Íslenska í öllum tækjabúnaði

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti Máltæki fyrir íslensku ...
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti Máltæki fyrir íslensku 2018-2022. mbl.is/Ófeigur

Íslensku verður að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims þegar Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022 verður komin í gildi. Þetta kom fram á fundi þar sem áætlunin var kynnt í dag í Veröld - Húsi Vigdísar. 

„Við þurfum, ætlum og viljum standa vörð um íslenskuna sem litast mjög af stafrænni tækni í dag,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann kynnti nýja verkáætlun um máltækni fyrir íslensku. 

Mennta- og menningarmálaráðherra lagði ríka áherslu á að þetta verkefni yrði hugsað til lengri tíma en ekki eins og hvert annað átaksverkefni sem Íslendingar eru gjarnan þekktir fyrir. Hann gat þess einnig að umrædd verkáætlun um máltækni væri afrakstur vinnu fyrri ríkisstjórnar. Hann tók einnig fram að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að hrinda verkefninu í framkvæmd sem er til næstu fimm ára.

„Stjórnvöld vinna hins vegar ekki ein og sér að því að standa vörð um íslenskuna í þessum stafræna heimi heldur þurfa allir að koma að því,“ sagði hann jafnframt og vísaði til mikilvægi samvinnu stjórnvalda við atvinnulíf og háskólasamfélagið.   

Anna Björk Nikulásdóttir sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í ...
Anna Björk Nikulásdóttir sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. mbl.is/Ófeigur

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók undir orð ráðherra og sagði árhersla væri lögð á mátækni í einni eða annarri mynd hjá samtökunum. 

„Það er ómetanlegt að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar. Það er mikilvægt að hægt sé að móta og þróa flóknar hugsanir á íslensku fyrir atvinnulífið,“ sagði Halldór. Hann tók fram að fyrirtæki í atvinnulífinu tækju mjög vel í verkefnið og vilja leggja sitt af mörkum til að ná fram markmiðunum. Atvinnulífið hefði ávinning af máltækninni.

Stöndum frami fyrir miklum áskorunum

„Við gerum okkur vel grein fyrir áskoruninni sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Anna Björk Nikulásdóttir, einn þriggja skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík, á kynningunni.

Hún talaði um mikilvægi þess að hægt verði að nota íslensku sem samskiptamáta í tækniheiminum. Hún boðaði jafnframt að samstarf við stærstu tölvutæknirisana á borð við Microsoft og Amazon. 

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hlýddi á kynninguna.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hlýddi á kynninguna. mbl.is/Ófeigur

Verkáætlunin byggir á tillögum stýrihóps um máltækni. Tillögurnar snúa meðal annars að endurskipulagningu náms í máltækni, myndun klasa, rannsóknum og tækniþróun svo fátt eitt sé nefnt. Markmið með máltækniáætlun fyrir íslensku er að tryggja að hægt sé að nota íslensku sem samskiptamáta í tækniheiminum. Unnið verður að því að byggja upp innviði, gagna og hugbúnaðar, þar sem lögð verður áhersla á fjögur atriði. Þetta eru: talgreinir, talgervill, þýðingarvél og málrýnir.

Tækniframfarir eru örar og því þurfa mátæknilausnir á íslensku að fylgja þeirri þróun. „Þróun innviða mun lækka þann þröskuld sem almenn hugbúnaðarfyrirtæki þufa að yfirstíga til að innleiða máltækni í hugbúnaðarlausnir sínar,“ segir í skýrslu máltækni fyrir íslensku 2018-2022.

Stýrihópurinn sem var skipaður í lok október 2016 og skilaði af sér tillögum sínum í vikunni. Í stýrihópnum áttu sæti Davíð Þorláksson formaður, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Guðrún Nordal og Pétur Reimarsson. Þess má geta að ráðherra þakkaði öllum sem komu að þessari vinnu fyrir vel unnin störf og skilaði hópurinn tillögunum á undan áætlun og þar með hafðu talsvert miklir fjármunir sparast. 

