Sagði Ísland öruggasta land í heimi

Systurnar Ketija og Sendija gáfu sér tíma til að skoða ...
Systurnar Ketija og Sendija gáfu sér tíma til að skoða náttúru Íslands enda hafðimóðir þeirra margoft sagt þeim frá landinu sem henni var orðið svo kært.

Sanita Brauna, sem var myrt á Hagamel í lok september, var svo hrifin af Íslandi að hér vildi hún vera áfram næstu árin. Hún hafði áform um að fá dóttur sína til sín hingað til lands og vildi læra íslensku til að aðlagast samfélaginu betur. Elsta dóttir hennar ræddi við Sunnudagsblaðið um sorgina og þakklætið í garð allra sem aðstoðuðu fjölskylduna á erfiðum tímum. 

Líf lettneskrar fjölskyldu umturnaðist á örskotsstundu þegar morð var framið í Vesturbæ Reykjavíkur í lok september. Sanita Brauna var myrt á hrottalegan hátt í landi sem hún hafði sagt börnum sínum að væri það öruggasta í heimi.

Sendjia, elsta dóttir Sanitu, féllst á að ræða við blaðamann og lýsa þeim áhrifum sem þessi harmleikur hefur haft á fjölskylduna. Við byrjum á að ræða um það þegar fjölskyldunni var tilkynnt andlátið.

„Við fengum fréttirnar á mjög harkalegan hátt. Lögreglan kom heim til ömmu minnar og afa og afhenti þeim orðsendingu frá sendiráði Lettlands í Osló um að Sanita, móðir mín, hefði látist og að um einhvers konar glæp væri að ræða.

Ekkert meira, engar útskýringar, ekkert. Amma hringdi og færði okkur fréttirnar.“

Sanita Brauna.
Sanita Brauna.

Biðu heila helgi eftir frekari fréttum

Áfallið var skiljanlega yfirþyrmandi og spurningarnar margar.

„Í orðsendingunni var símanúmer hjá lögreglunni á Íslandi þannig að næsta dag hringdum við í það númer. Ég var í algjöru sjokki og afneitun. Veröldin hrundi enda höfðum við átt von á henni hingað heim tveimur dögum síðar. Við hringdum í lögregluna á Íslandi strax daginn eftir og okkur var sagt að rannsakandi myndi hringja í okkur til baka eins fljótt og hægt væri.

Þetta var á föstudegi en svo heyrðum við ekkert í lögreglunni fyrr en í vikunni á eftir, þremur eða fjórum dögum eftir að við fengum fréttirnar fyrst,“ segir Sendjia.

Sú bið tók verulega á fjölskylduna. „Þetta var ólýsanlegur sársauki og reiði sem helltist yfir okkur þessa daga. Það voru allir í áfalli og við vissum ekkert.“

Þegar lögreglan hafði samband gat hún ekki sagt margt, en tjáði þeim að frekari upplýsingar fengju þau þegar þau kæmu til landsins. 

Lögreglan reyndist vel

Þrátt fyrir þetta segir Sendija að lögreglan hér á landi hafi síðan reynst fjölskyldunni mjög hjálpleg og hafi sett þau vel inn í öll atriði tengd morðinu á móður hennar eftir því sem rannsóknin vannst áfram. 

„Við áttum eftir þetta í mjög góðum samskiptum við lögregluna.“

Fjölskyldan kom til Íslands við afar erfiðar aðstæður en ber ...
Fjölskyldan kom til Íslands við afar erfiðar aðstæður en ber mikið lof á Hjört Magna, prest í Fríkirkjunni, og aðra sem komu að skipulagningu útfarar Sanitu Brauna sem fram fór hér á landi. Frá vinstri eru Tabita Saulite, vinkona Sanitu,Ketija Araja, Hjörtur Magni, Sendija Araja og Maksims Iljasovs, unnusti hennar.

Sendija er sjálf 25 ára gömul og starfar sem snyrtifræðingur í Riga, höfuðborg Lettlands. Systir hennar Ketjia er tvítug og býr einnig í Riga þar sem hún leggur stund á nám í kóreógrafíu. Bróðir þeirra Renjis er 15 ára og býr hjá föður þeirra í bænum Ventspils, þar sem þau ólust upp og amma þeirra og afi búa.

Sanita Brauna var jarðsungin hér á landi 5. október síðastliðinn og hluti fjölskyldunnar kom hingað til lands til að fylgja henni til grafar. Jarðneskar leifar voru svo fluttar til Ventspils þar sem hún er greftruð. Önnur útför fór því einnig fram í heimalandinu. 

Erfið Íslandsför

Sendija segir ferðina hingað til Íslands hafa tekið á þau öll en er þakklát fyrir aðstoðina sem þau fengu. 

„Við vorum fjögur sem komum til Íslands. Ég, systir mín, Max unnusti minn og ein vinkona mömmu. Ferðin var auðvitað ekki ánægjuleg en við vissum það fyrirfram og gerðum okkar besta til að höndla þetta.

