Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

Lögreglumaðurinn, sem lauk afplánun 2005, er mágur Önnu Signýjar. Haustið ...
Lögreglumaðurinn, sem lauk afplánun 2005, er mágur Önnu Signýjar. Haustið 2003 var hann dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar og greiðslu miskabóta fyrir að brjóta kynferðislega gegn henni og tveimur öðrum stúlkum. mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa sætt 18 mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út. Ég þurfti að lesa fréttina þrisvar áður en ég trúði þessu,“ sagði Anna Signý í ítarlegu viðtali við RÚV.

Lögreglumaðurinn, sem lauk afplánun 2005, er mágur Önnu Signýjar. Haustið 2003 var hann dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar og greiðslu miskabóta fyrir að brjóta kynferðislega gegn henni og tveimur öðrum stúlkum, sem einnig voru tengdar honum fjölskylduböndum.

Hann sótti um uppreist æru sumarið 2009 og umsókn hans fylgdu vottorð frá sjö mönnum, þótt þess sé aðeins krafist að tveggja. Þrjú bréfanna voru rituð skömmu áður en hann sótti um uppreist æru, tvö eru ódagsett og tvö voru rituð áður en dómur féll í málinu og voru ekki skrifuð í tengslum við umsókn um uppreist æru. Meðmælendur lýsa manninum sem nákvæmum og samviskusömum, góðum föður, vinnusömum og kátum.

Eins og að staðfesta að hann hafi ekki gert neitt af sér

Maðurinn heitir Hallur Gunnar Erlingsson Reyndal og í frétt RÚV er auk Önnu Signýjar rætt við annan brotaþola hans og tilgreint að sú þriðja, sem býr erlendis styðji umfjöllun um málið og að nafn mannsins sé birt. 

Anna Signý segir að með því að veita honum uppreist æru sé verið að staðfesta þá fullyrðingu hans að hann hafi ekki gert neitt af sér.

„Ég las fyrirsögnina, las hana aftur og aftur, að fyrrverandi lögreglumaður hefði fengið uppreist æru. Ég trúði þessu varla og þurfti að lesa fréttina örugglega þrisvar áður en ég trúði þessu og brotnaði bara niður. Ég var í vinnunni og ég gat bara ekki hugsað. Þetta var áfall og það að hann hafi verið með uppreist æru síðastliðin sjö ár og ég ekki haft hugmynd um það, það fannst mér ótrúlegt,“ segir Anna Signý. 

Brotin gegn Önnu Signýju stóðu yfir frá því hún var 11 ára þar til hún var 16 ára. Var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa á því tímabili margsinnis káfað á henni utanklæða, ítrekað reynt að stinga tungu sinni í munn hennar og fyrir að hafa einu sinni strokið kynfæri hennar og brjóst innanklæða.

Verð að vernda sjálfa mig og mín börn

Anna Signý segir manninn aldrei hafa viðurkennt brotin gegn sér og telur mögulega ekki átta sig á því að hann hafi gert eitthvað rangt. 

Hún sleit samskiptum við manninn, hálfsystur sína og fjölskyldu þeirra 2014.

„Ég ákvað bara að ég yrði að vernda sjálfa mig og mín eigin börn. Þá sendi hann mér tölvupóst og þar ritar hann að ef hann hafi gert eitthvað biðjist hann afsökunar og segir að það sé almennur misskilningur að með því að fyrirgefa eitthvað sé maður að samþykkja það sem hefur gerst. Svo biðst hann afsökunar á að trufla mitt tilfinningalíf og eitthvað svona. Þetta var ótrúlega skrítið og þetta: Ef ég gerði eitthvað þá biðst ég afsökunar. Hann er dæmdur barnaníðingur. Það fer ekkert á milli mála að það er ekkert ef. Hann gerði þetta og þetta er ótrúlega erfitt af því sem barn, að lenda í þessu, þá trúir maður þessu ekki og fer að efast um sjálfan sig og þegar hann segir svona, ef, þetta er bara valdið sem hann er að sýna fram á. “

mbl.is

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Bækur
Til sölu mikið magn allskyns bóka, uppl í síma 8920213...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...