Miðpunktur Vesturbæjarins

Næst Kaplaskjólsvegi verður þjónustuhús, síðan tvö íþróttahús og loks knatthús. …
Næst Kaplaskjólsvegi verður þjónustuhús, síðan tvö íþróttahús og loks knatthús. Við Kaplaskjólsvegog Meistaravelli verða íbúðir. Legu knattspyrnuvallarins verður breytt og áhorfendastúkur verða beggja vegna. Tölvuteikning/bj.snæ/ASK arkitektar

Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði með erindisbréfi starfshóp um skipulags- og uppbyggingarmál KR. Hefur starf hópsins fyrst og fremst verið að láta vinnu tillögu að mögulegri uppbyggingu sem fyrirhuguð deiliskipulagstillaga mun byggjast á. Hugmyndir hafa verið kynntar í hverfisráði Vesturbæjar, umhverfis- og skipulagsráði og íþrótta- og tómstundaráði.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, og Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri leggja áherslu á að öll vinna við uppbygginguna verði unnin í sátt við nágrannana.

„Það merkilega er að við KR-ingar erum frumbyggjar á þessu svæði en KR eignaðist landið árið 1939. Síðan þróaðist byggð í nágrenninu. Núna þurfum við að leita til nágranna okkar svo KR geti þróast í takt við nýja tíma og staðið undir þeim kröfum og þörfum sem nútíminn gerir ráð fyrir,“ segja þeir félagar. „Við teljum að þessar breytingar fullnægi KR og Vesturbænmum til framtíðar.“

Framkvæmdir þar hafa verið af skornum skammti.
Framkvæmdir þar hafa verið af skornum skammti. Tölvuteikning/bj.snæ/ASK arkitektar

Fyrst var farið að huga að uppbyggingu í Frostaskjóli fyrir rúmum áratug en í kjölfar bankahrunsins stöðvaðist allt. Þegar Gylfi varð formaður árið 2013 var málið tekið upp að nýju. „Hér eru hugmyndir á blaði, sem eiga örugglega eftir að taka einhverjum breytingum,“ segir Gylfi.

Íbúðir og þjónusta

Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu KR og Reykjavíkurborg láta vinna sameiginlega nýtt deiliskipulag fyrir svæðið samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Í þeim tillögum er gert ráð fyrir um 32 þúsund fermetra aukningu á byggingamagni þar sem heildaraukning á aðstöðu KR nemur allt að 12.000 fermetrum og 4.200 sætum í stúkum umhverfis aðalleikvang. Tæpir 10.000 fermetrar verða til fyrir litlar íbúðir og um 10.000 fermetrar undir þjónustu. Heildarbyggingamagn á svæðinu yrði, ef þessar tillögur ná fram að ganga, um 35.800 fermetrar. Arkitektarnir Páll Gunnlaugsson og Bjarni Snæbjörnsson hafa unnið verkefnið með KR.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert