Staðsetningaumræðan komin fram yfir síðasta söludag

Landspítalinn við Hringbraut. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ánægjulegt að ...
Landspítalinn við Hringbraut. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ánægjulegt að sjá að stuðningur við uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut sé góður. mbl.is/Ómar

Umræðan um staðsetningu Landspítalans er löngu komin fram yfir síðasta söludag að mati Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Í vikulegum pistli sínum sem birtur er á vef spítalans segir Páll  ánægjulegt að flestir þátttakenda í nýrri könnun Fréttablaðsins telji heilbrigðismálin vera mikilvægust.

„Enn á ný sendir almenningur stjórnmálafólki skýr skilaboð um hvaða mál brenna helst á sér,“ segir Páll í pistli sínum. Einnig sé ánægjulegt að sjá að stuðningur við uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut sé góður „enda ætti umræða um staðsetningu Landspítala að vera löngu lokið, eftir nærri tveggja áratuga þóf.“

Heilbrigðismál séu flókin og í stað þess að ræða um heildarsýn á málaflokkinn þá strandi umræðan um málaflokkinn iðulega í einhverjum misáhugaverðum afkimum.

Umræðan í skötulíki

„Gott dæmi um þetta er staðsetningarumræðan sem er löngu komin fram yfir síðasta söludag og ég tel að kunni að hafa haft þau áhrif að stjórnmálin hafi að einhverju leyti misst yfirsýn yfir þá flóknu skipulagsheild sem heilbrigðisþjónustan er,“ segir Páll. Umræða um alvöru uppbyggingu innviða þjónustunnar sé í skötulíki og fjármögnunarumræðan ruglingsleg.

„Þetta er á sama tíma og við verjum töluvert minna hlutfalli landsframleiðslu til heilbrigðismála en önnur norræn lönd. Þetta er líka á sama tíma og samanburður við evrópsk OECD-lönd sýnir að Ísland hefur undanfarin ár vermt botnsætið í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu, er töluvert neðar en Rúmenía sem er næstneðst.“

Hann hafi áður vísað til hinnar „heilögu þrenningar“ sem umræða Landspítalann eigi að hvarfast. „Starfsemin okkar hvílir á þremur stoðum og sé ein þeirra veik líður starfsemin öll fyrir,“ segir Páll. „Því dugir ekki að horfa einungis til fjármögnunar rekstrar, þótt það sé nauðsynlegt. Samhliða verður að fjalla um innviðauppbyggingu og ekki hvað síst huga að mönnun.“

Tækifæri fyrir stjórnmálin að tryggja viðunandi rekstrarfé

Nú sé tækifæri fyrir stjórnmálin að tryggja spítalanum viðunandi rekstrarfé til starfseminnar. Þá verði að byggja upp innviði starfseminnar og skilja hvorki undan eðlilega endurnýjun tækjabúnaðar né viðunandi viðhald og endurnýjun bygginga.

„Síðast en alls ekki síst er öll umræða um heilbrigðismál marklaus sem ekki tekur á stærstu áskorun samtímans í málaflokknum; mönnun heilbrigðisstétta. Ég vil enn og aftur ítreka mikilvægi þess að sá vandi er ekki framtíðarvandi, við glímum við hann á hverjum degi og búast má við að hann aukist á sama tíma og álag á heilbrigðisþjónustuna eykst með breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Með breytingum á launakjörum lækna á síðustu misserum hefur staðan á Landspítala hvað þá stétt varðar batnað til muna. Hins vegar eru kjör annarra heilbrigðisstétta áhyggjuefni og má þar nefna m.a. lífeindafræðinga, geislafræðinga og sjúkraliða. Sérstaklega verður að horfa til hjúkrunarfræðinga, sem eru hryggjarstykki í starfsemi hvers sjúkrahúss, sem ein heilbrigðisstétta er læst inni í kjaradómi. Þetta er verulegt áhyggjuefni og við sjáum áhrif þessa á degi hverjum. Hér er verk að vinna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslenskan breiðist út

07:37 Icelandic online er íslenskunámskeið sem nýst hefur og nýtast mun íslensku-nemendum út um allan heim.  Meira »

Gul veðurviðvörun

06:37 Víða allhvöss eða hvöss suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi í dag. Snarpir vindstrengir við fjöll sem eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gul viðvörun gildir frá hádegi á Suðurlandi og Faxaflóa og Breiðafjörð frá klukkan 14. Meira »

Konur auka hagvöxt

06:31 Ef konur ynnu eins mikið úti og karlar gæti hagvöxtur á Norðurlöndum aukist um 15-30%, segir í nýrri skýrslu frá OECD og Norrænu ráðherranefndinni. Á undanförnum áratugum hefur aukin atvinnuþátttaka kvenna hækkað hagvaxtartölur að meðaltali um 10-20% á ári, segir í skýrslunni. Meira »

Grunaður um innbrot í bíla

06:13 Maður sem er grunaður um að hafa verið að brjótast inn í bíla í Breiðholtinu í nótt var handtekinn skammt frá vettvangi og er vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Meira »

Andlát: Jón Þórarinn Sveinsson

05:30 Jón Þórarinn Sveinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, er látinn. Hann lést 18. maí sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira »

Tafirnar eru dýrar

05:30 Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli. Meira »

Deila vegna laxveiða

05:30 Netaveiðirétthafar innan Veiðifélags Árnesinga ætla að kæra til Fiskistofu samþykkt aðalfundar félagsins frá 26. apríl um að netaveiðar verði bannaðar á vatnasviði Ölfusár og Hvítár sumarið 2019. Meira »

Ferðamaður lenti í snjóflóði

05:30 Erlendur ferðamaður slasaðist í snjóflóði í Grænagarðsgili í Skutulsfirði í gær. Þorkell Þorkelsson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir að ekki hafi verið um mikið flóð að ræða. Hann geti þó ekki fullyrt hvernig líðan mannsins sé. Meira »

Háhýsabyggð á ís

05:30 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir skipulag Borgartúns 24 verða tekið fyrir á næsta fundi ráðsins. Sá fundur fari fram í byrjun júní. Meira »

Íbúðarhús í nýju orlofshverfi Eflingar

05:30 Efling stéttarfélag er að hefja framkvæmdir við byggingu sex íbúðarhúsa á landi sínu í Stóra-Fljóti í Reykholti í Bláskógabyggð. Húsin verða leigð út sem sumarbústaðir. Meira »

Mál í gíslingu ríkisstofnana

05:30 Um hundrað Vestfirðingar komu saman við Gilsfjarðarbrú um miðjan dag í gær á samstöðufundi, sem haldinn var af grasrótarhreyfingu íbúa á Vestfjörðum til þess að minna stjórnvöld á þrjú stór hagsmunamál Vestfirðinga, raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og bættar samgöngur. Meira »

Íþróttahús fyrir 4,2 milljarða

05:30 Ráðgert er að framkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ hefjist í haust. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,2 milljarðar króna, en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að bygging hússins sé hluti af mikilli uppbyggingu á svæðinu við Vífilsstaði. Meira »

Fjórir eru sakborningar

05:30 Fjórir menn hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa.  Meira »

Varað við ferðalögum vegna veðurs

Í gær, 22:46 Spáð er allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi næsta sólarhringinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

BRCA genin ekki einu skaðvaldarnir

Í gær, 20:43 Undanfara daga hefur mikil umræða verið um aðgang að erfðaupplýsingum og þá helst aðgang að upplýsingum um ákveðna meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, sem eykur margfalt líkur á brjóstakrabbameini hjá þeim sem ber hana. Breytingin erfist frá einni kynslóð til annarrar. Meira »

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum

Í gær, 20:25 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps. Meira »

Þyrlan gat ekki sinnt útkallinu

Í gær, 19:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna tveggja ferðamanna sem lentu í Þingvallavatni í gær vegna þess að vakthafandi þyrlusveit uppfyllti ekki kröfur um lágmarkshvíld og því ekki hægt að kalla þyrluna út. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

Í gær, 19:39 Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Voru dýralæknir og tæknifræðingur

Í gær, 19:36 Ferðamennirnir sem létust eftir að þeir voru við veiðar í Þingvallavatni voru frá borginni La Crescent í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. Meira »
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...