Rammaskipulag um tvöfalt byggingarmagn Skeifunnar samþykkt

Yfirlitsmynd af nýja Skeifusvæðinu miðað við rammaskipulagið sem samþykkt var ...
Yfirlitsmynd af nýja Skeifusvæðinu miðað við rammaskipulagið sem samþykkt var í borgarráði í gær. Horft er til norðurs. Teikning/Kanon arkitektar

Nýtt rammaskipulag fyrir Skeifusvæðið var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær, en þar er gert ráð fyrir heildar endurskipulagningu svæðisins þar sem stór hluti húsanna á svæðinu verður endurbyggður. Þá er gert ráð fyrir viðbyggingum við fjölda húsa. Samtals er gert ráð fyrir að meira en tvöfalda núverandi byggingarmagn á svæðinu, þar af að reisa 750 íbúðir, auka framleiðslu- eða þjónusturými um 60% og byggja bílastæðahús. Þá er mikil áhersla lögð á almannasvæði í skipulaginu.

Úr 119 þúsund fm í 270 þúsund fm

Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir 750 íbúðum sem samtals verða um 67.500 fermetrar. Það þýðir að meðalíbúð verður um 90 fermetrar. Í dag er svo gott sem engin íbúðabyggð á svæðinu, en samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er gert ráð fyrir 500 íbúðum. Þá var fyrr á þessu ári tilkynnt að horft væri til 750 íbúða við vinnu á skipulagi svæðisins.

Heildarbyggingarmagn í Skeifunni í dag er um 119 þúsund fermetrar, en heimild er fyrir 141 þúsund fermetra. Svo gott sem allt það rými er framleiðslu- eða þjónusturými. Samkvæmt nýja rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að það verði um 190 þúsund fermetrar. Til viðbótar bætist 13.300 fermetra bílastæðahús á miðju svæðinu. Verður heildar byggingarmagn á Skeifusvæðinu samkvæmt þessu 270 þúsund fermetrar, sem er 126% meira en nú er til staðar og um 90% meira en heimilað byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi er.

Svæðið verður endurbyggt að stórum hluta

Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að stór hluti svæðisins verði endurbyggður eða að nýjum viðbyggingum verði bætt við núverandi hús. Þetta á meðal annars við um stóran hluta miðsvæðis Skeifunnar, nýjar húsaraðir meðfram Miklubraut og Suðurlandsbraut og norðausturhluta svæðisins. 

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við núverandi hús og blái liturinn hús sem munu áfram standa samkvæmt nýju rammaskipulagi. Eins og sjá má er horft til þess að endurbyggja svæðið að stórum hluta. Teikning/Kanon arkitektar

Færri bílastæði og ekki krafa um að bílastæði fylgi íbúð

Byggðin getur að jafnaði orðið fjögurra til sex hæða við borgargötur samkvæmt skipulaginu og þá hæst við megingönguásinn og samgöngutorg sem verður næst Glæsibæ.

Í dag er bílastæðafjöldi Skeifunnar 2.745 ofanjarðar auk 80 stæða í bílskýlum. Flest stæðanna eru almenningsstæði, en einnig eru 108 einkastæði. Samkvæmt rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að bílastæðum muni fækka. Krafa verður um lægra hlutfall bílastæða og á bílastæði ekki sjálfkrafa að fylgja með íbúðum sem eru nálægt við stoppistöð fyrirhugaðrar borgarlínu. Er frekar hugsað til þess að íbúar geti keypt sér aðgang að stæði. „Það er, kostnaður við gerð bílastæða skal ekki vera innifalinn í íbúðarverði heldur bætist við ef óskað er eftir stæði í bílastæðahús,“ eins og segir í greinargerð með rammaskipulaginu.

Kröfur um almannarými, gróður og bætt umhverfi

Borgin mun hafa talsvert með heildarútlit svæðisins að segja samkvæmt skipulaginu. „Framhliðum lóða sem snúa að borgarrými hverfisins verði stýrt hnitmiðað með skipulags- og byggingarskilmálum, á meðan aðrir hlutar innan skipulagsins t.d. uppbygging á baklóðum verður frjálsari.“

Yfirlitsmynd skipulagsreita Skeifusvæðisins samkvæmt rammaskipulagi.
Yfirlitsmynd skipulagsreita Skeifusvæðisins samkvæmt rammaskipulagi. Teikning/Kanon arkitektar

Þá þurfa lóðaeigendur að verða við ýmsum aukakröfum eigi að bæta byggingarmagn á reitum þeirra. „Auknum byggingarheimildum lóða munu fylgja kvaðir um að lagfæra og bæta umhverfið, gönguleiðir á lóðum og ásýnd mannvirkja gagnvart borgarrýminu, ásamt kröfu um lægra hlutfall bílastæða og ákveðið hlutfall gróðurs á lóð, t.d. í þakgörðum.“

Einnig er lögð fram tillaga um að skilyrt verði að við uppbyggingu lóða sé um 15-25% hluti hennar notaður undir almenningsrými, garð eða torg.

Áhersla á bílaumferð, gangandi og hjólandi vegfarendur

Tekið er fram að samgöngur við svæðið séu lykilatriði og að aðkoma bíla eigi að vera auðveld og er meðal annars horft til endurbóta á nærliggjandi götum eins og Grensásvegi. Aftur á móti verður lokað fyrir inn- og útkeyrslu af svæðinu á norðaustur horni svæðisins, þar sem nú er veitingastaðurinn Metró.

Fyrst verður þó horft til að bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda og verður stígakerfi Skeifunnar styrkt og tengingum við nærliggjandi hverfi bætt.

Teikning/Kanon arkitektar

Úr stærri iðnaðareiningum í minni þjónustueiningar

Skeifan var upphaflega byggð sem svæði fyrir léttan iðnað og umfangsmeiri starfsemi. Í rammaskipulaginu segir að þetta hafi mikið breyst á undanförnum árum, en að enn sé nokkuð um umfangsmeiri framleiðslu. „Í nýrri Skeifu verður byggðin smám saman þétt með áherslu á blöndun íbúða og atvinnu. Lögð er áhersla á minni þjónustueiningar sem henta borgargötum og fjölbreyttar íbúðir sem stuðla að félagslegri fjölbreytni.“ Þá er gert ráð fyrir að í nýjum þjónusturýmum á jarðhæð verði almennt 4 metra lofthæð og er það hugsað til að gera starfsemi sýnilegri.

Horft er til þess að reisa leikskóla á svæði sunnan Goðheimablokka samkvæmt skipulaginu, en svona mikilli uppbyggingu fylgir innviðauppbygging sem þessi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósaskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

Í gær, 17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

Í gær, 16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

Í gær, 16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Í gær, 15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

Í gær, 15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

Í gær, 15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

Í gær, 15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...