„Verið notað sem tilraunadýr í 9 mánuði“

Einar hefur óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd fari ...
Einar hefur óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd fari í vettvangsferð í í verksmiðju United Silicon. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Fólk hefur verið notað sem tilraunadýr í 9 mánuði. Þetta snýst ekkert um upplifun fólksins eingöngu, að þetta sé vond lykt og menn fitji upp á trýnið, þetta snýst um líkamleg einkenni. Fólk er að kvarta undan sárindum í hálsi og það er með þrútin og rauð augu. Svo heyrði ég af astmasjúklingi áðan sem veigrar sér við að fara heim til sín í Reykjanesbæ á meðan ástandið er svona. Þetta er alveg óþolandi.“

Þetta segir Einar Brynjólfsson, formaður þingflokks Pírata og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, sem hefur óskað eftir því að nefndin fari í vettvangsferð í kísilverksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ eins fljótt og auðið er til að kynna sér aðstæður. Lýsingar hans hér að ofan eru byggðar á samtölum og upplýsingum frá íbúum í Reykjanesbæ. Einar segir Friðjón Einarsson, formann bæjarráðs Reykjanesbæjar, tilbúinn að taka á móti nefndinni.

Einar er viss um að verksmiðjunni verði lokað.
Einar er viss um að verksmiðjunni verði lokað. Ljósmynd/Úr einkasafni

Einar var nýbúinn að senda póstinn á nefndarfólk þegar mbl.is náði tali af honum, og hafði enn ekki fengið nein viðbrögð við innihaldi hans. Hann býst þó ekki við öðru en þau verði jákvæð, enda snúist málið ekki um pólitík. „Ég á von að því að það verði vel tekið í þetta, en ef ég fæ ekki þessari ósk minni framgengt þá fer ég bara sjálfur á staðinn.“

Hann segir markmiðið með vettvangsferðinni fyrst og fremst vera að kynnast aðstæðum eins og þær eru í raun og veru.

Hefur snúist upp í andhverfu sína

„Það voru allir mjög áhugasamir um að fá þessa verksmiðju á sínum tíma, það vantaði ekki, enda var bæjarsjóður Reykjanesbæjar líklega sá skuldsettasti í norðanverðri Evrópu og þó víðar væri leitað. Ég skil því vel að fólk hafi tekið þessari verksmiðju fagnandi. En núna er þetta farið að snúast upp í andhverfu sína. Þeir peningar sem þessi verksmiðja mun hugsanlega skila bæjarfélagið eru bara of dýru verði keyptir. Gjaldið er of hátt ef það þýðir líkamleg óþægindi.“

Einar telur víst að það komi að þeim tímapunkti að verksmiðjunni verði lokað. „Auðvitað hlýtur að koma að því að þessari verksmiðju verði lokað ef það verður ekki bundinn endir á þetta. Það er enn verið að bíða eftir niðurstöðum úr nýjustu mælingum, en stemmningin meðal íbúanna er orðin þannig að þeim fer hratt fækkandi sem vilja búa við þessi skilyrði.“

Hann segist þó ekki þekkja lagaforsendur fyrir lokun verksmiðjunnar eða hvort hvort skaðabótaskylda geti skapast. „Það er seinni tíma vandamál. Vandamálið sem við erum að takast á við núna er að fólk þurfi ekki að búa við skert lífsgæði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mun krefjast skaðabóta

Í gær, 20:57 Lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson mun krefjast þess að umbjóðandi hans fái skaðabætur verði hann sakfelldur í máli í Landsrétti. Meira »

Flutti ís til Íslands

Í gær, 20:30 „Hnattræn hlýnun er mikið og flókið vandamál, með mjög einfalda lausn.“ Á þessum orðum hefst myndband sem bandaríska sjónvarpsstöðin Comedy Central gaf út í dag, á Jarðardeginum, en Ísland er þar í aðalhlutverki ásamt grínistanum Moses Storm. Meira »

Ekki gaman að vera strá í þjóðgarðinum

Í gær, 18:32 „Við getum sagt að það sé ekki gaman að vera strá í Vatnajökulsþjóðgarði,“ segir Snorri Baldursson, sem ritstýrði tilnefningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. „Það getur átt von á jökulhlaupi, öskugosi, því að skriðjökull eða hraun valti yfir það.“ Meira »

Brugðið á leik í Árbæjarsafni

Í gær, 18:30 Boðið var upp á fjöruga og skemmtilega leiki í veðurblíðunni á torgi Árbæjarsafns í dag, á síðasta degi Barnamenningarhátíðar. Meira »

