Bregðast við neyð leigjenda

Ráðherrann undirritaði tvær reglugerðir svo hægt verði að opna á ...
Ráðherrann undirritaði tvær reglugerðir svo hægt verði að opna á aðgerðirnar.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur falið Íbúðalánasjóði að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðrar stöðu leigjenda en í nýrri könnun sjóðsins kemur fram að hlutfall fólks á leigumarkaði sé enn að aukast. Í aðgerðunum felst að greiðsla húsnæðisbóta mun færast til sjóðsins frá Vinnumálastofnun, sem annast þær nú. Mun sjóðurinn fara í sérstakt átak til að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði.

Þá hefur ráðherra falið sjóðnum að undirbúa stofnun leigufélags sem muni eignast og leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á hóflegu verði. Um er að ræða tímabundna aðgerð til að bregðast við miklum skorti á hagkvæmu húsnæði til leigu. Síðar verður stefnt að því að íbúðir leigufélagsins fari í umsjá viðeigandi sveitarfélaga eða inn í nýtt kerfi leiguheimila sem nýtur opinberra stofnframlaga.

Ráðherrann hefur undirritað tvær nýjar reglugerðir sem opna á þessar aðgerðir. Hann segir að útgáfa reglugerðanna styðji við nýtt hlutverk Íbúðalánasjóðs sem sé að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði „Lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs takmarkast nú við félagsleg lán og lán til svæða þar sem önnur lán bjóðast ekki. Nú bætist við útgreiðsla húsnæðisbóta og aðkoma að fjölgun hagkvæmra leigubúða. Ég hef auk þess falið sjóðnum að annast víðtækt hlutverk á sviði efnahagsmála þar sem hagdeild sjóðsins framkvæmir hlutlausar greiningar á þróun húsnæðismála og miðlar þeim upplýsingum til almennings. Þá höfum við falið sjóðnum samræmingu nýrra húsnæðisáætlana sveitarfélaga og útdeilingu fjár í formi stofnframlaga til óhagnaðardrifinna byggingarverkefna,“ segir Þorsteinn.

Aðeins 40% nýta réttinn til húsnæðisbóta

Í nýrri leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur fram að leigjendur greiða að meðaltali 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Þrátt að greiða svo háa leigu þá nýta einungis ríflega 40% leigjenda rétt sinn til húsnæðisbóta. Umtalsverð hækkun bótanna og hækkun tekjuviðmiða við síðustu áramót og aftur í vor, virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri við að bæta stöðu leigjenda.

Í tengslum við yfirfærslu útgreiðslu bótanna til Íbúðalánasjóðs mun sjóðurinn ráðast í nánari skoðun á því hverju það sætir að stór hluti þeirra sem rétt eiga á slíkum greiðslum láti hjá líða að sækja þær. „Fólk getur verið að fara á mis við háar upphæðir á ársgrundvelli. Einstaklingur sem er á leigumarkaði og er með undir 550.000 kr. í laun á mánuði á rétt á 6.798 kr. í húsnæðisbætur eða sem nemur samtals 81.576 kr. á ári. Fjögurra manna heimili með sömu tekjur á rétt á 44.935 kr. eða 539.220 kr á ári. Þetta eru upphæðir sem skipta fólk máli og því er brýnt að komast að því hvers vegna þær eru ekki að skila sér. Ríkisvaldið hefur ákveðið að jafna stöðu fólks á húsnæðismarkaði með þessum bótum og í húsnæðiskrísu, eins og nú ríkir, þá er sérstaklega mikilvægt að þessir peningar rati á réttan stað,“ segir Þorsteinn.

Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi gert ítarlegar kannanir á stöðu leigjenda og hann fagni því að fá tækifæri til að koma auknum fjárhagsstuðningi til þessa hóps. „Ég hugsa að margir átti sig einfaldlega ekki á því hvað húsnæðisbætur, sem áður nefndust húsaleigubætur, hafa hækkað mikið og að fólk eigi kannski rétt á þeim núna þó það hafi ekki átt hann áður, t.d. vegna of hárra tekna. Í öllu falli er þarna er hópur með millitekjur sem greiðir mjög háa leigu en lætur umtalsverðar fjárhæðir liggja óhreyfðar hjá hinu opinbera, sem það á sannarlega rétt á að fá,“ segir Hermann.

 Kanna hvort íbúðir geti orðið að leiguheimilum

Annar megin þáttur í aðgerðunum nú til að bregðast við bágri stöðu leigjenda er stofnun leigufélags utan um fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Ráðherra mæltist til þess í byrjun júlí að sjóðurinn hætti við sölu um 300 íbúða í eigu sjóðsins. Íbúðalánasjóður hafði fyrirhugað að selja flestar eignanna fyrir áramót. Í dag eru tæplega 500 íbúðir í eigu sjóðsins en um tveir þriðju hluti íbúðanna eru í útleigu. Leigjendur þeirra eru í mörgum tilfellum fyrrverandi eigendur íbúðanna eða leigjendur fyrri eigenda sem misstu íbúðirnar í hendur sjóðsins vegna vanskila. 

Þorsteinn segir að Íbúðalánasjóður muni kanna hvort íbúðirnar geti í framhaldinu orðið að svokölluðum leiguheimilum en það eru íbúðir sem eru keyptar eða byggðar með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. „Leiguheimiliskerfið er hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“

Ráðherra segir einnig koma til greina að íbúðirnar renni inn í félagsíbúðakerfi viðkomandi sveitarfélaga þegar fram líði stundir. Brýnt sé að bregðast við því neyðarástandi sem ríki á leigumarkaði og nýtt leigufélag Íbúðalánasjóðs sé leið til þess. Ekki komi til greina að selja íbúðirnar eins og staðan sé nú.

mbl.is

Innlent »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er annað flugið af þremur hjá flugfélaginu á síðustu viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...