Tilboð í Eldvatnsbrú voru yfir áætlunum

Gamla brúin yfir Eldvatn
Gamla brúin yfir Eldvatn Jónas Erlendsson

Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Kostnaðaráætlun var 388 milljónir króna. Tilboð Ístaks var hins vegar tæplega 616 milljónir króna og Munck Íslandi bauð 638 milljónir í verkið.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er nú verið að fara yfir þessi tilboð og meta málavöxtu. Þau þyki óneitanlega nokkuð há og einn möguleiki í stöðunni sé að fara í nýtt útboð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert