Trump að „skjóta sig í fótinn“

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin muni ekki ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin muni ekki standa við Parísarsamkomulagið. AFP

„Þetta er náttúrulega mikið áhyggjuefni að valdamesti maður heims skuli ákveða að draga Bandaríkin út úr þessu samkomulagi,“ segir Ingrid Kuhlman, fulltrúi „París 1,5“, baráttuhóps um að Ísland standi við gefin loforð um að stöðva hlýnun jarðar. Hún segir jákvætt hvernig önnur ríki hafa brugðist við og að Íslendingar geti gert enn betur.

Bandaríkjamenn eru í öðru sæti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og því er ákvörðun Bandaríkjaforseta vissulega mikið áhyggjuefni að sögn Ingridar en á sama tíma telur hún að hægt sé að gleðjast yfir því að svo virðist sem bæði Kína og ESB séu nú að þétta raðirnar. Þá hafi líka komið sterk viðbrögð frá ríkjum innan Bandaríkjanna, til að mynda frá Kaliforníu sem sé eitt stærsta hagkerfi í heimi og einnig ríkjum á norðausturströnd Bandaríkjanna.

Kann að vera tækifæri fyrir Kína

„Þeir ætla að standa við Parísarsamkomulagið óháð ákvörðun Trumps þannig að það að vissu leyti eru góð tíðindi og ég held líka að hann sé í raun að afhenda Kína bara ýmis tækifæri,“ segir Ingrid og bendir á að einna stærstu tækifærin í dag liggi í grænni orku og að öll sú þróun sem sé að eiga sér stað núna kunni ef til vill að færast til Kína eða til Evrópuríkjanna. „Þannig að ég held í raun að það sé enginn ávinningur í þessu fyrir Bandaríkin, hann sé í raun og veru bara að skjóta sig í fótinn með þessari ákvörðun,“ segir Ingrid.

Ljósi punkturinn við þessa ákvörðun Bandaríkjaforseta er að mati Ingridar sá að viðbrögðin hafa verið hörð og svo virðist sem önnur ríki þétti raðirnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Það tala allir á öðrum nótum, bæði Kína og Evrópusambandið auk stórfyrirtækja sem sendu yfirlýsingu frá sér í gær um að Bandaríkin þyrftu að vera áfram. Ég held að þetta muni bara þýða að þessi störf muni bara fara annað og ég held að Bandaríkin bara dragist aftur úr,“ útskýrir Ingrid.

Þá bendir hún á að hér sé ákveðin endurtekning að eiga sér stað, Clinton hafi á sínum tíma skrifaði undir Kyoto-bókunina en þegar Bush komst til valda hafi hann ákveðið að draga Bandaríkin út úr ferlinu. „Og það sama er að gerast aftur núna,“ segir Ingrid.

„En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi. Kína er í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru sæti og þetta gæti auðvitað veikt samkomulagið en miðað við viðbrögðin sem hafa komið bind ég vonir við að hinir muni bara þétta raðirnar og við munum bara gera enn betur.“

Ísland þurfi að spýta í lófana

„Við náttúrulega erum hér á Íslandi kannski heldur ekki að standa okkur mjög vel í þessum málum,“ segir Ingrid, spurð um framlag Íslands í þessum efnum. Nú þurfi Íslendingar að vera enn þá staðráðnari í að setja sér markmið, 195 ríki hafi staðfest Parísarsamkomulagið, að frátöldum Bandaríkjunum frá og með gærdeginum, og 145 ríki hafi þegar skilað sínum markmiðum en Ísland sé ekki þeirra á meðal.

„Það var náttúrulega þessi fundur þar sem þessir sex ráðherrar héldu blaðamannafund um daginn og voru í raun bara að tilkynna að þeir ætluðu að fara í gerð áætlunar og hún á að vera tilbúin í lok ársins þannig að við erum svolítið að draga lappirnar líka hér heima,“ segir Ingrid.

Aðspurð segir hún þetta gefa tilefni til þess að íslensk stjórnvöld bregðist hraðar við og Íslendingar þurfi að spýta í lófana. „Við þurfum að fara að sýna hvað við ætlum að gera,“ segir Ingrid. „Miðað við viðbrögðin sem maður sér, eins og frá til dæmis umhverfisráðherra, og þá í raun mun þetta kannski bara styrkja okkur. Þetta gæti líka þýtt að við tökum okkur á og gerum bara meira en ætlast er til af okkur. Þannig að við skulum bara vera bjartsýn,“ segir Ingrid að lokum

mbl.is

Innlent »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru framundan í hagræðingarskyni hjá á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...