Það var mjög erfitt að undirbúa okkur fyrir jarðarförina, velja kjólinn á hana, uppáhaldslagið hennar og tala við prestinn. En það var ótrúlega mikið af hjálplegu fólki í kringum okkur. Jarðarförin var skipulögð af lettneskum konum sem búa hér á landi, Andzelu og Ingridu, og vinnufélagar mömmu á Swan hótel skipulögðu erfidrykkjuna.

Það var ótrúlegt hvað fólk var tilbúið að gera mikið fyrir okkur. Þetta var í raun stórkostlegt en átakanlegt á sama tíma.“ 

Ætlaði sér að búa hér áfram og læra íslensku

Sanita Brauna kom fyrst til Íslands í fyrra og vann þá úti á landi við ferðaþjónustu. Frá því í febrúar á þessu ári hafði hún starfað við þrif á íbúðahóteli í miðbæ Reykjavíkur og eins og fram hefur komið var hún ákaflega vel liðin meðal vinnufélaga og undi hag sínum vel hér á landi. Hún sagði börnum sínum oft frá Íslandi og hversu vel henni líkaði að vera hér. 

Ketija er lengst til vinstri við hlið móður sinnar heitinnar, ...
Ketija er lengst til vinstri við hlið móður sinnar heitinnar, Sanitu Brauna, ogyngri bróður Renjis Arajs. Sendija er á milli ömmu þeirra og afa, Skaidrite Brauna og Vilnis Brauns. Maksims situr fremst á fjölskyldumyndinni sem tekin var á góðri stundu fyrir nokkrum árum.

„Mamma elskaði Ísland, hún elskaði fólkið hér og hún ætlaði sér að vera hér áfram, læra tungumálið og vildi geta aðlagast þjóðfélaginu enn betur og þroskast hér sem einstaklingur. Hún sagði okkur að Ísland væri öruggasti staður á jörðinni. Þvílík kaldhæðni,“ segir Sendija.

Sanita var einnig farin að leggja drög að því að fá yngri dóttur sína til sín til Íslands.

„Hún vildi líka að Ketija systir mín kæmi til Íslands til að stunda háskólanám og var búin að bjóða henni að koma.“ 

Full þakklætis

Þrátt fyrir harmleikinn er þakklæti ofarlega í huga fjölskyldunnar.

„Okkur langar að fá tækifæri til að senda ástarþakkir til allra á Íslandi sem studdu okkur og gáfu sér tíma fyrir okkur. Við getum ekki þakkað nóg fyrir alla þá aðstoð sem við fengum.

Sérstaklega viljum við þakka Andzelu, sem var sú fyrsta sem hafði samband við okkur eftir að við fengum fréttirnar og lagði sig alla fram til að hjálpa okkur við útförina og alla skipulagningu. Ingridu viljum við líka þakka fyrir sitt framlag sem og Melkorku og Höllu og hinum úr fjölskyldunni sem mamma eignaðist á Swan hótel. Við elskum þau öll. Hjörtur Magni Jóhannsson er besti prestur í heimi og við þökkum honum fyrir alla hans ást og blessun. Lögmaðurinn okkar [réttaræslumaður fjölskyldunnar] Sigurður Freyr Sigurðsson á þakkir skildar fyrir alla hans aðstoð, góð ráð og stuðning.

Kærleikur og stuðningur sem allt þetta fólk sýndi okkur er sannarlega einstakur. Takk fyrir allt og þið eigið alltaf stað í hjarta okkar,“ segir Sendija að lokum og bætir við að það sé fjölskyldunni mikið hjartans mál að fá að koma þessum þökkum á framfæri í viðtalinu, sem vitanlega er auðfengið.

„Hún var besta vinkona mín“

Sorgin getur verið yfirþyrmandi og fjölskyldan reynir að takast á við hana í sameiningu að sögn Sendiju.

„Þetta er ennþá mjög erfitt, bæði að takast á við sorgina og að sætta sig við að þetta hafi gerst. Ég er sjálf að vinna með sálfræðingi í að læra að lifa með þessu atviki. Ég reyni að vera sterk og halda áfram, en margt hefur breyst eftir að hún fór og framtíðin lítur öðruvísi út. Hún var besta vinkona mín.

Systir mín og bróðir gera líka sitt besta til að lifa með þessu en það er mjög erfitt og við munum öll þurfa langan tíma til að ná okkur.

En ég er mjög stolt af yngri systkinum mínum því þrátt fyrir þennan harmleik þá eru þau mjög sterk og halda áfram að lifa lífinu.“

Söfnun sem sett var af stað hér á landi fyrir fjölskyldu Sanitu Brauna gekk mjög vel og margir, meðal annars forseti Íslands, létu fé af hendi rakna til að styðja við fjölskylduna og mæta kostnaði við útför hér á landi og annað tilfallandi. Söfnunin var gífurlega mikilvæg fyrir þau að sögn réttargæslumanns þeirra og segir hann þau hvarvetna hafa mætt góðu viðmóti og miklum skilningi á erfiðri stöðu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Hreinsa þakrennur ofl
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...