Bændur í útlöndum og dreifing mjólkur stöðvuð

Nautgripur. Mynd úr safni.
Nautgripur. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Starfsmanni MAST sem fór í eftirlitsferð á mjólkurbúið Viðvík í Skagafirði á fimmtudaginn síðastliðinn var meinaður aðgangur að fjósinu. Daginn eftir stöðvaði Matvælastofnun dreifingu mjólkur frá bænum. Bændurnir voru í útlöndum á þeim tíma og börn þeirra sem eru 9, 15 og 24 ára sáu um búið á meðan. Bændurnir vildu vera viðstaddir heimsóknina og óskuðu því eftir að henni yrði frestað. Ekki var orðið við þeirri ósk og því var dreifing mjólkur frá bænum stöðvuð daginn eftir eftirlitsferðina.  

Á mánudaginn fékk eftirlitsmaður MAST að kanna aðstæður á mjólkurbúinu og reyndust hollustuhættir viðunandi. Seinna í dag er því búist við að dreifingarbanninu verði aflétt. Þegar dreifingarbannið var sett á var enginn rökstuddur grunur um að eitthvað væri  að mjólkinni heldur gat starfsmaður ekki gengið úr skugga um að hollustuhættir í matvælaframleiðslu væru viðunandi.

Fremur sjaldgæf vinnubrögð

„Þetta er fremur sjaldgæft,“ segir Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, spurður út í aðgerðir MAST. Hann bendir hins vegar á að starfsmenn MAST verði að geta gert úttektir á matvælaframleiðslu án þess að eigendur eða rekstraraðilar viti af henni fyrir fram.   

Samkvæmt matvælalögum er matvælafyrirtækjum skylt að veita óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað, segir í tilkynningu frá MAST.

mbl.is/Styrmir Kári

„Valdníðsla“ af hálfu MAST

„Mér finnst lágmarkskrafa að bóndinn sé viðstaddur þegar starfsmaður MAST mætir í skoðunarferð,” segir Guðríður Björk Magnúsdóttir, bóndi í Viðvík. Hún var nýlega lent í Noregi þegar einn af þremur sonum hennar sem var heima og sá um búið hringir í hana og greinir frá því að starfsmaður MAST væri kominn til að skoða fjósið.

Að sögn Guðríðar hafi honum verið greint frá því að þeir væru ekki fulltrúar búsins og gætu þar með ekki leyft starfsmanni MAST að skoða fjósið. Þá hafi starfsmaður MAST, Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir, sagt að ef hann fengi ekki að skoða fjósið þyrfti að kalla til lögreglu til að framfylgja skoðuninni. Guðríður talaði við Jón í síma og benti honum á að hann þyrfti líka að fá húsleitarheimild þar sem búreksturinn væri á einkakennitölu. Ekkert varð úr lögregluheimsókninni. 

Daginn eftir, á föstudeginum 18. ágúst, birtist starfsmaður MAST með skjal sem hann biður elsta soninn á bænum um að skrifa undir. Hann neitaði því þar sem hann er ekki forráðamaður búsins og taldi sig ekki hafa rétt til þess, að sögn Guðríðar. Skjalið var afrit af skýrslu um stöðvun á markaðssetningu mjólkur.  

„Við óskuðum eftir því að heimsókninni yrði frestað því við héldum að við ættum skýlausan rétt til þess að vera viðstödd í okkar húsum eða að tilkvaddur fulltrúi búsins væri það,“ segir Guðríður. Ekki varð úr því og þurftu bændurnir Guðríður og eiginmaður hennar, Kári Ottósson, að senda MAST yfirlýsingu þess efnis að stofnunin fengi aðgang að fjósinu án þeirra eða fulltrúa þeirra án leyfis hvenær sem væri til þess að skoðun og opnun færi fram. Sú skoðun fór fram á mánudaginn eins og greint var fyrr frá. 

Furðar sig á nafnbirtingu búsins

„Mér finnst þetta valdníðsla og ekkert annað,“ segir Guðríður. Hún tekur samt fram að það sé margt gott sem MAST geri og sinni og eftirlitsskyldu þeirra bæri að taka alvarlega, hins vegar þykir henni þetta hafa verið full gróf framganga í þeirra garð. Hún furðar sig einnig á nafnbirtingu búsins í tilkynningu MAST. 

„Það er greinilega ekki sama hver á í hlut. Hvers vegna var bóndinn ekki nafngreindur sem drap kvígu með að draga hana á eft­ir bíl sínum í fyrrasumar? Það er mun alvarlegra en að krefjast þess að fá að vera viðstaddur þegar MAST kemur í eftirlitsferð á búið sitt,“ segir Guðríður. Hún vísar í mál sem kom upp á Norðurlandi í fyrrasumar og fékk bóndinn áminningu

„Við erum alvarlega að hugsa um að slútta fríinu út af þessu. Börnin eru niðurbrotin yfir hótunum um lögreglu,“ segir Guðríður.  

mbl.is

Innlent »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þarna í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Í gær, 22:50 Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness. Meira »

Funda vegna jarðvegsgerla á morgun

Í gær, 22:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, telur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi fylgt öllum verklagsreglum vegna jarðvegsgerla sem greinst hafa í neysluvatni í nokkrum hverfum borgarinnar. Meira »

Veginum lokað í fyrramálið vegna snjóflóðahættu

Í gær, 21:44 Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi síðar en klukkan sex í fyrramálið. Ákvörðunin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og er tekin í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina. Meira »

Engin hætta á ferðum

Í gær, 21:11 „Þetta er frekar lítil mengun, en yfir mörkum samkvæmt íslensku neysluvatnsreglugerðinni, og okkur þótti rétt að láta almenning vita, eins og rétt er,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is. Meira »

Neysluvatn soðið á Landspítalanum

Í gær, 21:58 Landspítalinn beinir þeim tilmælum til starfsmanna sinna að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks á spítalanum þar til „neyðarástandi“ hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í færslu á facebooksíðu spítalans. Meira »

Fitjar upp á handleggina og prjónar með höndunum

Í gær, 21:20 Erlu Svövu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi finnst skrýtin tilfinning að skipta um starfsvettvang og byrja allt í einu að sinna starfi sem bjargar engum eins og hún kemst að orði. Meira »

„Hver ber ábyrgð á þessu?“

Í gær, 20:38 „Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld en hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
Toyota Yaris 2007 - 690.000
Keyrður 109.000 km. Sjáfskiptur og lítur mjög vel út. Nýskoðaður athugasemdala...
Íbúðarrými til leigu við Laugarásveg.
Gott 40 fm 2ja herbergja íbúðarrými með eða án húsgagna. Salerni. Allt sér. Laus...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...