Fluttu 131% meira út í ágúst en í fyrra

Lömb nýkomin af fjalli.
Lömb nýkomin af fjalli. Ljósmynd/Árni Torfason

Neysla á lambakjöti innanlands í ágúst var 723 tonn, eða 48% meiri en í ágúst í fyrra. Þá var útflutningurinn 225 tonn, 131% meiri en í ágúst í fyrra.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir markaðsátak hafa borið árangur ytra. Síðan það hófst í vor hafi verið flutt út 800 tonn. Því séu birgðir af lambakjöti í lok ágúst mun minni en talið var; 1.124 tonn.

Fjármagn frá ríki, ónotað fé úr búvörusamningi og samsvarandi framlag sláturleyfishafa hafi verið nýtt í átakið, alls yfir 300 milljónir. Í umfjöllun um mal þetta í Morgunblaðinu í dag segir Steinþór eftirspurn ferðamanna eiga þátt í aukinni neyslu innanlands í ágúst. Hún sé t.d. ríflega 40% meiri en í ágúst 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert