Mun ekki ljúka við tólf frumvörp

Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrr í mánuðinum.
Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrr í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar gerir ekki ráð fyrir að ljúka við þau tólf frumvörp sem ríkisstjórnin var búin að samþykkja áður en kom til stjórnarslita.

Frumvörpin voru í farvegi hjá þingflokkunum og í lokafrágangi en ekki var búið að leggja þau fram á Alþingi.

Þetta kom fram á fyrsta ríkisstjórnarfundi starfsstjórnarinnar sem var haldinn í morgun.

Ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær annar fundur verður haldinn en ef taka þarf á brýnum málum verður það gert.

Á fundinum voru einnig rætt um stöðu starfsstjórna. Lögð voru fram ljósrit úr nokkrum fræðiritum, þar á meðal grein eftir Björn Bjarnason frá árinu 1976 sem birtist í tímariti lögfræðinga um stöðu starfsstjórna.

mbl.is