„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor.
Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor. mbl.is/RAX

„Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“

Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is, inntur eftir viðbrögðum við dómi Mannréttindadómstólsins í morgun í máli Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna málshöfðunar þess gegn honum fyrir landsdómi og niðurstöðu dómsins í framhaldinu. Mannréttindadómstóllinn sýknaði ríkið af kærunni.

„Dómurinn gerir ráð fyrir því að Geir sé ekki þolandi mögulegs brots á ákvæðum Mannréttindasáttmálans nema varðandi ákæruliðinn sem lýtur að því að hann hafi ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg málefni. Það gerir það að verkum að að svo miklu leyti sem það kunna að hafa verið brotin á honum einhver réttindi, þá sérstaklega samkvæmt 6. grein sáttmálans um réttláta málsmeðferð, þá skipti það ekki máli hvað varðar aðra ákæruliði sem annaðhvort var vísað frá eða hann sýknaður,“ segir Davíð Þór.

Með öðrum orðum sé Geir ekki talinn þolandi brots vegna annarra ákæruliða af þessum sökum. Þegar Mannréttindadómstóllinn taki málið til skoðunar þá afmarkist það eingöngu við þennan ákærulið sem sakfellt hafi verið fyrir og málsmeðferðina vegna hans. 

Ekki dómstólsins að túlka stjórnarskrána upp á nýtt

„Þegar búið er að draga málið svona mikið saman þá verður niðurstaðan sú að ekki sé um að ræða brot á 6. grein. Hvorki er varðar meðferð málsins áður en það kom í landsdóm né heldur fyrir landsdómi. Að svo miklu leyti sem málsmeðferðin kann að hafa verið aðfinnsluverð áður en málið kom til landsdóms þá var bætt úr þeim ágöllum í meðferð málsins fyrir landsdómi,“ segir Davíð Þór enn fremur.

Varðandi það atriði að landsdómur hafi ekki getað talist óvilhallur þá sé þeim röksemdum hafnað með hliðstæðum rökum í svonefndu Hansen-máli í Danmörku. „Þá stæði eftir þetta atriði varðandi 17. grein stjórnarskrárinnar. Þar er umkvörtunarefnið það að ekki sé um að ræða nægjanlega gilda refsiheimild samkvæmt 7. greininni. Það sé sem sagt ekki hægt að refsa fólki nema það sé gild heimild í landslögum til þess.“

Dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að um gilda refsiheimild sé að ræða og það sé í rauninni íslenskra dómstóla að túlka hana og ekki hlutverk hans að túlka hana upp á nýtt. Túlkun landsdóms á þessu ákvæði í þessu tilviki hafi verið alveg í samræmi við orðalag ákvæðisins og hafi því ekki þurft að koma sérstaklega á óvart. Það sé kannski kjarninn í röksemdafærslu dómstólsins hvað varði þetta atriði.

„Fyrir vikið er íslenska ríkið líka sýknað af þessum lið í kæru Geirs til dómstólsins. Dómurinn er annars auðvitað mjög langur og þar eru athugasemdir sem eftir atvikum má skilja þannig að menn hafi ekki endilega verið fyllilega sáttir við þetta ferli allt saman,“ segir Davíð Þór. Þannig hafi kæra Geirs í raun snúið að atriðum sem landsdómur hefði í raun verið búinn að kippa í lag. Það er ein leið til að orða þetta.“

Ekki talið pólitískt „að því marki að það hafi skipt máli“

Davíð Þór segir að ef Mannréttindadómstóllinn hefði fjallað um málið í víðara samhengi hefði dómurinn auðvitað orðið miklu umfangsmeiri en það sé ekki þar með sagt að niðurstaða hefði orðið önnur. Varðandi atkvæðagreiðsluna á Alþingi orði dómstóllinn það svo að hún hafi ekki verið pólitísk að því marki að það hafi skipt máli. Þannig hafi ákæruliðurinn sem sakfellt var fyrir ekki getað átt við aðra en Geir.

„Ef það hefði hins vegar verið dæmt fyrir fleira í landsdómi þá hefði þetta sjónarmið að atkvæðagreiðslan hefði verið pólitísk kannski fengið meira vægi. En þar sem málið skreppur svona mikið saman má segja að ríkið sleppi með þetta. Spurningin um pólitíska eða ekki pólitíska atkvæðagreiðslu verður svolítið málinu óviðkomandi vegna þess að þessi ákæruliður gat aldrei átt við um neinn annan,“ segir Davíð Þór.

