Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

Rúna ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum í Nýja-Sjálandi þar ...
Rúna ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum í Nýja-Sjálandi þar sem þau reka eigið fyrirtæki.

Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks.

„Upphaflega ætluðum við bara að vera hér á meðan maðurinn minn væri að klára sitt nám en síðan ílengdumst við og erum hér enn,“ segir Rúna og hlær enda hafa árin á Nýja-Sjálandi verið góð þó hún segist ekki hafa getað flutt hálfa leiðina yfir hnöttinn fyrir 20 árum.

„Við Arana kynntumst og byrjuðum saman árið 1998 þegar hann flutti til Íslands. Á þeim tíma hefði ég ekki getað flutt alla leið til Nýja-Sjálands en í dag er þetta orðið svo lítið mál, þ.e. að vera í samskiptum við vini og ættingja. Við mamma og fleiri erum t.d. alltaf með opið spjall á samfélagsmiðlum og svo má alltaf taka skype-símtal til Íslands.“

Skógræktin og ljósmyndun

Það er ekki langt í fallega náttúru og það nýtir ...
Það er ekki langt í fallega náttúru og það nýtir fjölskyldan sér.


Rúna hefur ásamt vinkonu sinni, Holly, stillt upp og tekið ljósmyndir í anda blómamálverka frá fyrri tíð en hún tekur jafnframt fjölskyldumyndir ásamt því að reka skógræktar- og skógarhöggsfyrirtæki með eiginmanni sínum. Það er því í nægu að snúast hjá Rúnu sem segist í það minnsta ekki leiðast meðan verkefnin eru næg.

„Auk þess að sinna rekstrinum með manninum mínum er ég að taka ljósmyndir. Ég tek töluvert af fjölskyldumyndum en mynda auk þess listrænni myndir með vinkonu minni. Síðan er það bara reksturinn. Ætli ég kallist ekki bara skógarbóndi á íslensku eða skógræktarbóndi. Í stuttu máli þá vinnum við timbur úr svokölluðum nytjaskógi fyrir timburiðnaðinn.“

Eiginmaður Rúnu er verkfræðingur og þau keyptu tækjabúnað og hófu reksturinn fljótlega eftir að þau fluttu út til Nýja-Sjálands en töluverð iðnaðarstarfsemi er á svæðinu sem þau búa á en þó aldrei langt í náttúruna og ströndina.

„Við búum í litlum bæ á norðureyjunni sem heitir Gisborne en hér minnir margt á Ísland.“

Menningin ekki svo ólík

Rúna tekur myndir af blómaskreytingum
Rúna tekur myndir af blómaskreytingum


Þrátt fyrir að vera komin hálfa leiðina í kringum hnöttinn segir Rúna margt í menningu Nýsjálendinga vera svipað og á Íslandi.

„Samfélagið hér er að mörgu leyti líkt, t.d. er sterk samkennd með fólki þegar eitthvað bjátar á eða mikið er um að vera. Kannski svolítið smábæjarsamfélag enda fólkið vinalegt og viðkunnanlegt.“

Menningarsjokkið var því ekki mikið við flutninginn út, það voru helst árstíðirnar sem Rúnu þótti í byrjun ekki eins og þær áttu að vera.

„Hér er allt öfugt,“ segir hún og hlær. „Jólin eru um hásumar og veturinn harðastur um miðjan júlí. En eins og með allt annað venst þetta þó mér finnst enn hálfsérkennilegt að halda upp á jólin á miðju sumri.“

Hún bendir jafnframt á að á Nýja-Sjálandi er eftirsóknarvert að vera í norðurhlíð og talað sé um heitan norðanvindinn en kaldan sunnanvindinn.

„Það er voðalega notalegt hérna þó það geti orðið nokkuð kalt á veturna. Það snjóar lítið sem ekkert en það er rakt og kuldinn sker alveg inn að beini. Margir spyrja mig hvort ég sé ekki vön þessu frá Íslandi en þetta er einhvern veginn öðruvísi. Það hjálpar heldur ekki til að húsin hér eru ekki eins vel byggð og heima eða þau eru ekki jafn vel einangruð.“

Lambið eins og heima

Stutt er í einstaka náttúru en Nýja-Sjáland líkt og Ísland skartar mikilli náttúrufegurð og segir Rúna stutt að fara í kyrrðina og fegurðina sem náttúra landsins hefur upp á að bjóða.

„Mér finnst þetta ekki ósvipað og heima á Íslandi. Það þarf ekki að fara langt til að komast í einstaka og fallega náttúru. Síðan er stutt niður á strönd og við stundum það töluvert að veiða, snorkla og fara í útilegur við ströndina. Einnig er rík matarmenning hér með hvers konar sjávarrétti,“ segir Rúna og bendir á að alls staðar sé að finna kindur á Nýja-Sjálandi, líkt og á Íslandi. En er lambakjötið jafn gott og á Íslandi?

„Já, ég finn í það minnsta engan mun á íslenska lambinu og því nýsjálenska. Kannski er það vegna þess að ég elda það nákvæmlega eins og ég elda lambið heima á Íslandi.“

Þá segir hún Nýsjálendinga ekki nota sósur í sama mæli og Íslendingar og minna sé um hvers konar sælgæti og sæta drykki.

„Óhollustan er hér líkt og víðar en börn drekka meira af vatni en borða á móti miklu meira af alls konar snakki. Svipar margt til þess sem maður kynnist í Bretlandi.“

Lífið á Nýja-Sjálandi er gott að sögn Rúnu og ekki nema 22 tíma flug til Íslands. Hún mælir því tvímælalaust með Nýja-Sjálandi fyrir ævintýragjarna Íslendinga.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Þráðablika og gyllinský

21:35 „Hér eru tækifæri til þess að upplifa, sjá og skynja hvernig vatnið er óendanleg uppspretta og undirstaða alls í lífríkinu. Svörin við spurningunum sem vakna í vitund gesta eru líka flest hér á sýningunni, þar sem eitt leiðir af öðru og skemmtun og fróðleikur fara saman,“ segir Sigrún Þórarinsdóttir, safnkennari í Náttúruminjasafni Íslands. Meira »

„Ekkert óeðlilegt“ við kröfu Miðflokks

20:39 Miðflokkurinn virðist þurfa 22 þingmenn með sér til þess að ákveðið geti verið að breytt skipan í nefndir Alþingis verði tekin upp. Það er „ekkert óeðlilegt“ við að flokkurinn óski eftir þessum breytingum, segir stjórnmálafræðiprófessor. Meira »

Krapaflóð á Eskifirði

20:10 Tvö krapaflóð féllu í Hólmatindi á Eskifirði í dag en hellirigning var á Austfjörðum í morgun og fram eftir hádegi. Sóley Gísladóttir, íbúi á Eskifirði, náði myndskeiði af öðru flóðinu sem stöðvaðist rétt fyrir ofan þjóðveginn. Meira »

Að lifa eins og fólk langaði sjálft til

19:24 Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi verið með uppsteyt af ýmsu tagi og leitað allra leiða til að vera sjálfrátt á tímum vistarbands 19. aldar. Vilhelm Vilhelmsson ætlar að spjalla um vinnuhjú og vistarband í sagnfræðikaffi á mánudag. Meira »

Tveimur göngumönnum bjargað

18:51 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í dag neyðarkall frá tveimur erlendum göngumönnum á Tungnafellsjökli. TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru þegar í stað kallaðar út. Meira »

Ólafur og Karl Gauti fengu 600.000 kr.

18:27 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, nú þingmenn Miðflokksins, fengu hvor um sig 300.000 króna greiðslur frá Alþingi 1. febrúar fyrir sérfræðiaðstoð. Peningarnir liggja að sögn Ólafs að mestu óhreyfðir. Meira »

„Vitlaust að gera“ í sundi á Akureyri

18:21 Það hefur verið „vitlaust að gera“ í Sundlauginni á Akureyri í dag að sögn Kristínar Magnúsdóttur, vaktstjóra hjá Sundlaug Akureyrar. Starfsfólk laugarinnar hefur þurft að loka miðasölunni nokkrum sinnum í dag til þess að takmarka fjölda ofan í laugina. Meira »

Enn ekkert spurst til Jóns

17:32 Hátt í hundrað manns leituðu Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar sem hefur verið týndur í tvær vikur. Jón sást síðast í Whitehall-hverfinu í Dublin um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar. Meira »

Gætu bitnað mest á landsbyggðinni

16:39 Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni gætu bitnað einna mest á landsbyggðinni. Þetta segir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Katla DMI. Fyrirtækið áætlar að taka á móti 10 þúsund gestum frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss á þessu ári. Meira »

Gagnrýna RÚV fyrir vanvirðingu

15:53 „Sú ákvörðun RÚV, að snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna, lýsir vanvirðingu við störf þeirra fjölmörgu fagaðila sem standa að baki íslenskrar kvikmyndagerðar.“ Meira »

Gengið til mótmæla gegn hungri og örbirgð

14:59 Hópur fólks kom saman á Austurvelli við Alþingi í dag til þess að mótmæla því, að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar því til að framfleyta sér. Á annað þúsund manna boðuðu komu sína á Facebook en á vettvangi voru einhverju færri. Meira »

Allt að 1.000 leggi niður störf 8. mars

14:27 Það geta verið allt að 1.000 félagsmenn Eflingar sem hætta að vinna í boðuðum verkfallsaðgerðum á hótelum í Reykjavík og nágrenni 8. mars. Hátt í 8.000 félagsmenn kjósa um þetta í vikunni. Meira »

Fjölskyldusamvera í skólavetrarfríi

13:40 Vetrarfríin eru hætt að koma foreldrum jafnmikið á óvart og þau gerðu fyrstu árin.  Meira »

Kiddi klaufi langvinsælastur

12:12 Dagbækur Kidda klaufa verma níu efstu sætin yfir vinsælustu bókasafnsbækurnar fyrir árið 2018, en listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titla í aðildarbókasöfnum Gegnis hafa nú verið gerðir aðgengilegir. Meira »

Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi

12:00 Bræður Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin á dögunum, fóru í viðtal í The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu í gær. Þátturinn er annar langlífasti spjallþáttur í heimi. Meira »

„Sem mest tjón á sem skemmstum tíma“

11:25 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð forystu stéttarfélaganna vegna boðaðra verkfalla. Hann segir sviplegar afleiðingar geta orðið af verkföllum í ferðaþjónustu. Meira »

Grunaðir um skipulagðan þjófnað

10:35 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu afskipti af fjórum erlendum karlmönnum í Leifsstöð í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi. Meira »

Umfangsmesta aðgerðin hingað til

10:00 Í dag hefst umfangsmesta einstaka aðgerðin í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi sem hvarf í Dublin fyrir tveimur vikum síðan. Fleiri tugir írskra sjálfboðaliða taka þátt í þaulskipulagðri aðgerð. Meira »

HÍ brautskráir 444 í dag

09:50 Háskóli Íslands brautskráir 444 kandídata, 313 konur og 131 karl, úr grunn- og framhaldsnámi við hátíðlega athöfn klukkan 13 í dag. Meira »
Falleg 5herb. 140m2 íb. 221 Hafnarfirði.
Falleg 5 herb. íb. (4svh.) í lyftublokk á Völlunum í Hafnarf. Skápar í öllum hb....
Skíði á Akureyri - Dalvík ?
Til leigu lítið sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljósleiðari, útisturta, 10...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...