Rammaskipulag um tvöfalt byggingarmagn Skeifunnar samþykkt

Yfirlitsmynd af nýja Skeifusvæðinu miðað við rammaskipulagið sem samþykkt var ...
Yfirlitsmynd af nýja Skeifusvæðinu miðað við rammaskipulagið sem samþykkt var í borgarráði í gær. Horft er til norðurs. Teikning/Kanon arkitektar

Nýtt rammaskipulag fyrir Skeifusvæðið var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær, en þar er gert ráð fyrir heildar endurskipulagningu svæðisins þar sem stór hluti húsanna á svæðinu verður endurbyggður. Þá er gert ráð fyrir viðbyggingum við fjölda húsa. Samtals er gert ráð fyrir að meira en tvöfalda núverandi byggingarmagn á svæðinu, þar af að reisa 750 íbúðir, auka framleiðslu- eða þjónusturými um 60% og byggja bílastæðahús. Þá er mikil áhersla lögð á almannasvæði í skipulaginu.

Úr 119 þúsund fm í 270 þúsund fm

Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir 750 íbúðum sem samtals verða um 67.500 fermetrar. Það þýðir að meðalíbúð verður um 90 fermetrar. Í dag er svo gott sem engin íbúðabyggð á svæðinu, en samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er gert ráð fyrir 500 íbúðum. Þá var fyrr á þessu ári tilkynnt að horft væri til 750 íbúða við vinnu á skipulagi svæðisins.

Heildarbyggingarmagn í Skeifunni í dag er um 119 þúsund fermetrar, en heimild er fyrir 141 þúsund fermetra. Svo gott sem allt það rými er framleiðslu- eða þjónusturými. Samkvæmt nýja rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að það verði um 190 þúsund fermetrar. Til viðbótar bætist 13.300 fermetra bílastæðahús á miðju svæðinu. Verður heildar byggingarmagn á Skeifusvæðinu samkvæmt þessu 270 þúsund fermetrar, sem er 126% meira en nú er til staðar og um 90% meira en heimilað byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi er.

Svæðið verður endurbyggt að stórum hluta

Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að stór hluti svæðisins verði endurbyggður eða að nýjum viðbyggingum verði bætt við núverandi hús. Þetta á meðal annars við um stóran hluta miðsvæðis Skeifunnar, nýjar húsaraðir meðfram Miklubraut og Suðurlandsbraut og norðausturhluta svæðisins. 

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við núverandi hús og blái liturinn hús sem munu áfram standa samkvæmt nýju rammaskipulagi. Eins og sjá má er horft til þess að endurbyggja svæðið að stórum hluta. Teikning/Kanon arkitektar

Færri bílastæði og ekki krafa um að bílastæði fylgi íbúð

Byggðin getur að jafnaði orðið fjögurra til sex hæða við borgargötur samkvæmt skipulaginu og þá hæst við megingönguásinn og samgöngutorg sem verður næst Glæsibæ.

Í dag er bílastæðafjöldi Skeifunnar 2.745 ofanjarðar auk 80 stæða í bílskýlum. Flest stæðanna eru almenningsstæði, en einnig eru 108 einkastæði. Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að bílastæðum muni fækka. Krafa verður um lægra hlutfall bílastæða og á bílastæði ekki sjálfkrafa að fylgja með íbúðum sem eru nálægt við stoppistöð fyrirhugaðrar borgarlínu. Er frekar hugsað til þess að íbúar geti keypt sér aðgang að stæði. „Það er, kostnaður við gerð bílastæða skal ekki vera innifalinn í íbúðarverði heldur bætist við ef óskað er eftir stæði í bílastæðahús,“ eins og segir í greinargerð með rammaskipulaginu.

