„Alltíeinu búið að stinga typpi inn í mig“

Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa ofbeldi sem þær hafa …
Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.

„Áður en ég gat sett heila hugsun saman þá var alltíeinu búið að stinga typpi inn í mig“. Þetta er brot úr einni af 68 nafnlausum frásögn kvenna í #Metoo-hópi kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð sem hafa nú birst á vefsíðunni Tjaldi fellur

„Ég man að ég fór úr pottinum og inn í herbergi. Þar svaf kærastinn minn þáverandi hjá mér. Ég var dauð en rankaði við mér inn á milli. Svo alltíeinu var annar strákur kominn ofaná mig og byrjaði að ríða mér og ég datt aftur út. Svo rankaði ég aftur við mér og þá var annar góður vinur minn kominn og hinn farinn og hann reið mér líka. Svo dó ég og man ekkert meira. Eftir þetta var ég í svo mikilli skömm því að ég „hélt framhjá““. Frásögnina má lesa í heild sinni hér

Tæplega 600 konur hafa skrifað undir áskorun þar þess er krafist að „karlkyns samverkamenn okkar taki ábyrgð; að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun.“

Sög­urn­ar eru af ýms­um toga þar sem greint er meðal ann­ars frá nauðgun, þukli á kyn­fær­um, káfi, koss­um og kynferðislegri áreitni; allt niður í 14 ára börn. 

Káfið hluti af „karakternum“

Í mörgum sögunum nýta karlkyns leikarar sér stöðu sína og káfa og þukla á mótleikara sínum undir því yfirskyni að það sé hluti af „karakternum“ í leikritinu. Skuggar, skúmaskot og þögn sem þarf gjarnan að ríkja baksviðs á meðan leiksýningu stendur yfir eru aðstæður sem karlmenn nýta sér.   

„Ég fer úr bolnum og ætla að taka við handklæðinu þegar hann ýtir mér upp við vegg og heldur mér þar meðan hann káfar á mér (mjög gróft, reynir að komast með hendi niður buxur m.a.). Ég reyni að komast undan (í þögn samt þar sem næsta sena er í gangi) en losna þegar einhver kemur loks í vænginn.“ Þetta kemur fram í einni sögunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert