Íbúar í Costco-hverfi komast ekki heim

Íbúar í Urriðaholti hafa ekki farið varhluta af því mikla ...
Íbúar í Urriðaholti hafa ekki farið varhluta af því mikla umferðaröngþveiti sem skapast hefur í kringum Costco mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið umferðaröngþveiti hefur skapast í kringum Kauptún í Garðabæ síðustu daga eftir að Costco opnaði þar verslun sína á þriðjudag. Þegar verst hefur látið hefur bílalestin náð alla leið að Vífilsstöðum og íbúar í Urriðaholtshverfi hafa átt erfitt með að komast heim til sín.

„Það er alltaf brjáluð umferð upp beygjuakreinarnar í báðar áttir. Í gær var nánast bílalest frá afleggjaranum af Vífilsstöðum, yfir brúna og að Costco. Það stoppar allt uppi á þessari blessuðu brú, af því að það eru ljós þar,“ segir Daði Rúnar Pétursson, íbúi í Urriðaholtshverfi fyrir ofan Kauptún í Garðabæ. Hann viðurkennir þó að það sé ágætt að hafa Costco sem hverfisverslun og vonar að eitthvað dragi úr umferðinni á næstu vikum.

„Ég giska á að þetta verði nú bara svona til að byrja með og svo lagist þetta með tímanum. Ef þeir halda samt áfram með svona gott verð verður alltaf einhver traffík.“ Daði trúir því ekki öðru en að Garðabær muni gera einhverjar ráðstafanir.

„Það eru margar stórar verslanir á sama stað; Costco, Bónus og IKEA, og eini aðgangurinn að þeim er yfir þessa brú. Svo er auðvitað heilt hverfi þarna fyrir ofan. Þetta er fullmikið.“

Létta á flæðinu

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að engan hafi órað fyrir því að áhuginn á Costco yrði jafn mikill og raun ber vitni. „Þessi svakalega jákvæðu viðbrögð koma pínulítið á óvart, allavega dag eftir dag, en svo mun þetta væntanlega jafnast út þegar menn læra inn á þetta.“

Gunnar gerði góð kaup á golkerru í Costco í vikunni. ...
Gunnar gerði góð kaup á golkerru í Costco í vikunni. Hann segir standa til að létta á flæðinu af svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðspurður segir Gunnar bæjaryfirvöld ekki ætla að grípa til sérstakra ráðastafna vegna þessa, en það er hins vegar á aðalskipulagi Garðabæjar að gera tengingu í gegnum Kauptúnið, framhjá Toyota-umboðinu. „Þegar það kemur mun það létta aðeins af flæðinu út af svæðinu. Aðalskipulagið okkar er í auglýsingu með þessari tengingu og í ljósi þessarar reynslu og öryggisins vegna munum við fljótlega skoða þá framkvæmd. Líka í tengslum við uppbyggingu í Setberginu.“

Það er mat Gunnars að fólk sé að sýna ótrúlegan skilning í umferðinni í kringum Costco, en hann minnist þess að umferðin hafi líka verið ansi mikil þegar verslun IKEA var opnuð í Kauptúninu á sínum tíma.

Sjálfur er Gunnar ánægður með að fá Costco í bæinn. Hann er einmitt búinn að kíkja við og gerði þar góð kaup á golfkerru. „Ég fagna fyrir hönd neytenda. Ef það er hægt að lækka vöruverð í landinu með þessu hljóta allir að fagna.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ófærð á heiðum

07:53 Ófært er um Lyngdalsheiði en mokstur stendur yfir. Þá er ófært á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Nokkrir skjálftar yfir 2 stig

07:49 Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey. Flestir eru skjálftarnir litlir en í nótt urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig. Meira »

Fölsuð vegabréf send með pósti

07:37 Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. þriðjudag fyrir að hafa tekið á móti póstsendingu sem þeir töldu innihalda fölsuð grísk vegabréf. Meira »

Djúp lægð á hraðferð

07:12 „Stormurinn í dag er sá síðasti í kortunum í bili, útlit er fyrir að hæðir ráði ríkjum við landið í næstu viku og að þá verði veður tiltölulega rólegt og lítið um úrkomu,“ segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Bílar fastir á Mosfellsheiði

06:51 Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða bílstjóra sem fest höfðu bíla sína uppi á Mosfellsheiði. Aðgerðir stóðu nú fram undir morgun. Á heiðinni var slæmt skyggni og er hún enn talin ófær en mokstur stendur yfir. Meira »

Hlaut áverka á höfði eftir árás

06:00 Rétt fyrir miðnætti í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í austurhluta Reykjavíkurborgar.  Meira »

Hús Íslandsbanka rifið

05:30 Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja Kirkjusandslóðina en í því felst m.a. að rífa stórbygginguna á Kirkjusandi sem um langt árabil hýsti höfuðstöðvar fyrirtækisins. Meira »

Von á mikilli rigningu

05:52 Spáð er suðaustanstormi síðdegis í dag og mikilli rigningu. Veður fer hlýnandi og má búast við 5-10 stigum í kvöld. Fólk er beðið að huga að niðurföllum og lausum munum og sýna varúð á ferðalögum. Meira »

Bílaþorp rís við flugvöllinn

05:30 Á næstunni hefst uppbygging þjónustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla. Meira »

Endurbætur hefjast í ár

05:30 „Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru alveg skýrar,“ segir Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness. Meira »

Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar

05:30 „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Meira »

Margir sem hafa skorað á Harald

05:30 Margir hafa skorað á Harald Benediktsson, 1. þingmann Norðvestur-kjördæmis, að bjóða sig fram til varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í Laugardalshöll 16.-18. mars nk. Meira »

Göngin hafa sparað milljarða

05:30 Viðhald og vegabætur á Hvalfjarðarvegi gætu hafa kostað 1.200-2.000 milljónir króna síðustu 20 ár ef Hvalfjarðargöng hefðu ekki komið til í júlí árið 1998. Meira »

Sunna Elvira flutt til Sevilla

05:30 Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni undanfarinn mánuð í kjölfar falls, verður í dag flutt á bæklunarsjúkrahús í Sevilla. Meira »

Endar í uppstillingu í Eyjum

Í gær, 22:16 Ekki bárust nógu mörg framboð til röðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Því var ákveðið að fara í uppstillingu. Aðeins sjö framboð bárust en þau þurftu að vera tíu að lágmarki, samkvæmt samþykkt aðalfundar fullltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Meira »

Streymið er tækni sem ósamið er um

05:30 Áskriftarstreymi hefur aldrei verið hluti af framseldum réttindum í útgáfusamningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Um slíkt þarf að semja sérstaklega sem ekki hefur verið gert. Meira »

Sjúkratryggingar vilja segja upp samningi

Í gær, 22:38 Sjúkratryggingar Íslands hafa tilkynnt sérgreinalæknum og sjúkraþjálfurum að þeir megi eiga von á því að rammasamningi þeirra og Sjúkratrygginga verði sagt upp. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur einnig verið látin vita af þessu. Meira »

2 milljóna króna bótakrafa

Í gær, 21:56 Bótakrafa að fjárhæð 2 milljóna króna liggur fyrir í máli Houssin Bsraoi sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í janúar. Lilja Margrét Olsen, réttargæslumaður hans, telur ólíklegt að túlkur hafi verið viðstaddur við þegar honum var vísað úr landi á þriðjudaginn. Meira »
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarame.og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagn...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...