„Algjörlega á ábyrgð eigendanna“

Í gær, 18:30 Vítavert sinnuleysi og vanræksla eigenda hússins við Óðinsgötu, þar sem eldur kom upp í gær, hefur stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu. Þetta segir Magnús Þór Þorbergsson, íbúi við Óðinsgötu, sem vakið hafði athygli á ástandi hússins áður en bruninn varð. Meira »

Íris efst á lista Fyrir Heimaey

Í gær, 17:40 Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði var samþykktur einróma á fundi félagsins í dag, en listinn var kynntur í Eyjum klukkan 17. Meira »

Grillið tekið fram á Veðurstofunni

Í gær, 17:16 „Er ekki komið sumar þegar vaktin byrjar að grilla?“ segir við ljósmynd sem birtist á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands í dag. Veðurfræðingur á vakt, Helga Ívarsdóttir, segir sumarið vissulega formlega komið enda hafi sumardagurinn fyrsti verið á fimmtudaginn. Meira »

Kennarar í ljósmóðurfræði harma ástandið

Í gær, 17:29 Kennarar í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands harma stöðuna sem er uppi vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og standa þétt að baki ljósmæðrum, mæðrum og feðrum sem heyja kjarabaráttuna og hafa látið í sér heyra. Meira »

Sameiginleg framboð til skoðunar

Í gær, 16:52 Miðflokkurinn mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í öllum stærri sveitarfélögum landsins. Hvar boðið verður fram er þó ekki endanlega ákveðið, en til skoðunar er að bjóða fram sameiginlega með öðrum framboðum eða flokkum á nokkrum stöðum. Meira »

Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi

Í gær, 16:16 Eftirlitsmyndavélar sem greina númeraplötur verða settar upp á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind í Kópavogi á næstu vikum. Myndavélarnar munu greina allar aðkomur inn í Kópavog austan við Reykjanesbraut, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Meira »

Plokka 4.000 kílómetra á degi jarðar

Í gær, 16:00 Áhugahópurinn Plokk á Íslandi stendur í dag fyrir viðburði á degi jarðar, 22. apríl, þar sem allir ætla að fara út og plokka það sem nemur einum kílómetra. Um 4.500 manns eru í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi og því má ætla að hópurinn muni skila „fjögur þúsund kílómetra hreinum streng til samfélagsins“, að því er segir í tilkynningu. Meira »

Viðvörunarkerfi Hagaskóla fór í gang

Í gær, 15:47 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti gróðureldum á sitthvorum staðnum um hálfþrjúleytið í dag.  Meira »

Kynnti nýja aðferð í stjórnmálunum

Í gær, 15:27 „Miðflokkurinn er ekki í vandamálabransanum, heldur í lausnabransanum,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Landsþingi flokksins í dag. Sigmundur var endurkjörinn formaður flokksins á þinginu í gær. Meira »

Fíknin yfirtók allt

Í gær, 14:30 Þegar Kristín var komin á botninn og búin að fara í sautján meðferðir, liggja í dái í mánuð og búa við hrylling fíknarinnar í langan tíma ákvað hún að deyja. Kristín ákvað að reyna enn einu sinni að brjótast úr heimi neyslunnar og er edrú í dag. Einn dag í einu. Meira »

Spásserað um heilabúið

Í gær, 13:25 „Það er erfitt að flokka þessa bók; það er hryllingur þarna en þetta er samt ekki dæmigerð hryllingssaga með ofbeldi, blóðbaði og slíku. Sagan er líka bókmenntaleg og það talsvert af heimspeki í henni; hún fjallar um hugmyndir sem ég hef áhuga á og vekja hjá mér ugg.“ Meira »

Tónleikasalur á heimsmælikvarða

Í gær, 14:59 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut nýverið virt byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology. Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. Meira »

Þröngar götur slökkviliðinu til ama

Í gær, 13:36 „Þetta eru krúttlegar götur í miðborginni og ef menn leggja ekki rétt þá geta þær orðið ansi þröngar,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en bílar slökkviliðsins lentu í vandræðum á leið sinni að húsi í Óðinsgötu þar sem eldur kom upp í gærkvöldi. Meira »

Stefnuræða Sigmundar í beinni

Í gær, 13:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á Landsfundi Miðflokkins sem fram fer í Hörpu í dag. Hægt er að fylgjast með ræðunni í beinni útsendingu á vef mbl.is. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Hobby 560UL hjólhýsi til sölu
2 rúm, sólarsella, makrísa og loftnet aukalega. 2012 vel með farið. innigeymsla ...
Ukulele
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Landssambands sumarhúsa...