Neyðarlúgan lokuð í allan dag

Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól.
Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðarlúgan við skólpstöðina í Faxaskjóli, þar sem mikið magn óhreinsaðs skólps flæddi út í sjó, er niðri og verður lokuð í allan dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni og verið að setja upp bráðabirgðabúnað. Á meðan er lúgan lokuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur var gert kunnugt um bilunina 19. júní en síðan hafa viðgerðir ekki alfarið gengið samkvæmt áætlun.

„Neyðarlúgan verður ekki tekin upp í dag og við erum bara að ráða ráðum okkar um framhaldið,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, í samtali við mbl.is. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur sýni úr sjó á svæðinu og fylgist með hvort hætta sé á mengun.

Stjórn OR greint frá biluninni

Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 19. júní var stjórn gert kunnugt um bilunina. „Það var lagt fram minnisblað um umhverfismál til stjórnarinnar þar sem greint var frá því að það væri bilun í Faxaskjóli þarna um miðjan júní,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Minnisblaðið var dagsett 15. júní en samkvæmt því stóð til að verkinu lyki föstudaginn  16. júní sem ekki hafði gengið eftir.

„Það þurfti að fara í sérsmíði á búnaði við lokuna og hún var tilbúin til niðursetningar aftur mánudaginn 19. en af því að það stóð ekki nógu vel á sjávarföllum var beðið með það til þriðjudagsins 20. júní, þá fór hún niður,“ segir Hólmfríður.

Þegar neyðarlúgan var sett niður að viðgerðum loknum kom í ljós að sjór streymdi enn inn í stöðina. Liðu þá nokkrir dagar en 26. júní var hafist handa við að stilla lúguna og í framhaldi voru gerðar prófanir á virkni hennar. Kom þá í ljós að lúgan virkaði ekki sem skyldi og þurfti því að taka hana margsinnis upp til að framkvæma á henni stillingar. Á þeim tíma hefur ýmislegt verið reynt til að fá lúguna til að virka sem skyldi en ekki tekist að því er greint var frá á vef Veita fyrir helgi.

Undrast vinnubrögð borgarstjóra

Í samtali við mbl.is í gær sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, að Kjartan Magnússon, sem á sæti í stjórn OR, hefði verið eini borgarfulltrúinn sem hefði vitað um málið. Þessu vísaði Kjartan á bug í samtali við mbl.is í gær og kvaðst hafa fyrst heyrt um málið í fjölmiðlum eins og aðrir.

Áréttar Kjartan í samtali við mbl.is í dag að hann hafi vitað um fyrri bilunina, miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir um málið á stjórnarfundinum 19. júní, en hann hafi ekki vitað af seinni biluninni sem kom í ljós 26. Í raun sé um að ræða tvö mál.

Undrast Kjartan því ummæli borgarstjórans og segir hann fara undan flæmingi en hafi í fyrstu forðast að ræða málið við fjölmiðla. „Mér finnst ómerkilegt af borgarstjóra að gera þetta svona. Að vera fyrst á flótta undan fjölmiðlum og reyna síðan að klína þessu á borgarfulltrúa minnihlutans,“ segir Kjartan. 

„Þá eru hans fyrstu viðbrögð að reyna að bjarga eigin skinni og hálfpartinn að gefa í skyn að ég hafi leynt upplýsingum. Auðvitað getur það komið fyrir að hann eins og aðra að hann sé ekki nægilega upplýstur en hann er náttúrlega æðsti embættismaður borgarinnar og skipar þrjá stjórnarmenn sjálfur, þar á meðal stjórnarformanninn, og hann er væntanlega í einhverju sambandi við þá,“ segir Kjartan. 

Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli.
Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: Shit

Innlent »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
 
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...