Kröfur um almannarými, gróður og bætt umhverfi

Borgin mun hafa talsvert með heildarútlit svæðisins að segja samkvæmt skipulaginu. „Framhliðum lóða sem snúa að borgarrými hverfisins verði stýrt hnitmiðað með skipulags- og byggingarskilmálum, á meðan aðrir hlutar innan skipulagsins t.d. uppbygging á baklóðum verður frjálsari.“

Yfirlitsmynd skipulagsreita Skeifusvæðisins samkvæmt rammaskipulagi.
Yfirlitsmynd skipulagsreita Skeifusvæðisins samkvæmt rammaskipulagi. Teikning/Kanon arkitektar

Þá þurfa lóðaeigendur að verða við ýmsum aukakröfum eigi að bæta byggingarmagn á reitum þeirra. „Auknum byggingarheimildum lóða munu fylgja kvaðir um að lagfæra og bæta umhverfið, gönguleiðir á lóðum og ásýnd mannvirkja gagnvart borgarrýminu, ásamt kröfu um lægra hlutfall bílastæða og ákveðið hlutfall gróðurs á lóð, t.d. í þakgörðum.“

Einnig er lögð fram tillaga um að skilyrt verði að við uppbyggingu lóða sé um 15-25% hluti hennar notaður undir almenningsrými, garð eða torg.

Áhersla á bílaumferð, gangandi og hjólandi vegfarendur

Tekið er fram að samgöngur við svæðið séu lykilatriði og að aðkoma bíla eigi að vera auðveld og er meðal annars horft til endurbóta á nærliggjandi götum eins og Grensásvegi. Aftur á móti verður lokað fyrir inn- og útkeyrslu af svæðinu á norðaustur horni svæðisins, þar sem nú er veitingastaðurinn Metró.

Fyrst verður þó horft til að bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda og verður stígakerfi Skeifunnar styrkt og tengingum við nærliggjandi hverfi bætt.

Teikning/Kanon arkitektar

Úr stærri iðnaðareiningum í minni þjónustueiningar

Skeifan var upphaflega byggð sem svæði fyrir léttan iðnað og umfangsmeiri starfsemi. Í rammaskipulaginu segir að þetta hafi mikið breyst á undanförnum árum, en að enn sé nokkuð um umfangsmeiri framleiðslu. „Í nýrri Skeifu verður byggðin smám saman þétt með áherslu á blöndun íbúða og atvinnu. Lögð er áhersla á minni þjónustueiningar sem henta borgargötum og fjölbreyttar íbúðir sem stuðla að félagslegri fjölbreytni.“ Þá er gert ráð fyrir að í nýjum þjónusturýmum á jarðhæð verði almennt 4 metra lofthæð og er það hugsað til að gera starfsemi sýnilegri.

Horft er til þess að reisa leikskóla á svæði sunnan Goðheimablokka samkvæmt skipulaginu, en svona mikilli uppbyggingu fylgir innviðauppbygging sem þessi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Níu og hálft tonn af rusli

07:00 Sjálfboðaliðar söfnuðu níu og hálfu tonni af rusli í Bolungarvík á Hornströndum í tveimur ferðum þangað í sumar, en þangað fara þeir nú árlega í þeim tilgangi. Er það met því áður höfðu safnast um það bil fimm tonn í hverri hreinsunarferð. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi í dag

06:51 Veðurstofan spáir 10 til 18 stiga hita í dag. Hlýjast verður á Suðurlandi en á Norðausturlandi á morgun.  Meira »

Fleiri skrá heimagistingu

06:10 Tíðni skráninga á heimagistingu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist talsvert frá því að samningur um eflingu Heimagistingavaktar við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var undirritaður 27. júní sl. Meira »

Eru ekki að gefast upp

05:30 „Við erum ekkert að gefast upp í baráttunni. Við erum eins og kona í fæðingu þegar barnið er alveg að koma – fáum einhvern aukakraft. Þannig er hljóðið í okkur núna,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir. Meira »

Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

05:30 Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Meira »

Einungis fimm fíkniefnahundar standa vaktina hér á landi

05:30 „Það hefur nær engin umgjörð verið í kringum þennan málaflokk,“ segir Heiðar Hinriksson lögreglumaður, sem umsjón hefur með fíkniefnahundi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Meira »

1.300 tonn fylgja Guns N' Roses

Í gær, 22:20 Margvíslegur búnaður verður fluttur til landsins vegna tónleika Guns N' Roses, sem fram fara á Laugardalsvelli 24. júlí. Vegur búnaðurinn alls um 1.300 tonn, en 65 metra breitt svið verður smíðað á þjóðarleikvanginum og sérstakt gólf lagt yfir grasið. Meira »

