Byggingarmagn við Kringluna aukið um 150%

Samkvæmt vinningstillögunni verður byggt upp meðfram Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni sem ...
Samkvæmt vinningstillögunni verður byggt upp meðfram Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni sem og á horninu við Verzlunarskólann. Dómnefndin tók hins vegar ekki vel í hugmyndir um aukna byggð ofan á Kringlunni sjálfri og taldi torgið austan við Hús verslunarinnar of stórt. Teikning/Kanon arkitektar

Heildarbyggingarmagn á Kringlureitnum gæti aukist um 150%, eða sem nemur 150 þúsund fermetrum, á komandi árum gangi áform eftir í tengslum við vinningstillögu fyrir svæðið sem kynnt var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Gert er ráð fyrir 400-600 íbúðum á svæðinu, og jafnvel fleirum, auk þess að stækka verslunarhúsnæði Kringlunnar sjálfrar og bæta við verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Í heild er horft til þess að á milli 1 og 2 þúsund manns geti unnið á reitnum.

Það voru Kanon arkitektar sem áttu vinningstillöguna, en fimm stofur höfðu verið valdar til að taka þátt í samkeppninni sem haldin var af fasteignafélaginu Reitum, sem á stærstan hlut eigna á svæðinu, og Reykjavíkurborg.

Úr turnabyggð í randbyggð

Hjálmar Sveinsson, formaður dómnefndar og borgarfulltrúi, segir í samtali við mbl.is að vinningstillagan sýni fram á heilmikla uppbyggingarmöguleika á Kringlusvæðinu. Eldri tillögur fyrir svæðið hafi gert ráð fyrir mikilli turnabyggð, en nýja tillagan sýni fram á verulega aukið byggingarmagn með 400-600 íbúðum eða fleirum í klassísku borgarskipulagi.

Vísar hann þar til þess að uppbygging á svæðinu samkvæmt vinningstillögunni er svokölluð randbyggð, eða ferningar utan um inngarða. Slík dæmi er meðal annars að finna í gamla Vesturbænum og Norðurmýri auk þess að vera vel þekkt í evrópskum borgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Barcelona.

Á tillögunni eru stoppistöðvar fyrir borgarlínu sýndar við Miklubraut og Kringlumýrarbraut, en Hjálmar segir að einnig sé möguleiki á að slík stöð væri færð inn á sjálft Kringlusvæðið. Þá segir hann mikilvægt að við deiliskipulagsvinnu verði farið í að opna svæðið út í nærliggjandi hverfi fyrir gangandi umferð. „Þetta má ekki verða eins og lokað virki inn í borginni,“ segir hann, en í dag er aðgengi að Kringlureitnum að mestu með bílaumferð.

Vinningstillagan var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Vinningstillagan var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Úr 100.000 fm í 250.000 fm

Friðjón Sigurðarson hjá Reitum segir í samtali við mbl.is að vinningstillagan geri ráð fyrir um 180 þúsund fermetrum í nýbyggingar, en að dómnefndin hafi talið nokkrar byggingar óraunhæfar fyrir heildarmyndina. Þetta séu byggingar sem myndi svokallaðan krans um Kringluna sjálfa. Segir hann að með því að fækka þeim verði heildarmagn nýbygginga um 150 þúsund fermetrar, en á reitnum í dag eru um 100 þúsund fermetrar byggðir, „sem er gisið nýtingarhlutfall,“ segir Friðjón.

Byggðin er svokölluð randbyggð, en slík byggð er hugsuð sem ...
Byggðin er svokölluð randbyggð, en slík byggð er hugsuð sem ferningar með inngarði. Teikning/Kanon arkitektar

Hlutverk svæðisins gæti breyst

Hann segir tengingu við borgarlínu geta breytt hlutverki svæðisins. Þannig gæti það orðið að meiri samblöndu af verslunar- og menningarmiðstöð með lengri afgreiðslutíma. Þrátt fyrir það segir hann að verslunarmiðstöðin þurfi að hafa góðar tengingar fyrir bílaumferð og fjölda stæða og horft verði til þess við alla hönnun. Miklir bílakjallarar muni vera undir öllu svæðinu og segir hann að helsti flöskuháls uppbyggingarinnar geti verið umferðartengingar við helstu umferðaræðar.

Friðjón reiknar með að skipulagsrammi fyrir svæðið verði kláraður strax á fyrri hluta næsta árs og svo verði farið í deiliskipulagsáfanga í kjölfarið. Segist hann vona að vinna við svæðið geti svo hafist fyrir 2020.

Vinningstillöguna má skoða nánar á vef Reykjavíkurborgar.

Vinningshafarnir frá Kanon arkitektum.
Vinningshafarnir frá Kanon arkitektum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ib., Saga alþingis 1-5, Náttúrufræðing-urin...
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...