Tour of Reykjavík veldur truflunum

Vesturlandsvegur.
Vesturlandsvegur. mbl.is/Ómar

Umferðartruflanir gætu orðið á Vesturlandsvegi og Þingvallavegi fyrir hádegi og á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi á milli klukkan 11 og 12.30.

Auk þess verður Nesjavallaleið og Grafningsvegur lokaður á milli klukkan  10.30 og 12. Í fyrramálið má svo búast við töfum innanbæjar í Reykjavík. Bílstjórar eru hvattir til að kynna sér vel lokanir á tourofreykjavik.is, að því er Vegagerðin greinir frá.

Verið er að gera tvö hringtorg á Reykjanesbraut, annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Þjóðbraut. Aðalgötu hefur nú verið lokað tímabundið á nýjan leik, meðan verið er að steypa kantsteina og í framhaldi að ljúka yfirborðsfrágangi. Hjáleiðir eru þá sem fyrr um Þjóðbraut eða Garðveg.

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 kílómetrar á klukkustund. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Unnið er að lokaáfanga gólfviðgerðar á Borgarfjarðarbrú. Umferð er stýrt með ljósum. Verkinu á að ljúka 14. nóvember.

Vaðlaheiðarvegur 832 er opinn að hluta, þ.e. 12 km kafli upp úr Eyjafirði en vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng í Fnjóskadal er ekki hægt að láta umferð fara um vinnusvæðið við Skóga. Því er veginum lokað við Ytra Nesgil og öll umferð upp úr Fnjóskadal er bönnuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert