Hálstakið leiddi til dauða

Frá vettvangi í Mosfellsdal þar sem Arnar Jónsson Aspar lést.
Frá vettvangi í Mosfellsdal þar sem Arnar Jónsson Aspar lést. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur  telur að ekki hafi verið sýnt fram á það af lögreglu að Jón Trausti Lúth­ers­son sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Því var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum felldur úr gildi í gær. Aftur á móti er Sveini Gesti Tryggvasyni gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram.

Jón Trausti er því laus úr gæsluvarðhaldi en Sveinn Gestur sætir gæsluvarðhaldi til 21. júlí vegna gruns um aðild að manndrápi í Mosfellsdal 7. júní.

Samkvæmt gögnum málsins komu þeir Sveinn Gestur og Jón Trausti að heimili Arnars Jónssonar Aspar síðdegis 7. júní í félagi við þrjá karla og eina konu. Eftir að Arnar hafði hent kústi í aðra þeirra bifreiða, sem komumenn voru á, sótti hann járnrör og fór að bifreiðunum. Stigu þá Jón Trausti og Sveinn út úr bifreiðinni og gengu að Arnari. Tók Jón Trausti járnrörið af Arnari en við það féll hinn síðarnefndi í jörðina. Hélt Sveinn Arnari þar í hálstaki í margar mínútur og sló hann ítrekað í andlitið. Var Arnar úrskurðaður látinn klukkan 19:14 um kvöldið.

Fram kom í bráðabirgðaniðurstöðu krufningar að þvinguð frambeygð staða Arnars í langan tíma hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu, sem að lokum leiddi til stöðutengdrar köfnunar og láts hans. Sagði í niðurstöðunni að við þessar kringumstæður væri hægt að líta á hálstakið sem aðalþáttinn „í því sem leiddi til láts“ Arnars.

Jón Trausti hvatti Svein Tryggva áfram við ofbeldið

Fyrir héraðsdómi í síðustu viku kom fram að lögregla hafi síðustu tvær vikur rætt við fjölda aðila vegna málsins. Samkvæmt framburði þeirra aðila hafi Jón Trausti og Sveinn í félagi við fjórmenningana komið á tveimur bílum að heimili Arnars umrætt sinn.

Á meðan Sveinn gekk í skrokk á Arnari stóð Jón Trausti hjá og hvatti Svein áfram, að sögn vitnis að árásinni. Sama vitni lýsti því að þegar vitnið hafi kallað til tvímenninganna að láta af hegðun sinni hafi hvorugur þeirra brugðist við því og atlagan gegn Arnari haldið áfram þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund.

Sé því lýst af vitnum að svo hafi virst sem Jón Trausti og Sveinn væru að mynda brotaþola í kjölfar átakanna og hringja einhver símtöl. Vitni hafi síðan lýst því að skömmu áður en lögregla hafi komið á vettvang hafi tvímenningarnir sýnt tilburði til endurlífgunar á Arnari með því að blása í nokkur skipti í hann og ýtt á bringu hans með annarri hendi.

Tóku báðir upp myndskeið af Arnari meðvitundarlausum

Meðal gagna málsins liggi fyrir nokkur símtöl við Neyðarlínuna þar sem tilkynnt sé um átök og ástand Arnars umrætt sinn. Bæði Sveinn og Jón Trausti eru meðal þeirra sem hringdu í Neyðarlínuna. Í símtali Sveins við Neyðarlínuna tilkynnti hann um að þörf sé á sjúkrabifreið vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann Neyðarlínunnar megi heyra hvar Sveinn leggi símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í Arnar.

Þá liggi fyrir Snapchat-upptökur bæði úr símum Sveins og Jóns Trausta og megi þar sjá að báðir hafi þeir tekið upp myndband af Arnari þar sem sjá megi hann liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að þeir tali á niðrandi hátt til Arnars og sömuleiðis heyrist Jón Trausti segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.

Bæði Sveinn og Jón Trausti neita sök og kannist ekki við hafa veist að Arnari með ofbeldi líkt og vitni hafa lýst. Þeir segjast hafa komið að heimili Arnars til þess að sækja þangað garðverkfæri sem hafi verið eign Sveins. 

Arnar hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að þeim vopnaður kústskafti og skemmt bifreiðar þeirra og í framhaldi hafi hann veist að þeim með járnröri sem þeir hafi séð sig knúna til að stöðva hann með. Í framhaldi hafi þeir haldið Arnari í tökum þar til þeim hafi verið ljóst að hann væri meðvitundarlaus en þá hafi þeir hafið endurlífgun á honum þar til lögreglan hafi komið á vettvang.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...