Plan C að ráðherra stígi inn í málið

Ferjan sem deilt er um hvort fái að sigla til ...
Ferjan sem deilt er um hvort fái að sigla til viðbót­ar við Herjólf til Vest­manna­eyja um versl­un­ar­manna­helg­ina. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson fyrir Eimskip

„Plan C er að ráðherra stígi inn í þetta mál og vindi ofan af þessari endemis vitleysu Samgöngustofu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um höfnun á beiðni bæjarins um afnot á ferjunni Akranesi. Ferjan hafi þegar verið varaáætlun og ekki komi til greina að leigja annan bát. Bæjaryfirvöld ætli frekar að fara alla leið. Geðþóttaákvarðanir stjórnvalda megi ekki ráða.

Samgöngustofa ákvað nýlega að ferjan Akranes fengi ekki leyfi til siglinga á milli Eyja og lands um verslunarmannahelgina. Ferj­an hef­ur heim­ild til farþega­flutn­inga milli Akra­ness og Reykja­vík­ur á hafsvæði C en hafsvæðið milli Land­eyja­hafn­ar og Vest­manna­eyja er sömu­leiðis í flokki C. Vest­manna­eyja­bær kærði í beinu framhaldi ákvörðun stofnunarinnar og krafðist þess að sam­gönguráðuneytið felldi ákvörðun Sam­göngu­stofu úr gildi.  

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Árni Sæberg

Plan C að ráðherra vindi ofan af vitleysunni

Að sögn Elliða var ferjan Akranes þegar varaáætlun Vestmanneyinga. „Þetta er plan B, þessi ferja. Við ætluðum að leigja nákvæmlega eins ferju, með öll sömu leyfi og þessi, sem var í öllum atriðum eins,“ segir Elliði. Samgöngustofa hafi sýnt jákvæð viðbrögð um leigu á þeirri ferju en báturinn hafi svo runnið þeim úr greipum. Þegar bæjaryfirvöld hafi stungið upp á notkun á Akranesi hafi komið annað hljóð í strokkinn að ástæðulausu, að mati Elliða.

Nú ætlar hann að fylgja eftir kæru bæjarins, annar bátur kemur ekki til greina. „Plan C er að ráðherra stígi inn í þetta mál og vindi ofan af þessari endemis vitleysu Samgöngustofu,“ segir Elliði. „Þessu verður fylgt eftir alla leið og við munum halda þessu máli algjörlega til streitu og ég trúi ekki að þetta verði erfitt mál fyrir yfirmenn þessarar stofnunar,“ bætir hann við.

Geðþótti eigi ekki að ráða

Elliði segir ákvörðun Samgöngustofu hafa einkennst af geðþótta. „Við megum ekki búa við geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum lög, við höfum reglugerðir, en geðþótti á ekki að ráða,“ segir hann.

Rökstuðningur Samgöngustofu gangi ekki upp, til dæmis hafi Samgöngustofa bent á að leið ferjunnar milli Akraness og Reykjavíkur sé útsýnisleið, sem Elliða þykir mjög einkennilegt: „Algjörlega fráleitur málflutningur.“

Elliði gagnrýnir rökstuðning Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu.
Elliði gagnrýnir rökstuðning Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu. mbl.is

Unga fólkinu ekki treystandi

Þá segir Elliði að Samgöngustofa hafi í orðræðu sinni gefið í skyn að farþegar yfir verslunarmannahelgi hafi haft neikvæð áhrif á umsóknina. „Forstjóri Samgöngustofu segir að ástandið á farþegum til Vestmanneyja sé þannig að það sé ekki hægt að heimila það. Þar er hann væntanlega að vísa til þess að unga fólkinu okkar sé ekki treystandi og þau séu öll útúrdrukkin, “ segir hann.

Hann bætir við að slík fullyrðing sé einfaldlega ekki sönn, gestir yfir hátíðina séu prúðbúnir, og hann trúi ekki að „íslenskir embættismenn og eftirlitsmenn á Íslandi geti gengið fram með svona þvætting“.

Veiti bæjarbúum öryggi

Ferjan hefði veitt bæjarbúum og gestum ákveðið öryggi yfir hátíðina, til dæmis þegar kæmi til sjúkraflutninga. Yfirvöld hefðu getað brugðist skjótt við ef óhöpp gerðust yfir helgina.

„Þarna erum við þá með ferju sem getur flutt sjúkrabörur eða veikt fólk og fleiri en tvo í einu, á þessum mikla hraða. Þetta er þannig aukið öryggi og brýnir okkur enn frekar til þess að láta ekki undan,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...