Aðalmeðferð lokið í máli S-127

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi Thomasar Fredriks Møllers Olsens, gerði athugasemd, sagði að vafi léki um akstur rauðu Kia Rio-bifeiðarinnar um Suðurstrandarveg og það, hversu margir kílómetrar af akstri Olsens, væru óútskýrðir. Hann sagði að það yrði að útskýra ákærða í hag. Aðalmeðferð í sakamáli S-127/2017, máli ákæruvaldsins gegn  Møller Olsen, er nú lokið.

Þetta sagði Páll í andsvörum sínum í munnlegum málflutningi í máli ákæruvaldsins gegn Olsen sem ákærður er fyr­ir að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar síðastliðinn. Hann gerði einnig athugasemdir við handtöku Olsens. Engu máli skipti hvernig frelssisviptur maður fengi far inn í íslenska lögsögu

Páll sagðist dást að styrk foreldra og aðstandenda brotaþola og að því sögðu lagði hann málið í dóm.

Kristinn Halldórsson héraðsdómari sleit að því búnu dómþingi og sagði að niðurstöðu væri að vænta innan fjögurra vikna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert