Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

mynd/Heiðdís

Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni, þar á meðal Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður flokksins.

„Við viljum breyta nafninu og kenna okkur beint við jöfnuð því við erum jafnaðarmenn og Samfylkingarnafnið er ekki nógu mikil skírskotun í það sem flokkurinn stendur fyrir,“ segir Auður Alfa í samtali við mbl.is. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Eins og mbl.is greindi frá í gær vakti Eva H. Bald­urs­dótt­ir, vara­borg­ar­full­trúi flokks­ins, at­hygli á mál­inu á Face­book-síðu sinni í gær og kallaði eft­ir umræðu um málið. „Það er til umræðu hjá okk­ur í Sam­fylk­ing­unni að breyta nafn­inu. Hvað finnst ykk­ur?“ skrifaði hún.

Flokks­menn og aðrir hafa ekki legið á skoðunum sín­um í at­huga­semd­um við færsl­una. Marg­ir taka hug­mynd­inni fagn­andi og vilja sjá orðið jafnaðarmaður í nafni flokks­ins á meðan aðrir segja hana fá­rán­lega, vand­ræðal­ega og lykta af ör­vænt­ingu. Sjálf seg­ir Eva flokk­inn eiga að vera óhrædd­an við breyt­ing­ar. Henni þyki nafnið jafnaðarflokk­ur af­skap­lega fal­legt og það hafi sterka póli­tíska skír­skot­un.

Auður Alfa Ólafsdóttir.
Auður Alfa Ólafsdóttir.

Jafnaðarflokkurinn einnig til umræðu

Auður segir umræður hafa átt sér stað undanfarið um hvaða nafn henti flokknum best, og ýmsar hugmyndir hafi verið á lofti. „Sumir vilja meina að önnur nöfn séu betri og þar hefur helst komið fram nafnið Jafnaðarflokkurinn,“ segir Auður.

Segir hún flutningsmenn tillögunnar hvetja aðra flokksmenn til að koma með breytingartillögur, en aðalatriðið sé að nafninu verði breytt í samræmi við það sem flokkurinn stendur fyrir; jöfnuð.

Tími til kominn að kjósa um nafnið

„Ég held það séu margir á því að við þurfum að breyta nafninu; leggja Samfylkingarnafnið niður og taka upp eitthvað sem tengist jöfnuði,“ segir Auður, og bætir við að hópurinn hafi fengið mjög góð viðbrögð við tillögunni.

Umræða um nafnabreytingu á flokknum er ekki ný af nálinni, og hefur nokkrum sinnum verið rætt að tengja nafn flokksins betur við stefnu hans. Auður segir að því sé tími til kominn til að kjósa um nafnið.

Fylgi flokksins féll í síðustu alþingiskosningum, og er hann aðeins með þrjá þingmenn á Alþingi. En er þessi breyting þá í ykkar huga eitthvað sem getur markað tímamót hjá flokknum? „Já algjörlega. En þetta er ekki tengt því þó það sé örugglega fínn tími til að gera þetta núna. Það er tími til kominn að skerpa á okkar stefnu,“ segir Auður. „Það verður bara spennandi að sjá hvaða nafn verður ofan á, svo lengi sem það tengist jöfnuði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
Sundföt
...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...