Mjótt á munum seinni keppnisdag

Michelle Lauge Quaade kom fyrst í mark í kvennaflokki í ...
Michelle Lauge Quaade kom fyrst í mark í kvennaflokki í gær. Hún er með um einnar og hálfrar mínútu forskot á þær Ágústu og Erlu sem eru í öðru og þriðja sæti. Ljósmynd/ÍBR

Seinni keppnisdagur Tour of Reykjavík-götuhjólakeppninnar, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni borgarinnar um helgina, hefst klukkan 8:00 frá Laugardal. Talsverð spenna er í bæði karla- og kvennaflokki sem og í liðakeppni kvenna, en sameiginlegur tími beggja daga gildir í heildarkeppninni.

Fyrri dagleiðin var 125 kílómetrar að lengd og var farin frá Laugardal, yfir Mosfellsheiði, gegnum Grafning og upp Nesjavallabrekkuna og Nesjavallaleiðina til baka í Laugardal. Seinni dagleiðin er öll hjóluð innan borgarmarkanna og er 60 kílómetra löng, en leiðin samanstendur af þremur 20 kílómetra hringjum frá Laugardal, meðfram Sæbrautinni og niður í miðbæ og til baka.

Auk þess að keppast um sigur í sameiginlegu keppninni verður einnig keppt til sigurs í seinni dagleiðinni einni og sér.

Tveir Danir keppa um sigur í karlaflokki

Í karlaflokki í gær sigraði Daninn Jeppe Hanssing sem keppir með Team ACR-FBL Elite á tímanum 03:10:10.0. Var hann þremur sekúndum á undan liðsfélaga sínum Nicolai Christensen. Í þriðja sæti í gær var Tobias Mørch og í fjórða sæti var Thor Mørup Prødel sem einnig er í Team ACR-FBL Elite. Þeir Niels van der Pijl og Jacob Bujik sem keppa fyrir Global cycling team voru í fimmta og sjötta sæti og komu þeir ásamt  Prødel saman í holli. Birkir Snær Ingvason var fyrstur Íslendinga, en hann var um níu mínútum á eftir fyrsta manni á tímanum 03:19:09.7.

Það ætti því að vera talsverð spenna í dag hvort Hanssing eða Christensen nái að landa sigri í heildarkeppninni og svo hver af þeim sem lenti í 3.-6. sæti nái þriðja sætinu. Í liðakeppninni (þar sem samanlagður tími þeirra fjögurra sem keppa saman í liði gildir) er Team ACR-FBL elite með nokkuð gott forskot, eða um 14 mínútur. Global cycling team er í öðru sæti og Víkingasveitin í þriðja sæti.

Jeppe Hassing var fyrstur í karlaflokki, en hann var þremur ...
Jeppe Hassing var fyrstur í karlaflokki, en hann var þremur sekúndum á undan liðsfélaga sínum Nicolai Christensen. Ljósmynd/ÍBR

Ágústa og Erla gætu gert atlögu að fyrsta sæti

Í kvennaflokki var Michelle Lauge Quaade í fyrsta sæti á tímanum 03:52:20.0. Keppir hún fyrir Team ACR-FBLR Elite. Þær Ágústa Edda Björnsdóttir og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir komu næstar á tímanum 03:54:54.7, en þær keppa báðar fyrir Tind. Þær voru jafnar Quaade upp Nesjavallabrekkuna, en eftir það náði hún stuttu forskoti. Johanne Marie Marcher hjá Team ACR-FBL var í fjórða sæti og Lisa Worner í Tindi í fimmta sæti. Rikke Bak Dalgaard í Team ACR-FBL Elite var svo í sjötta sæti.

Í kvennaflokki gæti orðið talsvert spennandi að sjá hvort þær Ágústa og Erla geti sótt saman og slitið sig frá aðalhópnum og reynt að vinna upp þær 2:34 mínútur sem skilur þær frá Quaade. Þá er Tindur með um einnar og hálfrar mínútu forystu í liðakeppni kvenna (sömu reglur og í karlaflokki nema að þrjár konur eru í hverju liði) á Team ACR-FBL elite. Stefnir því í mikla spennu í þeim flokki.

Eins og í gær er talsvert um lokanir og truflanir fyrir umferð bíla á meðan á keppninni stendur, en sem fyrr segir verður ræst klukkan 8:00 og er gert ráð fyrir að keppni ljúki um hádegi. 

mbl.is

Innlent »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...