Lét höggin dynja á Birnu í aftursætinu

Urs Oliver Wiesbrock fór yfir niðurstöður sínar sem réttarmeinafræðings, en ...
Urs Oliver Wiesbrock fór yfir niðurstöður sínar sem réttarmeinafræðings, en honum var falið að svara sex spurningum. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki eru neinar vísbendingar um að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita Birnu Brjánsdóttur áverka. Hægt er að segja með nokkurri vissu að áverkar á líkama hennar hafi verið eftir hnefa, en ekki spörk eða olnboga. Mögulegt er þó að brotaþoli hafi verið skallaður og áverkarnir myndast þannig. Ekki er hins vegar hægt að segja til um það með vissu á grundvelli ummerkja.

Þetta segir Urs Oliver Wiesbrock, sérfræðilæknir í réttarmeinafræði, sem tók að sér að svara sex spurningum í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Annar dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Wiesbrock ber vitni með aðstoð túlks.

„Þegar um er að ræða vopn eða verkfæri sem eru hörð eða með hrjúfu yfirborði sést það á áverkunum og það eru ekki vísbendingar um að notuð hafi verið slík verkfæri.

Líklegast notaður hnefi

Á grundvelli aðstæðna í bílnum og ummerkja er hægt að segja með nokkurri vissu að ekki er um að ræða höggáverka vegna sparks og ólíklegt er að áverkar séu eftir olnboga. Líklegast er að notaður hafi verið hnefi,“ segir Wiesbrock.

Hann segir jafnframt líklegt að Birnu hafi verið veitt eitt eða fleiri högg sem gáfu blóðáverka. „Á grundvelli blóðferla og blóðummerkja á aftursæti bifreiðar er um að ræða blóðáverka sem stafað hafa af höggum sem komið hafa í kjölfar höggs eða högga sem á undan hafa farið. Fyrst hefur komið höggáverki sem veldur sárum og síðar fylgja fleiri högg. Við það dreifist blóðið sem varð til við fyrsta höggið,“ útskýrir hann.

Miðað við blóðummerki í bílnum má ætla að Birna hafi setið eða legið hægra megin á aftursætisbekk bifreiðarinnar á meðan höggin dundu á henni.

Thom­as­ Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Thom­as­ Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áverkar og dökk svæði 

Wiesbrock gerir grein fyrir niðurstöðum sínum sem réttarmeinafræðings á áverkum á líki Birnu með því að vísa til ljósmynda sem hann afhenti dómnum í upphafi.

„Á mynd eitt sést greinilega á andliti látnu að nefið er útflatt og breikkað. Þótt það sjáist ekki á brjóstmyndinni að nefbeinið er brotið kemur það síðar fram.

Á myndum eitt og tvö sést áverki á efra hægra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð.

Á mynd þrjú sést dökkt svæði á enni og á vinstri kinn og vanga og hægra megin. Þetta geta verið líkblettir en einnig ummerki um áverka.

Á mynd fjögur sést blæðing undir höfuðhúðinni hægra megin.

Á mynd fimm sjást blæðingar á stóru svæði hægra megin á höfði og hnakka.

Á mynd sex sést fremur ógreinileg innri blæðing á höfði.

Á mynd sex sést áverki á innanverðri efri vör sem teygir sig inn að tannholdi, einkum hægra megin. Það sem sést ekki svo greinilega á myndinni en sést í stafrænni útgáfu er að um er að ræða áverka á vörinni sem hefur orðið vegna þrýstings. Vefurinn er rifinn. Hægra megin á kinninni sést einnig að það vantar hluta af mjúkvef en engin ummerki um blæðingar. Hér er því um að ræða áverka sem hefur orðið til eftir andlátið.

Á mynd átta sést að hægra eyra vantar að hluta til, en það má rekja til þess að dýr hafi verið að verki.

Á mynd níu sjást framan við hægra eyrað ummerki um blæðingu sem geta verið eftir höggáverka.

Á mynd tíu sést höfuð vinstra megin að innanverðu, en er ekki hægt að staðfesta ummerki um blæðingu.

Á mynd ellefu sjást marummerki um ytri höggáverka beggja megin á hálsi.

Á myndum þrettán og fjórtán sjást blæðingar inni á mjúkvefjum hálsins.“

Ólíklegt að vopn eða verkfæri hafi verið notuð

Eftir að hafa farið yfir áverka á líki Birnu tekur Wiesbrock saman niðurstöður sínar. „Þegar allt er tekið saman er um að ræða greinlega ákverka um mitt höfuð, við nef og munn en þó einkum hægra megin. Þessir áverkar sýna engin skýr form,“ segir hann og dregur af því þá ályktun að ólíklegt sé að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita áverkana.

Wiesbrock sýnir myndir úr rauðu Kia Rio bílaleigubifreiðinni, sem Thomas hafði til umráða, til að gera frekar grein fyrir niðurstöðum sínum. Hann segir að miðað við ummerkin í bílnum megi ætla að Birna hafi setið eða legið hægra megin á aftursætisbekk bifreiðarinnar, á meðan höggin dundu á henni.

Þegar horft sé til áverkanna, séu þeir einkum á hægri hlið höfuðsins og hafi því að öllum líkindum orðið til fyrir tilstilli vinstri hnefa, segir Wiesbrock.

Ein þeirra spurninga sem honum var falið að svara var hvort brotamaðurinn væri örvhentur eða rétthentur, en hann segir ekki hægt að segja til um það með óyggjandi hætti.

mbl.is

Innlent »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Í gær, 19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

Í gær, 19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

Í gær, 18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

Í gær, 18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

Í gær, 18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Í gær, 18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

Í gær, 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...