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is

Innlent »

Jónas Már skyndhjálparmaður ársins

12:45 Jónas Már Karlsson var í dag útnefndur skyndihjálparmaður ársins 2017, en Jónas bjargaði eldri konu sem hann var að keyra út mat til með því að beita heimlich aðferðinni á hana áður en hann kallaði til sjúkrabíl. Meira »

Kemur til greina að niðurgreiða flugfargjöld

12:30 Til greina kemur að „niðurgreiða flugfargjöld fyrir íbúa tiltekinna svæða“ í innanlandsflugi. Innanlandsflug verður einnig hagstæðari valkostur en nú er, en samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Meira »

Aflýsa innanlandsflugi

12:26 Búið er aflýsa öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect í dag, utan flugs til Akureyrar klukkan fjögur. Athuga á með þá vél um hálfþrjúleytið í dag. Flug til Nuuk á Grænlandi nú síðdegis er hins vegar á áætlun. Meira »

Komið fárviðri á Reykjum í Hrútafirði

12:11 Veðurofsinn á höfuðborgarsvæðinu er búinn að ná hámarki og er nú tekinn að dvína, en komið er fárviðri á Reykjum í Hrútafirði þar sem vindhraði mælist nú 33 m/s. Meira »

Vatnsleki í grunnskóla Sandgerðis

11:39 Nokkuð annríki hefur verið hjá Brunavörnum Suðurnesja í morgun vegna veðurs. Vatn fór inn í húsnæði SBK í Grófinni í Keflavík vegna leysingavatns sem flæddi niður eftir Grófinni og þá var tilkynnt um vatnsleka í grunnskólanum í Sandgerði. Meira »

Veginum um Súðavíkurhlíð lokað

11:27 Vegna veðurs og slæmrar veðurspár í dag hefur verið ákveðið að loka veginum um Súðavíkurhlíð að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Að sögn Vegagerðarinnar hefur hættustigi vegna snjóflóða verið lýst yfir. Meira »

Stórhöfði breyttist í stöðuvatn

11:12 Vegurinn í hluta af iðnaðarhverfinu í Stórhöfða í Reykjavík virðist hafa breyst í vatnsmikla á eða stöðuvatn í óveðrinu sem gengur nú yfir suðvesturhluta landsins. Hreiðar Ingi Eðvarðsson birti myndskeið á Twitter þar sem sjá má bíla keyra í gegnum „ána.“ Meira »

Opið á umferð um Kjalarnes

11:25 Búið er að opna fyrir umferð um Kjalarnes, undir Hafnarfjalli og hluta Mosfellsheiðar. Þá var Reykjanesbrautin opnuð á ný um hálftíu í morgun. Meira »

Veikleiki í einangrun orsök bilunar í rafmagnsstreng

10:34 Bilun í rafmagnsstreng Landsnets sem liggur til Vestmannaeyja í apríl í fyrra orsakaðist líklegast af veikleika í einangrun. Tók viðgerðin 14 daga, en sérhæfða viðgerðarskipið Isaac Newton var fengið til að aðstoða við viðgerðina. Var fjarstýrður kafbátur notaður og klippti hann strenginn í sundur, en bilunin var á 50 metra dýpi. Meira »

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

10:34 Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun. Meira »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »

Sex létust í árás á lögreglustöð

08:56 Sex létust er hópur vopnaðra manna réðst inn á lögreglustöð í Suður-Afríku í dag og rændi þar skotvopnum. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og einn var hermaður. Meira »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Fundi með bæjarstjóra frestað vegna veðurs

09:12 Fundur eldri sjálfstæðismanna með Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem fara átti fram í Valhöll í hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs. Meira »

Umferðin hæg en áfallalaus

08:26 Umferðin hefur gengið vel fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun að sögn umferðardeildar lögreglunnar, þrátt fyrir ofsaveðrið sem nú gengur þar yfir. Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/1: 4...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...