Bangsinn Bruce í Gaykjavík

Karakterinn Bruce telst vera „bangsi“ en að sögn Duffy er ...
Karakterinn Bruce telst vera „bangsi“ en að sögn Duffy er það ákveðin flokkun samkynhneigðra karlmanna sem teljast vera í yfirþyngd, hárugir og hávaxnir. Mynd/Gay Iceland

Viðhafnarútgáfa af hinsegin myndasögunni Bruce the Angry Bear, sem fjallar um viðskotailla bangsann Bruce og kærasta hans Spencer í Gaykjavík, var gefin út í dag í tilefni af Hinsegin dögum. Jonathan Duffy, annar höfundur sögunnar, segir hana tækla hin ýmsu vandamál í heimi samkynhneigðra með húmor, eins og flokkun og líkamsdýrkun.

Sagan, sem hefur slegið í gegn á ýmsum stöðum í heiminum, er eftir Duffy, sem er kvikmyndagerðarmaður og uppistandari, og teiknarann Einar Val Másson. Hún fjallar um bangsann Bruce og kærasta hans Spencer. Þeir reka veitingastað í Gaykjavík, sem er eins konar hliðarveruleiki Reykjavíkur, og lenda þar í ýmsum skrautlegum ævintýrum. Meðal annars lenda þeir í átökum við heimtufreka túrista, fólk sem aðhyllist veganisma og mannræningja.

Hún fjallar um Bruce sem er viðskotaillur „bangsi” og kærastann ...
Hún fjallar um Bruce sem er viðskotaillur „bangsi” og kærastann hans, Spencer. Þeir reka veitingastað í Gaykjavík, sem er eins konar hliðarveruleiki Reykjavíkur, og lenda þar í ýmsum skrautlegum ævintýrum. Mynd/Gay Iceland

Tæklar hin ýmsu vandamál með húmor

Karakterinn Bruce telst vera bangsi en að sögn Duffy er það ákveðin flokkun samkynhneigðra karlmanna sem teljast vera í yfirþyngd, hárugir og hávaxnir. Kærasti hans Spencer telst vera „twink“ en Duffy segir það vera samkynhneigðan mann sem er nokkuð yngri, hárlaus og grannur. Þá talar Duffy einnig um „otra“ sem séu grennri útgáfur af böngsum og „twonks“ sem séu twinks yfir þrítugt.

Duffy segir að þeir Einar taki þátt í þessari flokkun í kaldhæðni, enda sé hún fáránleg. Honum finnist merkilegt að samkynhneigðir menn flokki fólk eftir líkamstýpum. „Sem hópur sem vill ekki vera flokkaður þá elskum við að flokka sjálfa okkur,“ segir hann.

Hann segir að sagan sé gerð til að ögra og brjóta gegn pólitískum rétttrúnaði. Myndasagan beini auk þess sjónum að samkynhneigða samfélaginu og tækli ýmis vandamál þess, eins og líkamsdýrkun og flokkun, með húmor.

Bruce the Angry Bear bolur er nú til sölu, bæði ...
Bruce the Angry Bear bolur er nú til sölu, bæði hjá Samtökunum ’78 en líka á ýmsum viðburðum í kringum Hinsegin daga. Mynd/Gay Iceland

Bruce byggður á alvöru böngsum

Duffy fékk hugmyndina að sögunni árið 2011 þegar hann var staddur á hinsegin kvikmyndahátíð. Þar sá hann nokkra reiða bangsa að bíða eftir myndinni Bear City, en sýningin á henni var sein. Duffy segir að þessir menn hafi fyllt hann af innblæstri og veitt honum hugmyndina fyrir Bruce og hans persónu.

Hann segist lengi hafa gengið um með hugmyndina að myndasögunni í huganum en hafi ekki framkvæmt hana fyrr en mun seinna. Þá hafi Hugleikur Dagsson hvatt Duffy til að fylgja henni eftir. 

Þegar Duffy loksins hitti Einar árið 2015, lýsti hann Bruce fyrir honum. Að sögn Duffy tók það Einar aðeins 20 mínútur að ná Bruce fullkomlega eins og hann ímyndaði sér hann og hófst þá myndasögugerð. 

Leita að týndum Twinks í Gaykjavík

Í viðhafnarútgáfu Bruce the Angry Bear leita þeir Bruce og Spencer að twinks, sem hafa týnst víðast hvar í Gaykjavík, í kringum Gaykjavík Pride. Þá hafa gestastjörnur komið fram í sögunni, eins og tónlistarkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýrsson.

Í tilefni Hinsegin Daga hafa höfundar sögunnar ákveðið að gefa út Bruce the Angry Bear bol, sem nú er til sölu, bæði hjá Samtökunum ’78 og á ýmsum viðburðum Hinsegin daga. Hluti ágóðans fer í að styrkja Reykjavík Pride og starf þess. 

mbl.is

Innlent »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...