Spurður um framhaldið segir Davíð Þór að hægt sé að áfrýja málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Geir geti óskað eftir því en þá leggi nefnd dómara mat á það hvort málið sé þess eðlis að það réttlæti það. Aðeins lítill hluti mála fari þangað. Ekki sé sjálfstæður réttur til að áfrýja. Mál séu einkum valin á grundvelli þess hvort undir séu einhver mikilvæg grundvallaratriði.

„Mér þykir ekkert sérstaklega líklegt að jafnvel þó að látið verði reyna á það að þetta mál verði samþykkt þar. En það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að málið er pólitískt nokkuð veigamikið og þrátt fyrir þessa niðurstöðu þá eru kannski ákveðnir þættir í þessu ferli og kerfi sem við höfum um þetta gagnrýnisverðir. Þannig að það er möguleiki út frá einhverjum slíkum sjónarmiðum að málið yrði samþykkt þarna af yfirdeildinni þó að ég telji það ekki líklegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »

Afskipti ríkisins af ljósmæðrum óeðlileg

20:34 „Afskipti samninganefndar ríkisins af störfum undanþágunefndarinnar hafa verið mjög mikil og óeðlileg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, fulltrúi ljósmæðra í undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Meira »

Í hátíðarskapi í vikulokin

19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »

Móttaka hjartveikra gengið vonum framar

19:08 Móttaka bráðveikra hjartasjúklinga á bráðamóttökunni í Fossvogi hefur gengið vonum framar. Þá gengur samrekstur við aðrar þjónustur að mestu vel, að því er fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Alþingi greiddi hótel fyrir boðsgesti

18:22 Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir tvær nætur fyrir hvern boðsgest sem boðinn var á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem fór fram í vikunni. Ekki var greitt fyrir annað en hótel og ekkert var greitt fyrir fylgdarlið boðsgesta samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Meira »

Hlaupa maraþon í kjólum

17:51 „Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögunum. Meira »

Ógnaði tveimur með byssu

17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »

Ósátt við yfirlýsingu Steingríms

15:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir miður að Steingrímur J. Sigfússon þingforseti kjósi að hafa rangt við í fréttatilkynningu og bréfi sem hann sendi Piu Kjærsgaard kollega sínum á danska þinginu. Meira »

Samfélagsbankabrúðkaup á Siglufirði

15:35 Wolfram Morales framkvæmdastjóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu í það heilaga á Siglufirði í síðustu viku. Greint er frá brúðkaupinu á fréttavefnum Trölli.is. Meira »

Garðaúðarar hugi að velferð býflugna

15:27 Býflugnaræktendafélag Íslands hefur sent Matvælastofnun ábendingu þar sem áhyggjum af réttarstöðu býflugnabænda og velferð býflugna í tengslum við notkun eiturefna við við eyðingu á skordýrum er lýst. Meira »

Allt á hvolfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri

15:22 Fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur tekið við sex konum frá Landspítalanum undanfarnar tvær vikur og þar hafa tvær ljósmæður sagt starfi sínu lausu í gær og í dag. Álagið er mikið og sækja þurft hefur um undanþágu frá yfirvinnubanninu í tvígang. Meira »

Blendingurinn fer ekki úr landi

15:05 „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Spurningamerki hafa verið sett við hvort heimilt sé að flytja kjöt blendingi langreyðar og steypireyðar úr landi vegna aðildar Íslands að CITES-samningnum. Meira »

Fá að setja salerni við Grjótagjá

14:39 „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu, en það hefur bara tekið allt of langan tíma að fá niðurstöðu í málið. Við höfum beðið síðan í apríl,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Leyfi hefur verið veitt til þess að koma fyrir salernisaðstöðu og bílastæðum við Grjótagjá. Meira »

Þurfti að loka nokkrum búðum vegna bilunar

13:44 Bilun varð í tölvukerfi ÁTVR í morgun sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum og þurfti að loka nokkrum verslunum um tíma. Meira »
Toyota
Toyota Corolla til sölu Árg. `98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilb...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...