Rammaskipulag um tvöfalt byggingarmagn Skeifunnar samþykkt

Yfirlitsmynd af nýja Skeifusvæðinu miðað við rammaskipulagið sem samþykkt var ...
Yfirlitsmynd af nýja Skeifusvæðinu miðað við rammaskipulagið sem samþykkt var í borgarráði í gær. Horft er til norðurs. Teikning/Kanon arkitektar

Nýtt rammaskipulag fyrir Skeifusvæðið var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær, en þar er gert ráð fyrir heildar endurskipulagningu svæðisins þar sem stór hluti húsanna á svæðinu verður endurbyggður. Þá er gert ráð fyrir viðbyggingum við fjölda húsa. Samtals er gert ráð fyrir að meira en tvöfalda núverandi byggingarmagn á svæðinu, þar af að reisa 750 íbúðir, auka framleiðslu- eða þjónusturými um 60% og byggja bílastæðahús. Þá er mikil áhersla lögð á almannasvæði í skipulaginu.

Úr 119 þúsund fm í 270 þúsund fm

Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir 750 íbúðum sem samtals verða um 67.500 fermetrar. Það þýðir að meðalíbúð verður um 90 fermetrar. Í dag er svo gott sem engin íbúðabyggð á svæðinu, en samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er gert ráð fyrir 500 íbúðum. Þá var fyrr á þessu ári tilkynnt að horft væri til 750 íbúða við vinnu á skipulagi svæðisins.

Heildarbyggingarmagn í Skeifunni í dag er um 119 þúsund fermetrar, en heimild er fyrir 141 þúsund fermetra. Svo gott sem allt það rými er framleiðslu- eða þjónusturými. Samkvæmt nýja rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að það verði um 190 þúsund fermetrar. Til viðbótar bætist 13.300 fermetra bílastæðahús á miðju svæðinu. Verður heildar byggingarmagn á Skeifusvæðinu samkvæmt þessu 270 þúsund fermetrar, sem er 126% meira en nú er til staðar og um 90% meira en heimilað byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi er.

Svæðið verður endurbyggt að stórum hluta

Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að stór hluti svæðisins verði endurbyggður eða að nýjum viðbyggingum verði bætt við núverandi hús. Þetta á meðal annars við um stóran hluta miðsvæðis Skeifunnar, nýjar húsaraðir meðfram Miklubraut og Suðurlandsbraut og norðausturhluta svæðisins. 

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við núverandi hús og blái liturinn hús sem munu áfram standa samkvæmt nýju rammaskipulagi. Eins og sjá má er horft til þess að endurbyggja svæðið að stórum hluta. Teikning/Kanon arkitektar

Færri bílastæði og ekki krafa um að bílastæði fylgi íbúð

Byggðin getur að jafnaði orðið fjögurra til sex hæða við borgargötur samkvæmt skipulaginu og þá hæst við megingönguásinn og samgöngutorg sem verður næst Glæsibæ.

Í dag er bílastæðafjöldi Skeifunnar 2.745 ofanjarðar auk 80 stæða í bílskýlum. Flest stæðanna eru almenningsstæði, en einnig eru 108 einkastæði. Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að bílastæðum muni fækka. Krafa verður um lægra hlutfall bílastæða og á bílastæði ekki sjálfkrafa að fylgja með íbúðum sem eru nálægt við stoppistöð fyrirhugaðrar borgarlínu. Er frekar hugsað til þess að íbúar geti keypt sér aðgang að stæði. „Það er, kostnaður við gerð bílastæða skal ekki vera innifalinn í íbúðarverði heldur bætist við ef óskað er eftir stæði í bílastæðahús,“ eins og segir í greinargerð með rammaskipulaginu.

Kröfur um almannarými, gróður og bætt umhverfi

Borgin mun hafa talsvert með heildarútlit svæðisins að segja samkvæmt skipulaginu. „Framhliðum lóða sem snúa að borgarrými hverfisins verði stýrt hnitmiðað með skipulags- og byggingarskilmálum, á meðan aðrir hlutar innan skipulagsins t.d. uppbygging á baklóðum verður frjálsari.“

Yfirlitsmynd skipulagsreita Skeifusvæðisins samkvæmt rammaskipulagi.
Yfirlitsmynd skipulagsreita Skeifusvæðisins samkvæmt rammaskipulagi. Teikning/Kanon arkitektar

Þá þurfa lóðaeigendur að verða við ýmsum aukakröfum eigi að bæta byggingarmagn á reitum þeirra. „Auknum byggingarheimildum lóða munu fylgja kvaðir um að lagfæra og bæta umhverfið, gönguleiðir á lóðum og ásýnd mannvirkja gagnvart borgarrýminu, ásamt kröfu um lægra hlutfall bílastæða og ákveðið hlutfall gróðurs á lóð, t.d. í þakgörðum.“

Einnig er lögð fram tillaga um að skilyrt verði að við uppbyggingu lóða sé um 15-25% hluti hennar notaður undir almenningsrými, garð eða torg.

Áhersla á bílaumferð, gangandi og hjólandi vegfarendur

Tekið er fram að samgöngur við svæðið séu lykilatriði og að aðkoma bíla eigi að vera auðveld og er meðal annars horft til endurbóta á nærliggjandi götum eins og Grensásvegi. Aftur á móti verður lokað fyrir inn- og útkeyrslu af svæðinu á norðaustur horni svæðisins, þar sem nú er veitingastaðurinn Metró.

Fyrst verður þó horft til að bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda og verður stígakerfi Skeifunnar styrkt og tengingum við nærliggjandi hverfi bætt.

Teikning/Kanon arkitektar

Úr stærri iðnaðareiningum í minni þjónustueiningar

Skeifan var upphaflega byggð sem svæði fyrir léttan iðnað og umfangsmeiri starfsemi. Í rammaskipulaginu segir að þetta hafi mikið breyst á undanförnum árum, en að enn sé nokkuð um umfangsmeiri framleiðslu. „Í nýrri Skeifu verður byggðin smám saman þétt með áherslu á blöndun íbúða og atvinnu. Lögð er áhersla á minni þjónustueiningar sem henta borgargötum og fjölbreyttar íbúðir sem stuðla að félagslegri fjölbreytni.“ Þá er gert ráð fyrir að í nýjum þjónusturýmum á jarðhæð verði almennt 4 metra lofthæð og er það hugsað til að gera starfsemi sýnilegri.

Horft er til þess að reisa leikskóla á svæði sunnan Goðheimablokka samkvæmt skipulaginu, en svona mikilli uppbyggingu fylgir innviðauppbygging sem þessi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Brjóta niður menningarmúra á Norðurpólnum

20:35 Ellefu konur frá jafn mörgum löndum náðu þeim áfanga í fyrradag að ganga síðustu breiddargráðuna að Norðurpólnum.   Meira »

Vörur ORA sköruðu fram úr í Brussel

20:18 Iceland's Finest-vörulínan frá ORA, sem inniheldur rjómakennda loðnuhrognabita, stökka kavíarbita og ljúffenga humarsúpu, hefur verið valin vörulína ársins á sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem lýkur í dag. Meira »

Hin lánsömu yfirgefa ekki húsið

19:30 „Þetta er mjög auðug fjölskylda sem býr í húsinu sínu en gjaldið fyrir velsældina eru strangar reglur og ein þeirra er að þau mega aldrei yfirgefa húsið.“ Svona lýsir slóvaski danshöfundurinn Anton Lachky nýju verki sínu sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á föstudag. mbl.is kíkti á æfingu. Meira »

Máli vegna kreditkortasvika vísað aftur í hérað

19:10 Hæstiréttur hefur vísað máli pars, sem var svik­ið um 1,4 millj­ón­ir króna á Teneri­fe árið 2015 og sak­ar Ari­on banka og Valitor um al­var­lega van­rækslu, aftur í hérað. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

18:55 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir Sigurði Kristinssyni sem er grunaður um að vera viðriðinn smygl á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins. Sigurður var handtekinn í lok janúar þegar hann kom til landsins frá Spáni. Meira »

Hálkublettir á nokkrum fjallvegum

18:38 Vegir eru víðast hvar greiðfærir á láglendi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum.  Meira »

Vinnuvél í ljósum logum í malarnámu

17:28 Eldur kom upp í vélarrými í hjólaskóflu á stórri vinnuvél í malarnámu við Hólabrú, rétt norðan við Hvalfjarðargöngin í morgun. Meira »

Mikil fjölgun skráðra umferðalagabrota

17:44 Alls voru 1.311 umferðalagabrot skráð í mars á höfuðborgarsvæðinu og fjölgar brotunum mikið milli mánaða. Í febrúar voru til að myndaskráð 907 brot og 790 brot í janúar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu um lykiltölur í afbrotafræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Reyndi að fá konu til að snerta hann

16:58 Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að brjótast inn á heimili konu að kvöldlagi fyrir tveimur árum síðan, afklæðast fyrir framan hana, hóta henni kynferðislegu ofbeldi og hafa af henni fimm þúsund krónur. Meira »

Beiðni um tvo matsmenn hafnað

16:36 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Valitors um dómkvaðningu tveggja matsmanna í máli fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Prodictions gegn Valitor. Meira »

Gylfi nýr formaður bankaráðs

15:35 Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur kosið Gylfa Magnússon formann bankaráðs Seðlabanka Íslands. Jafnframt hefur ráðið kosið Þórunni Guðmundsdóttur varaformann ráðsins. Meira »

Langflestir vilja fella strompinn

15:26 Alls vildu 94,25 prósent þeirra sem tóku þátt í kosningu um framtíð stromps Sementsverksmiðju ríkisins láta fella hann.  Meira »

Hrepparígur tilheyrir fortíðinni

15:23 „Ef það kæmi þetta laxeldi, þá yrðum við orðnir nokkuð sáttir í bili. Við nennum alveg að vinna ef við fáum vinnu og við getum alveg bjargað okkur ef við fáum leyfi til þess,“ segir Kristján Jón Guðmundsson í Bolungarvík. Hann segir samvinnu Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar vera æ meiri. Meira »

„Gríðarlegur áfangasigur“

14:35 „Ég er mjög ánægð með þetta. Það er gleðidagur að hafa náð þessu loksins,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um samþykkt NPA-frumvarpsins svokallaða. Meira »

Umdeildu frumvarpi vísað til ríkisstjórnar

13:17 Umdeildu frumvarpi um bann við umskurði drengja verður væntanlega vísað til ríkisstjórnarinnar í næstu viku, en ekki til áframhaldandi þinglegrar meðferðar. Þetta herma heimildir mbl.is. Meira »

Vill breyta kjörum æðstu embættismanna

15:04 Frumvarp um breytt fyrirkomulag á kjörum æðstu embættismanna ríkisins verður lagt fram á Alþingi í haust.  Meira »

Alþingi samþykkti NPA-frumvarpið

14:03 Alþingi samþykkti í dag með 45 samhljóða atkvæðum lagafrumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Meira »

„Við erum bara komnar með nóg“

12:13 „Þetta fól í rauninni í sér að skerða þjónustuna, en við teljum að hún sé fullkomlega sniðin að þörfum skjólstæðinga eins og hún er í dag. Við vorum ekki tilbúnar að fórna því til að hækka launin okkar. Það var leiðin sem átti að fara. Skerða þjónustuna og nýta þann pening í að hækka launin.“ Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Talnagátur og heilabrot
Sudoku-Frístund nr. 20 140 talna-, stafa- og rökþrautir af ýmsu tagi. www.fris...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvina í kvöld 25. apríl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa klþ 9 og j...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að deiliski...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...