Fólkið biður um malbik en ekki möl

Ljós­mynd/​Eyþór Hann­es­son

Fólk er ekki að biðja um betri malarveg, fólk er að biðja um malbik. Þetta segir Magnús Jóhannsson, yfirverkstjóri á Fellabæ, sem meðal annars sér um veginn að Borgarfirði eystra. Hann segir það að keyra örlitla möl í veginn á hverju ári vera eins og að pissa í skóinn sinn. Umferð yfir veginn sé orðin svo mikil að malarvegur höndli hana ekki.

Íbúar á Borgarfirði eystra hafa mikið kvartað undan mal­ar­veg­inum sem liggur yfir Vatns­skarð og að firðinum. Að þeirra sögn verður vegurinn gjörsamlega ónýtur, sér­stak­lega á sumr­in og í bleytu.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Hafþór Snjólfur Helga­son, formaður Ferðamála­hóps Borg­ar­fjarðar, að ástand vegarins væri Austurlandi til skammar. Ferðamenn hefðu snúið við vegna vegarins og Borgarfjörður eystri væri eini þéttbýliskjarninn á landinu sem hefði enn ekki bundið slitlag að bænum.

Með rigningu og umferð endist þetta ekki neitt

Magnús segir að í sumar sé búið að hefla veginn í heild sinni fjórum til fimm sinnum. Aftur á móti sé þá ekki verið að telja með þegar hluti vegarins er heflaður, en það gerist að hans sögn oftar. Til dæmis hafi vegurinn verið heflaður þrisvar sinnum undanfarna sjö daga.

Aðspurður segir Magnús endingartíma hverrar viðgerðar fara eftir veðri. „Ef við fáum veginn góðan núna og svo hæfilega þurrt getur þetta enst einhverja daga og vikur. En ef það kemur mikil rigning og umferð með endist þetta ekki neitt,“ segir Magnús.

Ljós­mynd/​Eyþór Hann­es­son

Það er enginn að biðja um betri malarveg

Til að koma veginum í betra ástand þurfi að keyra meira malarslitlag í hann. Að sögn Magnúsar er þó enginn að biðja um það. „Það er enginn að biðja um malarveg, fólk er að biðja um bundið slitlag á veginn.“ 

Magnús segir að við það að keyra örlitla möl í veginn á hverju ári sé „í rauninni bara verið að pissa í skóinn sinn“. Það sé vegna þess að umferðin á Borgarfjörð sé orðin svo mikil að vegurinn geti ekki staðist hana nema við góð skilyrði. „Það er bara ekki hægt,“ segir hann, „alveg sama hversu gott malarslitlagið er,“ bætir hann við.  

Hann segir að á hluta Borgarfjarðarvegar sé til dæmis kafli af bundnu slitlagi sem sé svo ósléttur að „hann myndi hvergi nokkurs staðar viðgangast“ en Borgfirðingum detti ekki í hug að kvarta yfir því. Hann sé skömminni skárri en malarvegurinn.

Þreytt á að bíða eftir malbikinu

Að hans sögn er hefur verið of löng bið eftir lengingu á bundna slitlaginu. Fólk sé orðið þreytt á biðinni. „Sannleikurinn er náttúrulega sá að þessu hefur ekkert miðað áfram, nú er ég ekki að tala bara um Borgarfjörð heldur almennt,“ segir hann.

„Við verðum að hlusta eftir þessu. Fólk er að biðja um bundið slitlag og þá verður að hefjast handa við að endurgera þennan veg og koma bundnu slitlagi á hann,“ bætir hann við.

Ljós­mynd/​Eyþór Hann­es­son

Í uppáhaldi hjá dekkjaverkstæðum

Magnús segir fullyrðingu Hafþórs um að sumir fari ekki veginn sökum malarinnar vera alveg rétta. „Það þýðir ekkert annað en að segja það eins og það er,“ segir hann. Fólk kæri sig ekki um að fara svona með bílinn sinn.

Að hans sögn er blessunarlega ekki mikið um óhöpp á veginum en bílarnir endist aftur á móti ekki í mörg ár: „Það er dýrt fyrir fólkið að búa við svona veg.“ Dekk springi oft undan bílum út af malarvegum enda séu þau einfaldlega ekki ætluð slíkum vegum heldur bundnu slitlagi. „Þegar við heflum eins og núna erum við í miklu uppáhaldi hjá dekkjaverkstæðum,“ bætir hann við.

mbl.is

Innlent »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

„Kallast á við umhverfið“

07:57 Landsbankinn hefur ákveðið að semja við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sex af sjö arkitektateymum sem völdust til að gera frumtillögur skiluðu tillögum. Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »

Tugum dýra bjargað – metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit bjargaði tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...