Öryggi landsmanna dýrmætt

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. mbl.is/Kistinn Magnússon

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kom víða við í hátíðarræðu sinni á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hann sagði lýðveldið Ísland væri vel heppnað og að Íslendingar hefðu það betra í dag en þeir gerðu á lýðveldisárinu 1944.

Forsætisráðherra var tíðrætt um miklar framfarir sem hafa orðið í samfélaginu á öllum sviðum á þessum 73 árum. Hann benti hins vegar á að vegna mikilla og örra tækniframfara væri framtíðin óráðin og full af tækifærum. Þessi tækifæri þyrfti að nálgast með réttu viðhorfi. Í því samhengi nefndi hann mikilvægi frjálsra viðskipta sem hefði verið drifkraftur framfara í gegnum tíðina.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Getum ekki sætt okkur við stríðsátök“

Þrátt fyrir almenna velsæld er meginboðskapurinn í stjórnmálum um allan heim að heimurinn fari versnandi, að sögn Bjarna því krafa er gerð um að gera sífellt betur. „Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök. Við getum ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst,“ sagði Bjarni.

Í því samhengi nefndi hann Parísarsáttmálann um loftslagsmál og sameiginlega yfirlýsingu sem Norðurlöndin sendu frá sér þar sem skorað var á Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að fella ekki undirritun forvera síns úr gildi. Þrátt fyrir það höfðu Norðurlöndin ekki erindi sem erfiði. 

Bjarni benti á mikilvægi þess að Ísland yrði fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og velmegun, farsæld og frið.  

Forseti og forsætisráðherra.
Forseti og forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan nýtur trausts

„Ein af frumskyldum stjórnvalda er að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar, að tryggja þjóðaröryggi,“ sagði Bjarni. Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir væri þar af leiðandi mikilvægt  til að Íslendingar geti áfram verið herlaus þjóð.  

Hins vegar stæði heimurinn frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, sagði Bjarni. Þar beri einna hæst ótryggt ástand heimsmála meðal annars vegna hryðjuverka.

„Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð,“ sagði Bjarni. Í því samhengi nefndi hann mikilvægi lögreglunnar og verkefni hennar sem njóta mikils trausts.

Þegar forsætisráðherra nefndi mikilvægi lögreglunnar mátti heyra í mótmælendum púa.

Íslenskan mikilvæg í tækniheiminum 

„Íslenska verður að vera valkostur í tækniheiminum og við þurfum að byggja upp innviði og efla nýsköpun í máltækni,“ sagði Bjarni og sagði mikilvægt að máltækniáætlun komi til framkvæmda eins fljótt og auðið er. Í næstu viku mun mennta- og menningarmálaráðherra kynna verkáætlun til að koma henni til framkvæmda. 

Íslenskan verður að vera lifandi í daglegum samskiptum og við þurfum að hugsa á íslensku. Þess vegna væri brýnt að fá ungu kynslóðina til að viðhalda íslenskunni en það er á ábyrgð allra Íslendinga, þrátt fyrir góð fyrirheit stjórnvalda eins og byggingu Húss íslenskra fræða myndi hrökkva skammt ef Íslendingar væru ekki duglegir að viðhalda málinu sjálfir, sagði Bjarni. 

Ræðu Bjarna má lesa í heild á vef forsætisráðuneytisins

mbl.is

Innlent »

Kynntu hugmyndir sínar á íbúafundi

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Meira »

„Blaut þriggja prósentu tuska“

Í gær, 22:09 Ásakanir Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, eru dapurlegar og lítilsvirðing gagnvart kennurum. Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari sem er ein þeirra sem Ólafur sakar um „grímulausan áróður“ gegn kjarasamningnum sem grunnskólakennarar felldu í dag. Meira »

Í farbanni vegna kókaíns í útvarpstæki

Í gær, 20:58 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til 13. apríl, vegna gruns um að hafa átt aðild að flutningi fíkniefna til landsins frá Hollandi í desember í fyrra. Meira »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

Í gær, 19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Kynleg glíma kynjanna

Í gær, 19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

Í gær, 18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Í gær, 18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

Í gær, 18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

Í gær, 17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Í gær, 16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

Í gær, 16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

Í gær, 17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

Í gær, 16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

Í gær, 16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »
LAZY - BOY
Til sölu ekta gamall LAZY boy stóll frá hernum. Vel með farinn, eins og nýr. ...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...