Uppdrag granskning tilnefndir til Emmy-verðlauna

Frá frægu viðtali Sven Bergman við Sigmund Davíð.
Frá frægu viðtali Sven Bergman við Sigmund Davíð. Skjáskot/Uppdrag granskning

Sænsku fréttaskýringarþættirnir Uppdrag granskning, sem fjölluðu um Panamaskjölin fyrir rúmu ári, hafa verið tilnefndir til Emmy-verðlauna í flokki efnis um málefni líðandi stundar.

Viðtal Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, vakti athygli víða um heim eftir að það birtist í þættinum. Hófst þá atburðarás sem endaði með því að hann sagði af sér embætti sínu.

„Ég held að þessi fréttaskýring sé á meðal þeirra bestu sem Sven og ég höfum gert saman undanfarin 20 ár sem rannsóknarblaðamenn,“ segir Joachim Dyfvermark, annar þáttastjórnendanna, og nefnir þar kollega sinn Sven Bergman, í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT.

„Við erum mjög stoltir og mér finnst ákaflega mikilvægt að varpa sérstöku ljósi á samvinnuna með íslenskum vini okkar, Jóhannesi Kristjánssyni, og hinum rannsóknarblaðamönnunum í alþjóðlega ICIJ-hópnum,“ segir Bergman.

Er þetta í fyrsta sinn sem afurð SVT er tilnefnd til Emmy-verðlaunanna, sem þykja þau virtustu í Bandaríkjunum á sviði sjónvarps.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert