Staðsetningaumræðan komin fram yfir síðasta söludag

Landspítalinn við Hringbraut. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ánægjulegt að ...
Landspítalinn við Hringbraut. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ánægjulegt að sjá að stuðningur við uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut sé góður. mbl.is/Ómar

Umræðan um staðsetningu Landspítalans er löngu komin fram yfir síðasta söludag að mati Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Í vikulegum pistli sínum sem birtur er á vef spítalans segir Páll  ánægjulegt að flestir þátttakenda í nýrri könnun Fréttablaðsins telji heilbrigðismálin vera mikilvægust.

„Enn á ný sendir almenningur stjórnmálafólki skýr skilaboð um hvaða mál brenna helst á sér,“ segir Páll í pistli sínum. Einnig sé ánægjulegt að sjá að stuðningur við uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut sé góður „enda ætti umræða um staðsetningu Landspítala að vera löngu lokið, eftir nærri tveggja áratuga þóf.“

Heilbrigðismál séu flókin og í stað þess að ræða um heildarsýn á málaflokkinn þá strandi umræðan um málaflokkinn iðulega í einhverjum misáhugaverðum afkimum.

Umræðan í skötulíki

„Gott dæmi um þetta er staðsetningarumræðan sem er löngu komin fram yfir síðasta söludag og ég tel að kunni að hafa haft þau áhrif að stjórnmálin hafi að einhverju leyti misst yfirsýn yfir þá flóknu skipulagsheild sem heilbrigðisþjónustan er,“ segir Páll. Umræða um alvöru uppbyggingu innviða þjónustunnar sé í skötulíki og fjármögnunarumræðan ruglingsleg.

„Þetta er á sama tíma og við verjum töluvert minna hlutfalli landsframleiðslu til heilbrigðismála en önnur norræn lönd. Þetta er líka á sama tíma og samanburður við evrópsk OECD-lönd sýnir að Ísland hefur undanfarin ár vermt botnsætið í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu, er töluvert neðar en Rúmenía sem er næstneðst.“

Hann hafi áður vísað til hinnar „heilögu þrenningar“ sem umræða Landspítalann eigi að hvarfast. „Starfsemin okkar hvílir á þremur stoðum og sé ein þeirra veik líður starfsemin öll fyrir,“ segir Páll. „Því dugir ekki að horfa einungis til fjármögnunar rekstrar, þótt það sé nauðsynlegt. Samhliða verður að fjalla um innviðauppbyggingu og ekki hvað síst huga að mönnun.“

Tækifæri fyrir stjórnmálin að tryggja viðunandi rekstrarfé

Nú sé tækifæri fyrir stjórnmálin að tryggja spítalanum viðunandi rekstrarfé til starfseminnar. Þá verði að byggja upp innviði starfseminnar og skilja hvorki undan eðlilega endurnýjun tækjabúnaðar né viðunandi viðhald og endurnýjun bygginga.

„Síðast en alls ekki síst er öll umræða um heilbrigðismál marklaus sem ekki tekur á stærstu áskorun samtímans í málaflokknum; mönnun heilbrigðisstétta. Ég vil enn og aftur ítreka mikilvægi þess að sá vandi er ekki framtíðarvandi, við glímum við hann á hverjum degi og búast má við að hann aukist á sama tíma og álag á heilbrigðisþjónustuna eykst með breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Með breytingum á launakjörum lækna á síðustu misserum hefur staðan á Landspítala hvað þá stétt varðar batnað til muna. Hins vegar eru kjör annarra heilbrigðisstétta áhyggjuefni og má þar nefna m.a. lífeindafræðinga, geislafræðinga og sjúkraliða. Sérstaklega verður að horfa til hjúkrunarfræðinga, sem eru hryggjarstykki í starfsemi hvers sjúkrahúss, sem ein heilbrigðisstétta er læst inni í kjaradómi. Þetta er verulegt áhyggjuefni og við sjáum áhrif þessa á degi hverjum. Hér er verk að vinna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

17:08 „Það er mjög vel haldið utanum okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »

Mikilvægt að fylgjast með veðurspám

08:05 Með morgninum er búist við vaxandi suðvestlægri átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um land með skúrum, en léttir til um landið norðvestanvert. Í kvöld bætir enn í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 metra á sekúndu á norðan- og norðaustanverðu landinu. Meira »

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

07:57 Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins. Meira »
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....