Fullt hús á fundi ljósmæðra

Í gær, 22:03 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir mikinn samhug ríkja meðal ljósmæðra en þær funduðu í kvöld í húsnæði BHM. Hún fullyrðir í samtali við mbl.is að kröfur ljósmæðra muni ekki koma til með að hafa launaskrið í för með sér. Meira »

Lögreglan varar við svikapóstum

Í gær, 21:48 Lögreglan á höfuborgarsvæðinu varar við svikapóstum, sem sendir hafa verið til fólks að undanförnu. Í svikapóstunum segir að móttakandi tölvupóstsins hafi verið á klámsíðum og að sendandi póstsins hafi sýkt tölvuna af tölvuvírus, vefmyndavél tölvunnar verið virkjuð og myndband tekið af viðkomandi. Meira »

Rannsaka á hvaða dýpi kvikan er

Í gær, 21:00 Kvikuinnskot eru líklegasta skýring þeirrar aflögunar sem orðið hefur á Öræfajökli sl. tvö ár að mati Michelle Parks, eldfjallasérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Rannsóknir eru þó enn á frumstigi en vísindamenn vinna nú að því að komast að því á hvaða dýpi kvikan er. Meira »

Telja ákvæði um salerni úrelt

Í gær, 20:35 Dóra Björt Guðjónsdóttir segir reglugerð um húsnæði vinnustaða komna til ára sinna en nýsamþykkt tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um ókyngreind salerni í húsnæði borgarinnar, brýtur í bága við 22. gr. reglugerðarinnar. Meira »

Áhrif hvalveiða verði tekin út

Í gær, 20:15 Fara verður í mat á umhverfisáhrifum og dýraverndunarsjónarmiðum, en einnig samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf áður en leyfi til hvalveiða verður úthlutað að nýju. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

„Þetta mun sjást í áratugi“

Í gær, 19:30 „Þetta mun sjást í áratugi,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum, um náttúruspjöllin sem urðu til vegna utanvegaaksturs tveggja franskra ferðamanna, í samtali við mbl.is. Meira »

Norskur framleiðandi sýnir Íslandi áhuga

Í gær, 18:30 Halldór Gíslason, landbúnaðarstjóri sveitarfélagsins Hå, segir í samtali við mbl.is fóðurskortinn í Noregi alvarlegan og „Norðmenn kaupa allt það hey sem þeir komast yfir.“ Maren Bjorland, hjá Fiskå Mølle staðfestir við blaðamann að fyrirtækið er að skoða innflutning frá Íslandi. Meira »

Hjólhýsi valt út af Vesturlandsvegi

Í gær, 18:21 Bíll með hjólhýsi í afturdragi fauk út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á sjötta tímanum í kvöld. Enginn slasaðist en hjólhýsið er illa farið, brotið að framan og dót fokið úr því. Ökumaður og kona hans voru á leið út úr bænum þegar snörp vindhviða feykti bílnum yfir á öfugan vegarhelming og þaðan út í vegkant. Meira »

Þyrla flutti slasaðan hestamann

Í gær, 18:19 Kona féll af hestbaki í reiðtúr við Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi og hlaut áverka. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til ásamt björgunarsveitum af öllu Vesturlandi. Konan var flutt með þyrlu á Landspítala til skoðunar. Meira »

Ríkisstjórnin ekki rætt lög á ljósmæður

Í gær, 18:00 Ekki hefur komið til tals að setja lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þetta segja bæði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Þjónustukort Byggðastofnunar kynnt

Í gær, 17:41 Vefsjáin thjonustukort.is var opnuð í dag og er það fyrsti áfangi í þróun þjónustukortsins sem nær yfir þjónustu á sviði löggæslu-, fræðslu- og heilbrigðismála. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tryggja frekari öflun gagna og samræmingu til þess að haldið verður áfram með verkefnið. Meira »

Ártúnsbrekka malbikuð

Í gær, 17:22 Malbikunarframkvæmdir hefjast í Ártúnsbrekku í kvöld, í aksturstefnu í átt að miðborg Reykjavíkur. Tvær akreinar verða malbikaðar í kvöld og nótt og ein til viðbótar á morgun. Vegarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Meira »