Virðist vera að fálma í myrkri

Thomas Møller Olsen er ákærður fyrir að hafa banað Birnu ...
Thomas Møller Olsen er ákærður fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar sl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann hefur komið með nýjar útgáfur eftir því sem málinu hefur undið fram. Þá verður að skoða önnur gögn í málinu; rannsóknargögn og framburði annarra. Hann sendir frá sér þau skilaboð að vitnisburður hans sé algerlega haldlaus og ekkert mark sé á honum takandi.“

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, um framburð Thomasar Møllers Olsens og hvernig hann hefur breytt honum.

„Mér virðist hann vera að fálma í myrkri. Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ bætir Helgi við.

Hann segir síður en svo sjaldgæft að sakborningar komi með nokkrar útgáfur af því sem á að hafa gerst. Stundum séu á því trúverðugar skýringar, en svo sé ekki í þessu tilviki. „Það sem hann sagði við aðalmeðferðina virtist miða að því að fella félaga hans, mann sem var dauðadrukkinn,“ segir Helgi og á þar við fullyrðingar Thomasar um hegðun Nikolajs Wilhelms Herlufs Olsen, félaga síns, um nóttina.

Engin játning, en sterk gögn

Í upphafi aðalmeðferðarinnar í gær var Thomas spurður um hvort sú afstaða hans, að neita sök, hefði breyst. „Ég neita enn,“ þýddi grænlenski túlkurinn svar Thomasar.

Helgi segir að í samtölum sínum við grænlenska afbrotafræðinga hafi hann orðið þess áskynja að það sé nokkuð óvenjulegt meðal Grænlendinga að játa ekki sök. „Tölur sýna að þegar um alvarleg ofbeldisbrot eða manndráp er að ræða er játning yfirleitt ekki vandamálið á Grænlandi. En hann gæti verið í fullkominni afneitun.“

Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Spurður hvort það gæti verið úrslitaatriði í niðurstöðu málsins, að játning liggi ekki fyrir, segist Helgi ekki telja að svo sé. „Vissulega er engin játning, en fyrir liggja gögn sem benda til yfirgnæfandi sektar,“ segir Helgi og nefnir þar óyggjandi niðurstöður blóð- og lífsýna.

Efast um harðræði lögreglu

Bæði Thomas og Nikolaj sögðu við aðalmeðferðina í gær að lögregla hefði pressað á þá að játa á sig sök og komið illa fram við þá. Helgi segir líklegt að þessar ásakanir verði skoðaðar innan lögreglunnar, en segist ekki hafa orðið var við annað en að málið hafi verið unnið af einstakri fagmennsku af hálfu lögreglu. „Satt best að segja held ég að fólk eigi erfitt með að trúa að þetta hafi gerst í ljósi þess hversu ótrúverðugur vitnisburðurinn hefur verið. Mér þætti ekki ólíklegt að þarna væri verið að leita í örvæntingu eftir einhverju sem hugsanlega væri hægt að nota,“ segir Helgi.

Málið má ekki vera óuppgert

Að mati Helga er afar mikilvægt að málið verði til lykta leitt og að dregið verði fram með óyggjandi hætti hvernig lát Birnu bar að. Málið megi ekki verða að óleystu morðmáli sem muni liggja á þjóðinni næstu áratugina.

„Þjóðin tók þátt í þessu allt frá því að Birnu var fyrst saknað og við viljum öll klára málið. Við leituðum saman að henni, við höfðum öll áhyggjur. Hún var systir okkar, dóttir okkar og frænka sem var í grandaleysi á leið heim til sín á gangi í öruggustu borg Evrópu og hvarf sjónum okkar nánast í beinni útsendingu úr öryggismyndavélum. Þetta má ekki vera óuppgert en reyndar er fátt sem bendir til þess að eitthvað slíkt sé í uppsiglingu.“

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

Í gær, 18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

Í gær, 18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

Í gær, 18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

Í gær, 17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

Í gær, 17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

Í gær, 18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

Í gær, 17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

Í gær, 17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
Sundföt
...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...