslensku samfélagi,“ segir Sigmundur og leggur áherslu á að félaginu sé ætlað að starfa um land allt, ekki eingöngu á höfuðborgarsvæðinu.

Hefur ekki vettvang innan flokksins

Núna ert þú þingmaður Framsóknarflokksins og leiddir lista flokksins í NA-kjördæmi í síðustu alþingiskosningum, þar sem flokkurinn er með einna mest fylgi. Hefðir þú ekki getað fundið þessum hugmyndum farveg innan flokksins? Var þörf á að stofna sérstakt félag utan flokksins? „Já, eins og staðan í flokknum er núna er þröngt um það. Ég hef ekki vettvang innan flokksins eins og sakir standa núna til að beita mér með þessum hætti. En ég vona að sem flestir framsóknarmenn taki þátt í þessu. Ég vonast til þess að þetta muni styðja við grasrótina í flokknum.“

Hverjir aðrir koma að stofnun félagsins? „Það er hópur framsóknarmanna og fólks annars staðar að. Mér finnst ekki rétt að nefna einhverja umfram aðra.“ Eru fyrrverandi eða núverandi þingmenn eða ráðherrar flokksins meðal þeirra? „Ætli við látum það ekki bara koma í ljós á stofnfundinum á laugardaginn, en framhaldsstofnfundur Framfarafélagsins verður kl. 11 á laugardaginn í Rúgbrauðsgerðinni og er öllum opinn. Félagið var reyndar stofnað þann 1. maí síðastliðinn og það er engin tilviljun þar sem það er fæðingardagur Jónasar frá Hriflu.“

Framtíðin; stjórnmál og tækni

Að sögn Sigmundar verður þema fundarins framtíðin og þar mun hann halda erindi um þróunina í stjórnmálum; hvernig þau hafa breyst og munu breytast næstu árin og áratugina. „Ég mun fara yfir reynslu mína af því hvernig landinu er stjórnað. Gestafyrirlesari verður Eyþór Arnalds sem talar um hvernig tækniþróunin hefur breytt innviðum samfélagsins og hvernig við þurfum að búa okkur undir þær breytingar.“

Ítarlegt viðtal verður í Morgunblaðinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson á morgun þar sem hann ræðir m.a. stofnun Framfarafélagsins, stöðu Framsóknarflokksins í dag, atburðina á síðasta flokksþingi flokksins þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu,  óánægjuna sem kom fram á fundi miðstjórnar flokksins á laugardaginn og pólitíska stöðu sína og framtíð.

mbl.is

Innlent »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »
Rafstöðvar
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum 30-1000 KW Stamford rafalar Cummins vélar I...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarame.og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagn...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...